„Við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 10:45 Uvalde í Texas er heimabær Matthew McConaughey. Gary Miller/Getty Images Bandaríski stórleikarinn Matthew McConaughey hefur tjáð sig um skelfilegu skotárásina sem átti sér stað í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas í gær en bærinn er heimabær McConaughey. Skotárásin, sem átti sér stað í Robb grunnskólanum í bænum, er ein sú mannskæðasta á síðari árum í Bandaríkjunum en að minnsta kosti nítján börn á aldrinum sjö til tíu ára og tveir fullorðnir féllu. Uvalde er smábær í Suður-Texas einungis rúmum 80 kílómetrum frá landamærum Mexíkó en íbuar bæjarins telja um 15 þúsund. Faraldur sem við getum stjórnað „Enn og aftur höfum við sannað að við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur,“ segir McConaughey í færslu á Twitter síðu sinni. Hann kallar eftir því að Bandaríkjamenn líti í spegil og átti sig á þeim fórnum sem færa megi til að gera morgundaginn að öruggari stað. „Við megum ekki andvarpa enn einu sinni, afsaka og taka þessum skelfilega raunveruleika sem sjálfsögðum hlut.“ „Þetta er faraldur sem við getum stjórnað, sama hvar við stöndum vitum við að við getum gert betur. Við verðum að geta betur. Aðgerða er þörf svo ekkert foreldri muni þurfa að upplifa það sem foreldrar barnanna í Uvalde hafa gengið í gegnum“ segir í yfirlýsingu McConaughey sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Uvalde, Texas, USA. pic.twitter.com/0iULRGtREm— Matthew McConaughey (@McConaughey) May 25, 2022 Minntist ekki á byssur Í athugasemdum við færslu sína er McConaughey þó gagnrýndur fyrir að minnast ekki einu orði á hið raunverulega vandamál, nefnilega byssurnar. Ekki sé heldur fyrir að fara neinu ákalli um breytingar á löggjöf í færslunni. say “guns,” Matt. It’s ok. you can say it. say what the problem is.— Casey Cwynar (@CaseyCwynar) May 25, 2022 This is beautifully written, Sir, but it would really help to include a clear call-to-action. Which policies do you feel a consensus can build around? Which do you most support? Are there gun reform leaders you follow? Folks could benefit from that direction and pursue change.— Charlotte Clymer 🏳️⚧️🇺🇦 (@cmclymer) May 25, 2022 Ekki var sama hlutleysisyfirbragð í ávarpi Steve Kerr, þjálfara NBA-liðsins Golden State Warriors, á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann eftir ýmsum umbótum í byssulöggjöf og gagnrýndi þá öldungardeildarþingmenn Bandaríkjaþings sem ekki eru hlynntir breytingunum. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira
Skotárásin, sem átti sér stað í Robb grunnskólanum í bænum, er ein sú mannskæðasta á síðari árum í Bandaríkjunum en að minnsta kosti nítján börn á aldrinum sjö til tíu ára og tveir fullorðnir féllu. Uvalde er smábær í Suður-Texas einungis rúmum 80 kílómetrum frá landamærum Mexíkó en íbuar bæjarins telja um 15 þúsund. Faraldur sem við getum stjórnað „Enn og aftur höfum við sannað að við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur,“ segir McConaughey í færslu á Twitter síðu sinni. Hann kallar eftir því að Bandaríkjamenn líti í spegil og átti sig á þeim fórnum sem færa megi til að gera morgundaginn að öruggari stað. „Við megum ekki andvarpa enn einu sinni, afsaka og taka þessum skelfilega raunveruleika sem sjálfsögðum hlut.“ „Þetta er faraldur sem við getum stjórnað, sama hvar við stöndum vitum við að við getum gert betur. Við verðum að geta betur. Aðgerða er þörf svo ekkert foreldri muni þurfa að upplifa það sem foreldrar barnanna í Uvalde hafa gengið í gegnum“ segir í yfirlýsingu McConaughey sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Uvalde, Texas, USA. pic.twitter.com/0iULRGtREm— Matthew McConaughey (@McConaughey) May 25, 2022 Minntist ekki á byssur Í athugasemdum við færslu sína er McConaughey þó gagnrýndur fyrir að minnast ekki einu orði á hið raunverulega vandamál, nefnilega byssurnar. Ekki sé heldur fyrir að fara neinu ákalli um breytingar á löggjöf í færslunni. say “guns,” Matt. It’s ok. you can say it. say what the problem is.— Casey Cwynar (@CaseyCwynar) May 25, 2022 This is beautifully written, Sir, but it would really help to include a clear call-to-action. Which policies do you feel a consensus can build around? Which do you most support? Are there gun reform leaders you follow? Folks could benefit from that direction and pursue change.— Charlotte Clymer 🏳️⚧️🇺🇦 (@cmclymer) May 25, 2022 Ekki var sama hlutleysisyfirbragð í ávarpi Steve Kerr, þjálfara NBA-liðsins Golden State Warriors, á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann eftir ýmsum umbótum í byssulöggjöf og gagnrýndi þá öldungardeildarþingmenn Bandaríkjaþings sem ekki eru hlynntir breytingunum.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27