Vonast enn til að Musk taki þátt í baráttunni gegn hungri Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 15:25 Musk þóttist tilbúinn að gefa matvælaaðstoð SÞ milljarða dollara í fyrra en svo heyrðist aldrei múkk frá honum meir. Vísir/Getty Yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segist enn vonast til þess að milljarðamæringurinn Elon Musk leggi baráttunni gegn hungri í heiminum lið þrátt fyrir að þeir hafi engin samskipti haft frá samfélagsmiðladeilu þeirra fyrir ári. Musk sagðist tilbúinn að selja hlutabréf í Tesla, rafbílafyrirtæki sínu, fyrir sex milljarða dollara og gefa þá til matvælaaðstoðarinnar ef stofnunin veitti honum frekari upplýsingar um hvernig hún nýtti fjárveitingar sínar í fyrra. Það gerði hann í Twitter-rifrildi við David Beasley, yfirmann matvælaaðstoðarinnar. Beasley var spurður út í samskipti sín við Musk í pallborðsumræðum á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Sagðist hann tilbúinn að setjast niður og ræða hugmyndir Musk en hann hefði þó ekki átt nein bein samskipti við hann frá því í fyrra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það er margt auðugt fólk í heiminum sem getur lagt meira til, ekki bara Elon. En vonandi getum við enn fengið hann til að leggja meira til,“ sagði Beasley. Musk virðist þó hafa í mörg önnur horn að líta þessa dagana. Hann reynir nú að komast undan kauptilboði sem hann gerði í samfélagsmiðilinn Twitter sem var vettvangur deilu hans við Beasley. Þá birtust fyrir helgi fréttir af því að SpaceX, geimferðafyrirtæki Musk, hefði greitt flugfreyju sem starfaði fyrir fyrirtækið fyrir að þegja um meinta kynferðislega áreitni hans. Sagði flugfreyjan að Musk hefði berað lim sinn fyrir framan hana og boðið henni hest í skiptum fyrir kynferðislegan greiða. Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07 Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Musk sagðist tilbúinn að selja hlutabréf í Tesla, rafbílafyrirtæki sínu, fyrir sex milljarða dollara og gefa þá til matvælaaðstoðarinnar ef stofnunin veitti honum frekari upplýsingar um hvernig hún nýtti fjárveitingar sínar í fyrra. Það gerði hann í Twitter-rifrildi við David Beasley, yfirmann matvælaaðstoðarinnar. Beasley var spurður út í samskipti sín við Musk í pallborðsumræðum á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Sagðist hann tilbúinn að setjast niður og ræða hugmyndir Musk en hann hefði þó ekki átt nein bein samskipti við hann frá því í fyrra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það er margt auðugt fólk í heiminum sem getur lagt meira til, ekki bara Elon. En vonandi getum við enn fengið hann til að leggja meira til,“ sagði Beasley. Musk virðist þó hafa í mörg önnur horn að líta þessa dagana. Hann reynir nú að komast undan kauptilboði sem hann gerði í samfélagsmiðilinn Twitter sem var vettvangur deilu hans við Beasley. Þá birtust fyrir helgi fréttir af því að SpaceX, geimferðafyrirtæki Musk, hefði greitt flugfreyju sem starfaði fyrir fyrirtækið fyrir að þegja um meinta kynferðislega áreitni hans. Sagði flugfreyjan að Musk hefði berað lim sinn fyrir framan hana og boðið henni hest í skiptum fyrir kynferðislegan greiða.
Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07 Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07
Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11
Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40