69 prósent sjúklinga á lífi fimm árum eftir aðgerð Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 09:29 Verkefnið var unnið við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá einstaklingum með hjartabilun er góður hér á landi og á pari við sérhæfðari og stærri hjartaskurðdeildir í nágrannalöndum. Langtímaárangur þeirra er ekki síst góður en notkun miðlægra gagnagrunna gerir það að verkum að betri aðstæður eru hér til að kanna langtímafylgikvilla og lifun eftir stórar aðgerðir en víða erlendis. Þetta er niðurstaða nýrrar íslenskrar rannsóknar. Þrátt fyrir að sjúklingar með alvarlega hjartabilun hafi reynst vera með marktækt lakari langtímalifun en sjúklingar sem ekki glíma við hjartabilun, var lifun þeirra engu að síður góð í erlendum samanburði en 69% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir kransæðahjáveituaðgerð. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöðurnar voru birtar í grein vísindamanna HÍ og samstarfsfólks í nýjasta tölublaði fræðiritsins Interactive CardioVascular and Thoracic Surgery. Skoðuðu aðgerðir framkvæmdar á sextán ára tímabili Rannsóknin náði til 2.005 sjúklinga sem gengust undir kranæðahjáveitu á árunum 2000 til 2016 á Íslandi og var sjúklingum skipt í tvo hópa eftir því hvort samdráttur í vinstri slegli hjartans var skertur eða ekki. Meðalaldur sjúklinga var 66 ár og voru konur tæplega 20% sjúklinganna. Skammtímafylgikvillar og þrjátíu daga dánartíðni var umtalsvert hærri í hjartabilunarhópnum en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi og fimm ára lifun þeirra þrefalt lakari, eða 69% á móti 91%. „Rannsóknin sýnir að hægt er að framkvæma umfangsmikla skurðaðgerð eins og kransæðahjáveitu hjá sjúklingum með veikt hjarta þar sem árangur slíkra aðgerða, ekki síst til lengri tíma, stenst samanburð við stærri og sérhæfðari sjúkrahús erlendis.“ Að sögn höfunda telst árangur aðgerðanna vera góður í alþjóðlegum samanburði. Niðurstöðurnar séu jákvæðar fyrir þá sem koma að meðferðinni hérlendis en þó sérstaklega fyrir einstaklinga með hjartabilun sem þurfi kransæðahjáveitu og aðstandendur þeirra. Fyrsti höfundur greinarinnar er Helga Björk Brynjarsdóttir, sérnámslæknir í gigtarlækningum við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð. Leiðbeinandi hennar í verkefninu, sem unnið var við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, var Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor við Læknadeild HÍ. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Langtímaárangur þeirra er ekki síst góður en notkun miðlægra gagnagrunna gerir það að verkum að betri aðstæður eru hér til að kanna langtímafylgikvilla og lifun eftir stórar aðgerðir en víða erlendis. Þetta er niðurstaða nýrrar íslenskrar rannsóknar. Þrátt fyrir að sjúklingar með alvarlega hjartabilun hafi reynst vera með marktækt lakari langtímalifun en sjúklingar sem ekki glíma við hjartabilun, var lifun þeirra engu að síður góð í erlendum samanburði en 69% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir kransæðahjáveituaðgerð. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöðurnar voru birtar í grein vísindamanna HÍ og samstarfsfólks í nýjasta tölublaði fræðiritsins Interactive CardioVascular and Thoracic Surgery. Skoðuðu aðgerðir framkvæmdar á sextán ára tímabili Rannsóknin náði til 2.005 sjúklinga sem gengust undir kranæðahjáveitu á árunum 2000 til 2016 á Íslandi og var sjúklingum skipt í tvo hópa eftir því hvort samdráttur í vinstri slegli hjartans var skertur eða ekki. Meðalaldur sjúklinga var 66 ár og voru konur tæplega 20% sjúklinganna. Skammtímafylgikvillar og þrjátíu daga dánartíðni var umtalsvert hærri í hjartabilunarhópnum en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi og fimm ára lifun þeirra þrefalt lakari, eða 69% á móti 91%. „Rannsóknin sýnir að hægt er að framkvæma umfangsmikla skurðaðgerð eins og kransæðahjáveitu hjá sjúklingum með veikt hjarta þar sem árangur slíkra aðgerða, ekki síst til lengri tíma, stenst samanburð við stærri og sérhæfðari sjúkrahús erlendis.“ Að sögn höfunda telst árangur aðgerðanna vera góður í alþjóðlegum samanburði. Niðurstöðurnar séu jákvæðar fyrir þá sem koma að meðferðinni hérlendis en þó sérstaklega fyrir einstaklinga með hjartabilun sem þurfi kransæðahjáveitu og aðstandendur þeirra. Fyrsti höfundur greinarinnar er Helga Björk Brynjarsdóttir, sérnámslæknir í gigtarlækningum við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð. Leiðbeinandi hennar í verkefninu, sem unnið var við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, var Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor við Læknadeild HÍ.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira