Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2022 12:05 Bíó kropp í verslun. Umbúðirnar segja þeim sem eru ekki reiprennandi í ensku margt um bragðtegundina. Vísir/Kjartan Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku. Áhugamenn um íslenskt mál eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emirítus í íslenski málfræði við Háskóla Íslands, ráku upp stór augu þegar þeir sáu umbúðir utan um svonefnt „Bíó kropp“ frá Nóa Síríus. Umbúðirnar eru á íslensku að öðru leyti en að bragðtegundin er kölluð „butter & salt“, smjör og salt á íslensku. Eiríkur skoraði á Nóa Síríus að breyta umbúðunum í Facebook-hópnum Málspjall á dögunum. Skömmu síðar greindi hann frá því að fyrirtækið hefði sett sig í samband við hann og beðist afsökunar á „klaufalegu málfari“. Bar það fyrir sig að kex sem væri notað í sælgætið kæmi til þess merkt á ensku og það hafi þótt passa vel við vöruna. „Við munum passa okkur betur á þessu í framtíðinni,“ hafði Eiríkur eftir skeytinu sem hann fékk. Eiríkur hafði rétt fyrir sér á endanum Ekkert kom þó fram um hvort að fyrirtækið ætlaði að bregðast við og breyta umbúðunum. Í ummælum í Facebook-hópnum sagðist Eiríkur telja ólíklegt að sú yrði raunin og að það væri slæmt. Eiríkur átti kollgátuna. Nói Síríus staðfestir í skriflegu svari til Vísi að ekki standi til að breyta umbúðunum. „Þessi vara er ein af sumarvörunum okkar í ár og var framleidd í takmörkuðu magni. Við erum búin að dreifa nánast öllu magninu í verslanir og náum við þar af leiðandi ekki að breyta umbúðunum að þessu sinni,“ segir í svarinu. Horft hafi verið til þess að tengja vöruna við bíó- og poppstemmningu. „Sú ákvörðun að vísa í heitið á kexinu Butter & salt var því hugsanlega ekki hugsuð alla leið,“ segir Nói Síríus ennfremur. Í annarri færslu eftir að Nói Síríus sendi svar sitt til Vísis út sem yfirlýsingu sagði Eiríkur svör fyrirtækisins lýsandi fyrir þau ómeðvituðu viðhorf gagnvart íslensku og ensku sem séu alltof rík í fólki. „En þetta mál sýnir að það skiptir máli að gera athugasemdir þegar okkur finnst íslenskan fara halloka fyrir ensku,“ skrifar hann. Matur Íslenska á tækniöld Neytendur Sælgæti Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Áhugamenn um íslenskt mál eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emirítus í íslenski málfræði við Háskóla Íslands, ráku upp stór augu þegar þeir sáu umbúðir utan um svonefnt „Bíó kropp“ frá Nóa Síríus. Umbúðirnar eru á íslensku að öðru leyti en að bragðtegundin er kölluð „butter & salt“, smjör og salt á íslensku. Eiríkur skoraði á Nóa Síríus að breyta umbúðunum í Facebook-hópnum Málspjall á dögunum. Skömmu síðar greindi hann frá því að fyrirtækið hefði sett sig í samband við hann og beðist afsökunar á „klaufalegu málfari“. Bar það fyrir sig að kex sem væri notað í sælgætið kæmi til þess merkt á ensku og það hafi þótt passa vel við vöruna. „Við munum passa okkur betur á þessu í framtíðinni,“ hafði Eiríkur eftir skeytinu sem hann fékk. Eiríkur hafði rétt fyrir sér á endanum Ekkert kom þó fram um hvort að fyrirtækið ætlaði að bregðast við og breyta umbúðunum. Í ummælum í Facebook-hópnum sagðist Eiríkur telja ólíklegt að sú yrði raunin og að það væri slæmt. Eiríkur átti kollgátuna. Nói Síríus staðfestir í skriflegu svari til Vísi að ekki standi til að breyta umbúðunum. „Þessi vara er ein af sumarvörunum okkar í ár og var framleidd í takmörkuðu magni. Við erum búin að dreifa nánast öllu magninu í verslanir og náum við þar af leiðandi ekki að breyta umbúðunum að þessu sinni,“ segir í svarinu. Horft hafi verið til þess að tengja vöruna við bíó- og poppstemmningu. „Sú ákvörðun að vísa í heitið á kexinu Butter & salt var því hugsanlega ekki hugsuð alla leið,“ segir Nói Síríus ennfremur. Í annarri færslu eftir að Nói Síríus sendi svar sitt til Vísis út sem yfirlýsingu sagði Eiríkur svör fyrirtækisins lýsandi fyrir þau ómeðvituðu viðhorf gagnvart íslensku og ensku sem séu alltof rík í fólki. „En þetta mál sýnir að það skiptir máli að gera athugasemdir þegar okkur finnst íslenskan fara halloka fyrir ensku,“ skrifar hann.
Matur Íslenska á tækniöld Neytendur Sælgæti Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira