Bakslag hjá Birnu: „Sumt fólk lærir víst aldrei“ Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2022 16:01 Birna Berg Haraldsdóttir þurfti að fara í aðra hnéaðgerð en er jákvæð eftir hana og stefnir á að geta spilað fyrsta leik á nýju tímabili í haust. Instagram/@birnaberg Skyttan öfluga Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, segist hafa flýtt sér um of í endurhæfingunni eftir krossbandsslit í hné og þurfi að muna að sýna meiri þolinmæði. Birna sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum í september síðastliðnum og missti því af nær allri leiktíðinni með ÍBV. Hún virtist á mjög góðum batavegi í vor en varð á endanum að fara í aðra, minni háttar aðgerð eftir að hafa farið fram úr sér, eins og hún orðar það sjálf í samtali við handbolta.is. Í seinni aðgerðinni var örvefur fjarlægður úr hnénu sem valdið hafði Birnu miklum verkjum sem hún hugðist í fyrstu ætla að leiða hjá sér. Birna birti mynd af sér úr sjúkrarúminu á Instagram eftir aðgerðina og skrifaði: „Því miður er þetta ekki gömul mynd til upprifjunar. Ég fékk smá bakslag í endurhæfinguna vegna krossbandsslitanna en vonandi er búið að bæta úr því núna. Þetta var áminning fyrir mig um að stoppa þegar ég fer yfir strikið og sýna meiri þolinmæði, en sumt fólk lærir víst aldrei. Það er bara svo erfitt þegar maður þráir eitthvað svo mikið.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Berg Haraldsdo ttir (@birnaberg) Án Birnu féll ÍBV úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir 3-0 tap gegn Fram. Birna kveðst í samtali við handbolta.is áfram setja stefnuna á að vera tilbúin í fyrst aleik á næsta tímabili en bætir við: „Þó að markmiðið sé áfram að vera klár í fyrsta leik á næsta tímabili verð ég líka aðeins að hugsa til lengri tíma ef ég ætla að spila handbolta í eins mörg ár og ég vil.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Birna sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum í september síðastliðnum og missti því af nær allri leiktíðinni með ÍBV. Hún virtist á mjög góðum batavegi í vor en varð á endanum að fara í aðra, minni háttar aðgerð eftir að hafa farið fram úr sér, eins og hún orðar það sjálf í samtali við handbolta.is. Í seinni aðgerðinni var örvefur fjarlægður úr hnénu sem valdið hafði Birnu miklum verkjum sem hún hugðist í fyrstu ætla að leiða hjá sér. Birna birti mynd af sér úr sjúkrarúminu á Instagram eftir aðgerðina og skrifaði: „Því miður er þetta ekki gömul mynd til upprifjunar. Ég fékk smá bakslag í endurhæfinguna vegna krossbandsslitanna en vonandi er búið að bæta úr því núna. Þetta var áminning fyrir mig um að stoppa þegar ég fer yfir strikið og sýna meiri þolinmæði, en sumt fólk lærir víst aldrei. Það er bara svo erfitt þegar maður þráir eitthvað svo mikið.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Berg Haraldsdo ttir (@birnaberg) Án Birnu féll ÍBV úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir 3-0 tap gegn Fram. Birna kveðst í samtali við handbolta.is áfram setja stefnuna á að vera tilbúin í fyrst aleik á næsta tímabili en bætir við: „Þó að markmiðið sé áfram að vera klár í fyrsta leik á næsta tímabili verð ég líka aðeins að hugsa til lengri tíma ef ég ætla að spila handbolta í eins mörg ár og ég vil.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira