Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 14:55 Einar Þorsteinsson segir stöðuna gjörbreytta eftir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar um að bandalag með Samfylkingu og Pírötum væri eini kosturinn fyrir flokkinn. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. „Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Fyrr í dag lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, yfir áhuga hennar flokks, auk Samfylkingar og Pírata, á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. „Nú er bara einfaldlega, með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar, verið að fækka kostum Framsóknar um einn,“ segir Einar. Þar vísar hann til þess mögulega meirihluti sem Framsókn og Viðreisn gætu myndað með Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins. Ljóst er að sá meirihluti verður ekki myndaður ef bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata heldur. „Þá er bara komin ný staða í borginni,“ segir Einar. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort hann muni þiggja boð flokkanna um að ganga til formlegra viðræðna. Fyrst þurfi hann að ræða við bakland sitt í flokknum og ræða stöðuna. Hann segir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar breyta landslaginu svo nokkru varði, sérstaklega í ljósi þess að Vinstri græn hafa lokað á allt mögulegt meirihlutasamstarf. Til að mynda meirihluta með Framsóknarflokki og Flokki fólksins þarf Sjálfstæðisflokkurinn einn borgarfulltrúa til, sem ekki fengist nema með aðkomu VG eða Viðreisnar. Það virðist nú svo gott sem útilokað. Engin pressa Einar telur ekki að með samvinnu flokkanna þriggja sé verið að þrýsta á hann að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum. „Við höfum fullt sjálfstæði til að taka okkar eigin ákvarðanir. Við getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni,“ segir Einar. Ef til viðræðna komi muni Framsókn nálgast þær af opnum huga en hafa að leiðarljósi skýrar áherslur um að borgarbúar vilji sjá breytingar. Augljós málefnagrundvöllur „Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla aðeins að melta þetta í rólegheitunum,“ segir Einar. Hann ítrekar að flokkurinn geti unnið til hægri jafnt sem vinstri, og telur að sjá megi málefnagrundvöll hjá Framsókn og flokkunum sem nú hafa myndað með sér bandalag. „Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn. Það er ekkert útilokað í þessum efnum. En nú þarf ég að ræða við mitt bakland,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
„Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Fyrr í dag lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, yfir áhuga hennar flokks, auk Samfylkingar og Pírata, á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. „Nú er bara einfaldlega, með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar, verið að fækka kostum Framsóknar um einn,“ segir Einar. Þar vísar hann til þess mögulega meirihluti sem Framsókn og Viðreisn gætu myndað með Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins. Ljóst er að sá meirihluti verður ekki myndaður ef bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata heldur. „Þá er bara komin ný staða í borginni,“ segir Einar. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort hann muni þiggja boð flokkanna um að ganga til formlegra viðræðna. Fyrst þurfi hann að ræða við bakland sitt í flokknum og ræða stöðuna. Hann segir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar breyta landslaginu svo nokkru varði, sérstaklega í ljósi þess að Vinstri græn hafa lokað á allt mögulegt meirihlutasamstarf. Til að mynda meirihluta með Framsóknarflokki og Flokki fólksins þarf Sjálfstæðisflokkurinn einn borgarfulltrúa til, sem ekki fengist nema með aðkomu VG eða Viðreisnar. Það virðist nú svo gott sem útilokað. Engin pressa Einar telur ekki að með samvinnu flokkanna þriggja sé verið að þrýsta á hann að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum. „Við höfum fullt sjálfstæði til að taka okkar eigin ákvarðanir. Við getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni,“ segir Einar. Ef til viðræðna komi muni Framsókn nálgast þær af opnum huga en hafa að leiðarljósi skýrar áherslur um að borgarbúar vilji sjá breytingar. Augljós málefnagrundvöllur „Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla aðeins að melta þetta í rólegheitunum,“ segir Einar. Hann ítrekar að flokkurinn geti unnið til hægri jafnt sem vinstri, og telur að sjá megi málefnagrundvöll hjá Framsókn og flokkunum sem nú hafa myndað með sér bandalag. „Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn. Það er ekkert útilokað í þessum efnum. En nú þarf ég að ræða við mitt bakland,“ segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira