Alexander Petersson leggur skóna á hilluna Atli Arason skrifar 25. maí 2022 20:30 Alexander Petersson í einum af sínum 186 landsleikjum í íslensku treyjunni. Getty Images Handboltakappinn Alexander Petersson hefur tilkynnt að hann muni hætta í handbolta eftir yfirstandandi leiktímabil. Alexander verður 42 ára í júlí og hefur ákveðið að segja þetta gott. Alexander leikur með Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Ég vissi að þessi dagur myndi koma einhvern tímann. Ég reyndi allt til þess að fresta þessari ákvörðun eins lengi og ég gat. Þegar ég hélt fyrst á handbolta fyrir öllum þessum árum síðan þá bjóst ég aldrei við því að ég gæti horft til baka í dag á allar þessar frábæru minningar sem handboltinn hefur gefið mér,“ skrifaði Alexander í tilkynningu á Facebook. Alexander hefur komið víða við á ferli sínum en hann hefur leikið í þýsku úrvalsdeildinni síðustu tvo áratugi. Hann hefur meðal annars unnið þýska bikarinn, þýsku deildina og evrópubikar á löngum ferli sínum. Þá var hann hluti af íslenska landsliðinu sem náði í silfur verðlaun á ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Alexander fæddist í Riga í Lettlandi en lék alla tíð með íslenska landsliðinu. Alexander á 186 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 725 mörk. „Ég hefði aldrei náð þessu án hjálpar frá liðsfélögum, þjálfurum, læknum og áhorfendum. Árin með ykkur hafa verið mér mikill heiður. Ég vil þakka ykkur öllum og sérstaklega fjölskyldunni minni en án stuðnings hennar hefði þessi vegferð mín aldrei verið möguleg.“ Liebe Handball-Fans, ich wusste, dass dieser Tag irgendwann kommen wird. Ich habe wirklich alles versucht und ihn lange...Posted by ALexander Petersson on Miðvikudagur, 25. maí 2022 Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Tímamót Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Alexander verður 42 ára í júlí og hefur ákveðið að segja þetta gott. Alexander leikur með Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Ég vissi að þessi dagur myndi koma einhvern tímann. Ég reyndi allt til þess að fresta þessari ákvörðun eins lengi og ég gat. Þegar ég hélt fyrst á handbolta fyrir öllum þessum árum síðan þá bjóst ég aldrei við því að ég gæti horft til baka í dag á allar þessar frábæru minningar sem handboltinn hefur gefið mér,“ skrifaði Alexander í tilkynningu á Facebook. Alexander hefur komið víða við á ferli sínum en hann hefur leikið í þýsku úrvalsdeildinni síðustu tvo áratugi. Hann hefur meðal annars unnið þýska bikarinn, þýsku deildina og evrópubikar á löngum ferli sínum. Þá var hann hluti af íslenska landsliðinu sem náði í silfur verðlaun á ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Alexander fæddist í Riga í Lettlandi en lék alla tíð með íslenska landsliðinu. Alexander á 186 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 725 mörk. „Ég hefði aldrei náð þessu án hjálpar frá liðsfélögum, þjálfurum, læknum og áhorfendum. Árin með ykkur hafa verið mér mikill heiður. Ég vil þakka ykkur öllum og sérstaklega fjölskyldunni minni en án stuðnings hennar hefði þessi vegferð mín aldrei verið möguleg.“ Liebe Handball-Fans, ich wusste, dass dieser Tag irgendwann kommen wird. Ich habe wirklich alles versucht und ihn lange...Posted by ALexander Petersson on Miðvikudagur, 25. maí 2022
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Tímamót Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti