Hvenær fá konur bara að vera í friði? Stefanía Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2022 10:01 Að kona fái að ráða yfir sínum líkama er sumum framandi hugmynd. Enn eru til menn í þessum heimi sem telja það rétt sinn að stunda mök við konur án þeirra samþykkis. Það eru enn til menn sem telja það líka rétt sinn að ákveða hvort kona gangi með barn eða ekki. Það eru enn til menn sem vilja setja lög um líkama kvenna. Það er ekki langt síðan að við þurftum að berjast hér á Íslandi fyrir þeim rétti að ráða yfir okkar eigin líkama. Löggjöf um þungunarof fór í gegnum Alþingi en þar voru meira að segja ráðherrar í ríkisstjórn, nokkrir formenn stjórnmálaflokka sem kusu gegn því að konur hafi rétt yfir sínum eigin líkama. Þannig áður en við hugsum þetta er ekki svona á Íslandi munum þá bara að það er fólk, fólk í ábyrgðarstöðum sem vill ekki leyfa konum að hafa vald yfir líkömum sínum. Þungunarrof fyrir getnað? Við höfum undanfarið heyrt fréttir af væntanlegri niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við Roe v Wade sem er þekktur dómur fyrir það að hann staðfestir að frelsi kvenna að ráða því hvort þær fari í þungunarrof. Ríki Bandaríkjanna mega því ekki setja lög sem skerða þetta frelsi. Nú er líklegt að þetta breytist og hoppaði Oklahoma á vagninn og samþykkti hörðustu löggjöf í Bandaríkjunum þegar kemur að þungarrofi. Lögin verða þess eðlis að það er bannað að fara í þungunarrof eftir getnað, (það mætti kannski segja þessum körlum að enginn fer í þungunarrof fyrir getnað). Þungunarof er leyft ef konu er nauðgað eða ef um barnaníð sé að ræða en bara, athugið bara ef það er kært til lögreglu. Kona eða barn sem sagt þarf ekki bara að taka ákvörðun um hvort hún fari í þungunarof heldur þarf hún líka að kæra líklega einhvern nákominn. Við verðum að muna að allir þeir sem vinna gegn konum eru ekki gamlir karlar með heygafla. Oklahoma er bara frekar venjulegt fylki í Bandaríkjunum, þar er meira að segja sérstakt safn sem fagnar kvenkyns frumkvöðlum. Hugmyndafræði safnsins er á þá leið að ef þau hefðu ekki átt þessar frumkvöðla konur sem hafa sett svip sinn á Bandaríkin í gegnum árin þá væru þau ekki Bandaríkin sem þau eru í dag. Mikið vildi ég að þau myndu muna að hafa þessar konur í huga þegar þau banna konum að fara í þungunarrof þó þær vilji ekki ganga með barn. Best í jafnrétti? Árið 2019 voru 18 þingmenn sem kusu gegn þungunarrofs lögunum 2019 á Alþingi Íslendinga. Við fögnum því ítrekað að vera í fyrsta sæti í jafnrétti í heiminum. En þýðir það að allt sé bara frábært hér? Nei svo sannarlega ekki. Á Íslandi er enn kynbundið ofbeldi, kynbundinn launamunur og byrði kvenna í samfélaginu er langt frá því að vera sú sama og karla. Við erum í fyrsta sæti því hin eru ekki góð í jafnrétti, við erum bara aðeins betri í því. Við erum fremst meðal jafningja ekki fremst meðal jafnréttissinna. Og höfum í huga að ef við pössum okkur ekki t.d. þegar við kjósum fulltrúa okkar í kosningum þá getum við hratt fallið niður úr fyrsta sæti. Framtíð okkar gæti verið sá raunveruleiki sem blasir við konum í Oklahoma eða í Bandaríkjunum ef við vöndum okkur ekki við val á fulltrúum okkar. Það þurfti bara að kjósa einn hræðilegan forseta í Bandaríkjunum og staðan gjörbreyttist fyrir allar konur þar í landi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Að kona fái að ráða yfir sínum líkama er sumum framandi hugmynd. Enn eru til menn í þessum heimi sem telja það rétt sinn að stunda mök við konur án þeirra samþykkis. Það eru enn til menn sem telja það líka rétt sinn að ákveða hvort kona gangi með barn eða ekki. Það eru enn til menn sem vilja setja lög um líkama kvenna. Það er ekki langt síðan að við þurftum að berjast hér á Íslandi fyrir þeim rétti að ráða yfir okkar eigin líkama. Löggjöf um þungunarof fór í gegnum Alþingi en þar voru meira að segja ráðherrar í ríkisstjórn, nokkrir formenn stjórnmálaflokka sem kusu gegn því að konur hafi rétt yfir sínum eigin líkama. Þannig áður en við hugsum þetta er ekki svona á Íslandi munum þá bara að það er fólk, fólk í ábyrgðarstöðum sem vill ekki leyfa konum að hafa vald yfir líkömum sínum. Þungunarrof fyrir getnað? Við höfum undanfarið heyrt fréttir af væntanlegri niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við Roe v Wade sem er þekktur dómur fyrir það að hann staðfestir að frelsi kvenna að ráða því hvort þær fari í þungunarrof. Ríki Bandaríkjanna mega því ekki setja lög sem skerða þetta frelsi. Nú er líklegt að þetta breytist og hoppaði Oklahoma á vagninn og samþykkti hörðustu löggjöf í Bandaríkjunum þegar kemur að þungarrofi. Lögin verða þess eðlis að það er bannað að fara í þungunarrof eftir getnað, (það mætti kannski segja þessum körlum að enginn fer í þungunarrof fyrir getnað). Þungunarof er leyft ef konu er nauðgað eða ef um barnaníð sé að ræða en bara, athugið bara ef það er kært til lögreglu. Kona eða barn sem sagt þarf ekki bara að taka ákvörðun um hvort hún fari í þungunarof heldur þarf hún líka að kæra líklega einhvern nákominn. Við verðum að muna að allir þeir sem vinna gegn konum eru ekki gamlir karlar með heygafla. Oklahoma er bara frekar venjulegt fylki í Bandaríkjunum, þar er meira að segja sérstakt safn sem fagnar kvenkyns frumkvöðlum. Hugmyndafræði safnsins er á þá leið að ef þau hefðu ekki átt þessar frumkvöðla konur sem hafa sett svip sinn á Bandaríkin í gegnum árin þá væru þau ekki Bandaríkin sem þau eru í dag. Mikið vildi ég að þau myndu muna að hafa þessar konur í huga þegar þau banna konum að fara í þungunarrof þó þær vilji ekki ganga með barn. Best í jafnrétti? Árið 2019 voru 18 þingmenn sem kusu gegn þungunarrofs lögunum 2019 á Alþingi Íslendinga. Við fögnum því ítrekað að vera í fyrsta sæti í jafnrétti í heiminum. En þýðir það að allt sé bara frábært hér? Nei svo sannarlega ekki. Á Íslandi er enn kynbundið ofbeldi, kynbundinn launamunur og byrði kvenna í samfélaginu er langt frá því að vera sú sama og karla. Við erum í fyrsta sæti því hin eru ekki góð í jafnrétti, við erum bara aðeins betri í því. Við erum fremst meðal jafningja ekki fremst meðal jafnréttissinna. Og höfum í huga að ef við pössum okkur ekki t.d. þegar við kjósum fulltrúa okkar í kosningum þá getum við hratt fallið niður úr fyrsta sæti. Framtíð okkar gæti verið sá raunveruleiki sem blasir við konum í Oklahoma eða í Bandaríkjunum ef við vöndum okkur ekki við val á fulltrúum okkar. Það þurfti bara að kjósa einn hræðilegan forseta í Bandaríkjunum og staðan gjörbreyttist fyrir allar konur þar í landi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun