Flóaáveitan 100 ára – glæsilegt upplýsingaskilti afhjúpað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2022 21:04 Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum hélt kynngimagnaða ræða við athöfnina þar sem hann lýsti Flóaáveitunni og allri vinnunni í kringum hana. Guðmundur Stefánsson hlustar af athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjú hundruð kílómetrar af skurðum voru grafnir með höndunum um allan Flóann, sem náðu yfir tólf þúsund hektara lands, en það er upphaf Flóaáveitunnar, sem fagnar nú hundrað ára afmæli. Af því tilefni var boðið til hátíðar við Flóðgáttina. Það voru fjölmargir, sem mættu við Flóðgátt Flóaáveitunnar í Flóahreppi í gær á athöfn, sem boðað var til vegna afhjúpunar nýs upplýsingaskiltis á staðnum og 100 ára afmælisins. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Hátíðin var líka til minningar um Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands en hann elskaði Flóaáveituna og allt í kringum hana. Ekkja hans, Hildur Hákonardóttir afhjúpaði skiltið, sem Björn G. Björnsson hannaði og á heiðurinn af. Einnig fékk vegurinn að Flóðgáttinni nafn, Þórsvegur. „Það er óskaplega gaman að halda þessu, halda sögunni á lofti,“ segir Hildur alsæl með daginn. Við nýja skiltið, Guðmundur Stefánsson, Guðni Ágústsson, Hildur Hákonardóttir og Björn G. Björnsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson var viðburðarstjóri gærdagsins. „Þetta var kraftaverk, 300 kílómetrar voru grafnir með höndunum hér um allan Flóann af aflmiklum mönnum. Það var erfiðasta vinnan, sem menn á þeim tíma komust í, það var akkorðsvinna og ekki fyrir neina aumingja,“ sagði Guðni. Mikið af fróðlegum upplýsingum eru á skiltinu og myndir, sem segja meira en mörg orð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir afhjúpun skiltisins var farið að Flóðgáttinni sjálfri og þar opnað fyrir vatnið úr Hvítá og skurðir fylltir af vatni. „Flóinn var fátæktarsvæði í Árnessýslu. Í Ölfusi fengu ferðamenn vatn, í Flóanum undanrennu, upp á skeiðum mjólk og upp í hrepp rjóma. Þetta var mælikvarði á auðleg þessa héraðs,“ bætir Guðni við. Guðmundur Stefánsson að opna fyrir vatnið í Hvítá til að fá það til að renna í áveituskurðina. Ágúst Guðjónsson fylgist með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það voru fjölmargir, sem mættu við Flóðgátt Flóaáveitunnar í Flóahreppi í gær á athöfn, sem boðað var til vegna afhjúpunar nýs upplýsingaskiltis á staðnum og 100 ára afmælisins. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Hátíðin var líka til minningar um Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands en hann elskaði Flóaáveituna og allt í kringum hana. Ekkja hans, Hildur Hákonardóttir afhjúpaði skiltið, sem Björn G. Björnsson hannaði og á heiðurinn af. Einnig fékk vegurinn að Flóðgáttinni nafn, Þórsvegur. „Það er óskaplega gaman að halda þessu, halda sögunni á lofti,“ segir Hildur alsæl með daginn. Við nýja skiltið, Guðmundur Stefánsson, Guðni Ágústsson, Hildur Hákonardóttir og Björn G. Björnsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson var viðburðarstjóri gærdagsins. „Þetta var kraftaverk, 300 kílómetrar voru grafnir með höndunum hér um allan Flóann af aflmiklum mönnum. Það var erfiðasta vinnan, sem menn á þeim tíma komust í, það var akkorðsvinna og ekki fyrir neina aumingja,“ sagði Guðni. Mikið af fróðlegum upplýsingum eru á skiltinu og myndir, sem segja meira en mörg orð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir afhjúpun skiltisins var farið að Flóðgáttinni sjálfri og þar opnað fyrir vatnið úr Hvítá og skurðir fylltir af vatni. „Flóinn var fátæktarsvæði í Árnessýslu. Í Ölfusi fengu ferðamenn vatn, í Flóanum undanrennu, upp á skeiðum mjólk og upp í hrepp rjóma. Þetta var mælikvarði á auðleg þessa héraðs,“ bætir Guðni við. Guðmundur Stefánsson að opna fyrir vatnið í Hvítá til að fá það til að renna í áveituskurðina. Ágúst Guðjónsson fylgist með.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira