Atkvæðagreiðlan var leynileg en Tedros var einn í framboði. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, tilkynnti á Twitter að Tedros hefði fengið 155 af 160 atkvæðum.
Reuters-fréttastofan segir að kosningu Tedros hafi verið tekið með dúndrandi lófataki á Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf. Forsetinn þingsins hafi þurft að beita fundarhamri sínum ítrekað til að koma ró á salinn.
WHO sætti nokkurri gagnrýni, sérstaklega í upphafi kórónuveirufaraldursins, fyrir meinta undirgefni við kínversk stjórnvöld. Þau leyfðu rannsakendum WHO meðal annars aldrei að rannsaka upptök faraldursins í Wuhan-héraði til hlýtar.