Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 14:01 Á meðan breskur almenningur mátti dúsa heima, jafnvel þó að náinn ættingi lægi banalegu á sjúkrahúsi, var oft glatt á hjalla í Downing-stræti 10 þar sem starfslið drakk og skemmti sér langt fram eftir nóttu. Johnson forsætisráðherra sagðist axla fulla ábyrgð á því en að hann ætlaði þó ekki að stíga til hliðar. AP/Matt Dunham Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á veislunum sem hneyksluðu breskan almenning. Johnson og starfslið hans virtu sóttvarnareglur ítrekað að vettugi. Í skýrslu Sue Gray, sem hefur umsjón með siðareglum breska stjórnarráðsins, segir að æðstu leiðtogar verði að axla ábyrgð á menningunni sem leyfði slíkum samkomum að eiga sér stað á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir giltu fyrir sauðsvartan almúgann. Gray rannsakaði sextán viðburði sem Johnson og starfslið hans var viðstatt árið 2020 og 2021. Lögregla hafði áður sektað 83 einstaklinga sem tóku þátt í þeim fyrir að brjóta sóttvarnareglur, þar á meðal Johnson sjálfan. Í skýrslunni kemur einnig fram að óhófleg drykkja hafi átt sér stað í veislunum og að starfsliðið hafi sýnt hreingerningarfólki og öryggisvörðum lítilsvirðingu. Þeir sem stóðu að þeim hafi látið varnaðarorð um að þær brytu gegn reglum sem vind um eyru þjóta. Starfsmenn sem voru viðstaddir veislurnar sögðu breska ríkisútvarpinu BBC að mannþröng hefði verið í þeim. Daginn eftir hafi tómar flöskur og rusl legið eins og hráviði yfir skrifstofunni. Í sumum tilfellum hafi gleðskapurinn staðið svo lengi að starfsmenn hafi sofið í Downing-stræti. Á sama tíma og veislurnar voru haldnar var almenningi bannað að koma saman, jafnvel til að kveðja nána ástvini sem lágu banaleguna. Vill snúa sér að öðrum málum Johnson sagðist axla fulla ábyrgð á öllu því sem átti sér stað en að hann ætlaði sér ekki að segja af sér. Hann hafi lært sína lexíu en nú vilji hann beina athyglinni að forgangsmálum ríkisstjórnar hans. Engan þarf að undra að Johnson vilji ekki dvelja við brotin enda er talið að umfjöllun um þau hafi skaðað Íhaldsflokk hans í sveitarstjórnarskosningum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Gagnrýnendur Johnson, þar á meðal hans eigin flokkssystkini, telja að hann hafi logið að þinginu um veisluhöldin. Johnson sagði meðal annars í fyrra að engar reglur hefðu verið brotnar og engin teiti hefðu verið haldin. Í dag sagðist hann hafa tjáð þinginu það sem hann taldi sannleikann á þeim tíma. Myndir birtust þó nýlega af Johnson sjálfum í gleðskap sem þessum. Hann hefur ekki verið sektaður vegna þess jafnvel þó að aðrir sem voru viðstaddir hafi verið það. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sakaði ríkisstjórn Johnson um að nálgast fórnir sem breskur almenningur hefði fært í Covid-faraldrinum með algerri vanvirðingu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á veislunum sem hneyksluðu breskan almenning. Johnson og starfslið hans virtu sóttvarnareglur ítrekað að vettugi. Í skýrslu Sue Gray, sem hefur umsjón með siðareglum breska stjórnarráðsins, segir að æðstu leiðtogar verði að axla ábyrgð á menningunni sem leyfði slíkum samkomum að eiga sér stað á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir giltu fyrir sauðsvartan almúgann. Gray rannsakaði sextán viðburði sem Johnson og starfslið hans var viðstatt árið 2020 og 2021. Lögregla hafði áður sektað 83 einstaklinga sem tóku þátt í þeim fyrir að brjóta sóttvarnareglur, þar á meðal Johnson sjálfan. Í skýrslunni kemur einnig fram að óhófleg drykkja hafi átt sér stað í veislunum og að starfsliðið hafi sýnt hreingerningarfólki og öryggisvörðum lítilsvirðingu. Þeir sem stóðu að þeim hafi látið varnaðarorð um að þær brytu gegn reglum sem vind um eyru þjóta. Starfsmenn sem voru viðstaddir veislurnar sögðu breska ríkisútvarpinu BBC að mannþröng hefði verið í þeim. Daginn eftir hafi tómar flöskur og rusl legið eins og hráviði yfir skrifstofunni. Í sumum tilfellum hafi gleðskapurinn staðið svo lengi að starfsmenn hafi sofið í Downing-stræti. Á sama tíma og veislurnar voru haldnar var almenningi bannað að koma saman, jafnvel til að kveðja nána ástvini sem lágu banaleguna. Vill snúa sér að öðrum málum Johnson sagðist axla fulla ábyrgð á öllu því sem átti sér stað en að hann ætlaði sér ekki að segja af sér. Hann hafi lært sína lexíu en nú vilji hann beina athyglinni að forgangsmálum ríkisstjórnar hans. Engan þarf að undra að Johnson vilji ekki dvelja við brotin enda er talið að umfjöllun um þau hafi skaðað Íhaldsflokk hans í sveitarstjórnarskosningum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Gagnrýnendur Johnson, þar á meðal hans eigin flokkssystkini, telja að hann hafi logið að þinginu um veisluhöldin. Johnson sagði meðal annars í fyrra að engar reglur hefðu verið brotnar og engin teiti hefðu verið haldin. Í dag sagðist hann hafa tjáð þinginu það sem hann taldi sannleikann á þeim tíma. Myndir birtust þó nýlega af Johnson sjálfum í gleðskap sem þessum. Hann hefur ekki verið sektaður vegna þess jafnvel þó að aðrir sem voru viðstaddir hafi verið það. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sakaði ríkisstjórn Johnson um að nálgast fórnir sem breskur almenningur hefði fært í Covid-faraldrinum með algerri vanvirðingu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira