Flóaáveitan 100 ára – glæsilegt upplýsingaskilti afhjúpað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2022 21:04 Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum hélt kynngimagnaða ræða við athöfnina þar sem hann lýsti Flóaáveitunni og allri vinnunni í kringum hana. Guðmundur Stefánsson hlustar af athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjú hundruð kílómetrar af skurðum voru grafnir með höndunum um allan Flóann, sem náðu yfir tólf þúsund hektara lands, en það er upphaf Flóaáveitunnar, sem fagnar nú hundrað ára afmæli. Af því tilefni var boðið til hátíðar við Flóðgáttina. Það voru fjölmargir, sem mættu við Flóðgátt Flóaáveitunnar í Flóahreppi í gær á athöfn, sem boðað var til vegna afhjúpunar nýs upplýsingaskiltis á staðnum og 100 ára afmælisins. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Hátíðin var líka til minningar um Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands en hann elskaði Flóaáveituna og allt í kringum hana. Ekkja hans, Hildur Hákonardóttir afhjúpaði skiltið, sem Björn G. Björnsson hannaði og á heiðurinn af. Einnig fékk vegurinn að Flóðgáttinni nafn, Þórsvegur. „Það er óskaplega gaman að halda þessu, halda sögunni á lofti,“ segir Hildur alsæl með daginn. Við nýja skiltið, Guðmundur Stefánsson, Guðni Ágústsson, Hildur Hákonardóttir og Björn G. Björnsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson var viðburðarstjóri gærdagsins. „Þetta var kraftaverk, 300 kílómetrar voru grafnir með höndunum hér um allan Flóann af aflmiklum mönnum. Það var erfiðasta vinnan, sem menn á þeim tíma komust í, það var akkorðsvinna og ekki fyrir neina aumingja,“ sagði Guðni. Mikið af fróðlegum upplýsingum eru á skiltinu og myndir, sem segja meira en mörg orð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir afhjúpun skiltisins var farið að Flóðgáttinni sjálfri og þar opnað fyrir vatnið úr Hvítá og skurðir fylltir af vatni. „Flóinn var fátæktarsvæði í Árnessýslu. Í Ölfusi fengu ferðamenn vatn, í Flóanum undanrennu, upp á skeiðum mjólk og upp í hrepp rjóma. Þetta var mælikvarði á auðleg þessa héraðs,“ bætir Guðni við. Guðmundur Stefánsson að opna fyrir vatnið í Hvítá til að fá það til að renna í áveituskurðina. Ágúst Guðjónsson fylgist með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Það voru fjölmargir, sem mættu við Flóðgátt Flóaáveitunnar í Flóahreppi í gær á athöfn, sem boðað var til vegna afhjúpunar nýs upplýsingaskiltis á staðnum og 100 ára afmælisins. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Hátíðin var líka til minningar um Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands en hann elskaði Flóaáveituna og allt í kringum hana. Ekkja hans, Hildur Hákonardóttir afhjúpaði skiltið, sem Björn G. Björnsson hannaði og á heiðurinn af. Einnig fékk vegurinn að Flóðgáttinni nafn, Þórsvegur. „Það er óskaplega gaman að halda þessu, halda sögunni á lofti,“ segir Hildur alsæl með daginn. Við nýja skiltið, Guðmundur Stefánsson, Guðni Ágústsson, Hildur Hákonardóttir og Björn G. Björnsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson var viðburðarstjóri gærdagsins. „Þetta var kraftaverk, 300 kílómetrar voru grafnir með höndunum hér um allan Flóann af aflmiklum mönnum. Það var erfiðasta vinnan, sem menn á þeim tíma komust í, það var akkorðsvinna og ekki fyrir neina aumingja,“ sagði Guðni. Mikið af fróðlegum upplýsingum eru á skiltinu og myndir, sem segja meira en mörg orð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir afhjúpun skiltisins var farið að Flóðgáttinni sjálfri og þar opnað fyrir vatnið úr Hvítá og skurðir fylltir af vatni. „Flóinn var fátæktarsvæði í Árnessýslu. Í Ölfusi fengu ferðamenn vatn, í Flóanum undanrennu, upp á skeiðum mjólk og upp í hrepp rjóma. Þetta var mælikvarði á auðleg þessa héraðs,“ bætir Guðni við. Guðmundur Stefánsson að opna fyrir vatnið í Hvítá til að fá það til að renna í áveituskurðina. Ágúst Guðjónsson fylgist með.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira