Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 10:06 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum til meirihlutaviðræðna í borginni. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Flokkurinn boðar sömuleiðis til blaðamannafundar í Grósku klukkan 11:00 þar sem oddvitar flokkanna eru tilbúnir til að svara spurningum fjölmiðla. Þetta eru fyrstu formlegu viðræðurnar sem boðað hefur verið til í borginni eftir að niðurstöður sveitarstjórnarkosninga lágu fyrir fyrir rúmri viku síðan. Framsóknarflokkurinn hefur verið í lykilstöðu og vangaveltur verið uppi um það hvort flokkurinn færi í meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata sem lýstu því yfir í liðinni viku að ætla að halda saman fyrst um sinn í viðræðum, eða við Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka sem til þyrftu til að mynda meirihluta þar. Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fundi í gærkvöldi og hefur grasrót flokksins í Reykjavík kallað eftir því að skýlaus krafa verði um borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar viðræður við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins í borginni sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að honum þyki ekki skynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Flokkurinn boðar sömuleiðis til blaðamannafundar í Grósku klukkan 11:00 þar sem oddvitar flokkanna eru tilbúnir til að svara spurningum fjölmiðla. Þetta eru fyrstu formlegu viðræðurnar sem boðað hefur verið til í borginni eftir að niðurstöður sveitarstjórnarkosninga lágu fyrir fyrir rúmri viku síðan. Framsóknarflokkurinn hefur verið í lykilstöðu og vangaveltur verið uppi um það hvort flokkurinn færi í meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata sem lýstu því yfir í liðinni viku að ætla að halda saman fyrst um sinn í viðræðum, eða við Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka sem til þyrftu til að mynda meirihluta þar. Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fundi í gærkvöldi og hefur grasrót flokksins í Reykjavík kallað eftir því að skýlaus krafa verði um borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar viðræður við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins í borginni sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að honum þyki ekki skynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira