Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 16:22 Um er að ræða eina fárra afsteypa sem til er af getnaðarlim Hendrix. Walter Iooss Jr./Getty Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. Albritton lést 21. apríl síðastliðinn, 74 ára að aldri. Albritton vann sér það til frægðar að hafa sankað að sér tugum reðurafsteypa, allar afsteypur af getnaðarlimum víðfrægra manna. Fram kemur í frétt Loudwire um málið að auk þess að eiga afsteypu af stinnum getnaðarlim Hendrix hafi Albritton átt afsteypu af getnaðarlimum ýmissa frægra rokkara, þar á meðal Wayne Kramer gítarleikara MC5, Jello Biafra söngvara Dead Kennedys og Pete Shelley söngvara og gítarleikara Buzzcocks. Samkvæmt Loudwire verður afsteypan sett upp á safninu í júní, svo allir fái að sjá. Jimi Hendrix er þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar en hann lést í Lundúnum í september 1970, þá aðeins 27 ára gamall. https://t.co/5bB3AHU2KL— Phallological Museum (@Phallusmuseum) May 24, 2022 Hendrix var fyrsta rokkstjarnan sem leyfði Albritton að gera afsteypu af getnaðarlim sínum en hún sagði í viðtali við Rock Scene fyrir áratugi síðan að hún hafi æft sig að gera reðurafsteypur af „almennum borgurum“ áður en hún mætti Hendrix. „Jimi Hendrix var að koma í bæinn. Hann var fyrsta alvöru rokkstjarnan mín, sem ég fékk að taka afsteypu af og það var ótrúlegt. Við vorum þeir aðdáendur sem komumst fyrstir á hótelið og við vorum einar á herberginu hjá Hendrix. Þetta var ekki fyrsta afsteypan mín, ég hafði æft mig á nokkrum almennum borgurum til þess að vera tilbúin fyrir Jimi,“ sagði Albritton í viðtalinu. „Hann er minn stærsti. Nei, ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru eiginlega stærri. En ég get ekki sagt til um það hvort hann sé sá sem var mest spennandi. Vegna þess að þeir eru allir börnin mín og ég er mamma þeirra og ég geri ekki upp á milli barnanna minna. Ég á engan uppáhalds. Ég elska þá alla. Allar mínar upplifanir voru jafn spennandi og skrítnar og engin eins,“ sagði Albritton. Söfn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Albritton lést 21. apríl síðastliðinn, 74 ára að aldri. Albritton vann sér það til frægðar að hafa sankað að sér tugum reðurafsteypa, allar afsteypur af getnaðarlimum víðfrægra manna. Fram kemur í frétt Loudwire um málið að auk þess að eiga afsteypu af stinnum getnaðarlim Hendrix hafi Albritton átt afsteypu af getnaðarlimum ýmissa frægra rokkara, þar á meðal Wayne Kramer gítarleikara MC5, Jello Biafra söngvara Dead Kennedys og Pete Shelley söngvara og gítarleikara Buzzcocks. Samkvæmt Loudwire verður afsteypan sett upp á safninu í júní, svo allir fái að sjá. Jimi Hendrix er þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar en hann lést í Lundúnum í september 1970, þá aðeins 27 ára gamall. https://t.co/5bB3AHU2KL— Phallological Museum (@Phallusmuseum) May 24, 2022 Hendrix var fyrsta rokkstjarnan sem leyfði Albritton að gera afsteypu af getnaðarlim sínum en hún sagði í viðtali við Rock Scene fyrir áratugi síðan að hún hafi æft sig að gera reðurafsteypur af „almennum borgurum“ áður en hún mætti Hendrix. „Jimi Hendrix var að koma í bæinn. Hann var fyrsta alvöru rokkstjarnan mín, sem ég fékk að taka afsteypu af og það var ótrúlegt. Við vorum þeir aðdáendur sem komumst fyrstir á hótelið og við vorum einar á herberginu hjá Hendrix. Þetta var ekki fyrsta afsteypan mín, ég hafði æft mig á nokkrum almennum borgurum til þess að vera tilbúin fyrir Jimi,“ sagði Albritton í viðtalinu. „Hann er minn stærsti. Nei, ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru eiginlega stærri. En ég get ekki sagt til um það hvort hann sé sá sem var mest spennandi. Vegna þess að þeir eru allir börnin mín og ég er mamma þeirra og ég geri ekki upp á milli barnanna minna. Ég á engan uppáhalds. Ég elska þá alla. Allar mínar upplifanir voru jafn spennandi og skrítnar og engin eins,“ sagði Albritton.
Söfn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira