Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 14:55 Einar Þorsteinsson segir stöðuna gjörbreytta eftir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar um að bandalag með Samfylkingu og Pírötum væri eini kosturinn fyrir flokkinn. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. „Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Fyrr í dag lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, yfir áhuga hennar flokks, auk Samfylkingar og Pírata, á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. „Nú er bara einfaldlega, með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar, verið að fækka kostum Framsóknar um einn,“ segir Einar. Þar vísar hann til þess mögulega meirihluti sem Framsókn og Viðreisn gætu myndað með Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins. Ljóst er að sá meirihluti verður ekki myndaður ef bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata heldur. „Þá er bara komin ný staða í borginni,“ segir Einar. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort hann muni þiggja boð flokkanna um að ganga til formlegra viðræðna. Fyrst þurfi hann að ræða við bakland sitt í flokknum og ræða stöðuna. Hann segir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar breyta landslaginu svo nokkru varði, sérstaklega í ljósi þess að Vinstri græn hafa lokað á allt mögulegt meirihlutasamstarf. Til að mynda meirihluta með Framsóknarflokki og Flokki fólksins þarf Sjálfstæðisflokkurinn einn borgarfulltrúa til, sem ekki fengist nema með aðkomu VG eða Viðreisnar. Það virðist nú svo gott sem útilokað. Engin pressa Einar telur ekki að með samvinnu flokkanna þriggja sé verið að þrýsta á hann að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum. „Við höfum fullt sjálfstæði til að taka okkar eigin ákvarðanir. Við getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni,“ segir Einar. Ef til viðræðna komi muni Framsókn nálgast þær af opnum huga en hafa að leiðarljósi skýrar áherslur um að borgarbúar vilji sjá breytingar. Augljós málefnagrundvöllur „Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla aðeins að melta þetta í rólegheitunum,“ segir Einar. Hann ítrekar að flokkurinn geti unnið til hægri jafnt sem vinstri, og telur að sjá megi málefnagrundvöll hjá Framsókn og flokkunum sem nú hafa myndað með sér bandalag. „Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn. Það er ekkert útilokað í þessum efnum. En nú þarf ég að ræða við mitt bakland,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
„Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Fyrr í dag lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, yfir áhuga hennar flokks, auk Samfylkingar og Pírata, á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. „Nú er bara einfaldlega, með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar, verið að fækka kostum Framsóknar um einn,“ segir Einar. Þar vísar hann til þess mögulega meirihluti sem Framsókn og Viðreisn gætu myndað með Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins. Ljóst er að sá meirihluti verður ekki myndaður ef bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata heldur. „Þá er bara komin ný staða í borginni,“ segir Einar. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort hann muni þiggja boð flokkanna um að ganga til formlegra viðræðna. Fyrst þurfi hann að ræða við bakland sitt í flokknum og ræða stöðuna. Hann segir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar breyta landslaginu svo nokkru varði, sérstaklega í ljósi þess að Vinstri græn hafa lokað á allt mögulegt meirihlutasamstarf. Til að mynda meirihluta með Framsóknarflokki og Flokki fólksins þarf Sjálfstæðisflokkurinn einn borgarfulltrúa til, sem ekki fengist nema með aðkomu VG eða Viðreisnar. Það virðist nú svo gott sem útilokað. Engin pressa Einar telur ekki að með samvinnu flokkanna þriggja sé verið að þrýsta á hann að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum. „Við höfum fullt sjálfstæði til að taka okkar eigin ákvarðanir. Við getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni,“ segir Einar. Ef til viðræðna komi muni Framsókn nálgast þær af opnum huga en hafa að leiðarljósi skýrar áherslur um að borgarbúar vilji sjá breytingar. Augljós málefnagrundvöllur „Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla aðeins að melta þetta í rólegheitunum,“ segir Einar. Hann ítrekar að flokkurinn geti unnið til hægri jafnt sem vinstri, og telur að sjá megi málefnagrundvöll hjá Framsókn og flokkunum sem nú hafa myndað með sér bandalag. „Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn. Það er ekkert útilokað í þessum efnum. En nú þarf ég að ræða við mitt bakland,“ segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira