Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2022 22:00 Deilt var um greiðslur vegna notkunar á bílastæðum í bílastæðahúsi Hafnartorgs. Vísir/Vilhelm Brimborg ehf. þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur í deilu félaganna um hvort að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða fyrir þá viðskiptavini bílaleigu félagsins sem nýttu sér bílastæði við Hafnartorg án þess að greiða fyrir það. Deila Brimborgar og Rekstrarfélagsins Hafnartorgs snerist um þá leigutaka bílaleigu Brimborgar sem höfðu lagt í stæði í bílastæðahúsi við Hafnartorg í Reykjavík en ekki greitt fyrir afnotin. Rekstrarfélagið rekur bílastæðahúsið. Rekstrarfélagið vildi meina að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða leigugjald þessara einstaklinga fyrir notkun á bílastæðum í húsinu, auk greiðslu á 1.800 króna innheimtukostnaðar. Alls vildi rekstrarfélagið fá greitt fyrir 23 skipti þar sem leigutakar á bílum frá bílaleigu Brimborgar höfðu lagt í bílastæðahúsinu en ekki greitt fyrir noktun þess. Krafðist rekstrarfélagið þess að fá greiddar 52.499 krónur vegna þess. Þurfa að greiða fjórtánfalda upphæð kröfunnar í málskostnað Brimborg hafnaði greiðslunni á þeim grundvelli að félagið hefði ekkert um það að segja hvað leigutakarnir gerðu á bílunum á leigutímanum. Ekki væri hægt að rukka bílaleiguna heldur þyrfti að rukka hvern ökumann fyrir sig. Frá HafnartorgiVísi/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var vísað í skilmála Brimborgar sem leigutakar þurfa að gangast undir vilji þeir leigja bíl af félaginu. Þar er tekið fram að leigutakinn sé ábyrgur fyrir öllum stöðusektum, stöðugjöldum, sektum fyrir umferðarbrot, veggjöldum eða öðrum sambærilegum sektum og gjöldum. Með vísan til þess taldi héraðsdómur það ómögulegt að líta svo á að Brimborg væri ábyrgt fyrir því að greiða sektir leigutaka félagsins. Var Brimborg því sýknað af kröfu Rekstrarfélagsins. Alls þarf félagið að greiða Brimborg 750 þúsund krónur í málkostnað vegna málsins. Bílastæði Dómsmál Bílaleigur Reykjavík Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Deila Brimborgar og Rekstrarfélagsins Hafnartorgs snerist um þá leigutaka bílaleigu Brimborgar sem höfðu lagt í stæði í bílastæðahúsi við Hafnartorg í Reykjavík en ekki greitt fyrir afnotin. Rekstrarfélagið rekur bílastæðahúsið. Rekstrarfélagið vildi meina að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða leigugjald þessara einstaklinga fyrir notkun á bílastæðum í húsinu, auk greiðslu á 1.800 króna innheimtukostnaðar. Alls vildi rekstrarfélagið fá greitt fyrir 23 skipti þar sem leigutakar á bílum frá bílaleigu Brimborgar höfðu lagt í bílastæðahúsinu en ekki greitt fyrir noktun þess. Krafðist rekstrarfélagið þess að fá greiddar 52.499 krónur vegna þess. Þurfa að greiða fjórtánfalda upphæð kröfunnar í málskostnað Brimborg hafnaði greiðslunni á þeim grundvelli að félagið hefði ekkert um það að segja hvað leigutakarnir gerðu á bílunum á leigutímanum. Ekki væri hægt að rukka bílaleiguna heldur þyrfti að rukka hvern ökumann fyrir sig. Frá HafnartorgiVísi/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var vísað í skilmála Brimborgar sem leigutakar þurfa að gangast undir vilji þeir leigja bíl af félaginu. Þar er tekið fram að leigutakinn sé ábyrgur fyrir öllum stöðusektum, stöðugjöldum, sektum fyrir umferðarbrot, veggjöldum eða öðrum sambærilegum sektum og gjöldum. Með vísan til þess taldi héraðsdómur það ómögulegt að líta svo á að Brimborg væri ábyrgt fyrir því að greiða sektir leigutaka félagsins. Var Brimborg því sýknað af kröfu Rekstrarfélagsins. Alls þarf félagið að greiða Brimborg 750 þúsund krónur í málkostnað vegna málsins.
Bílastæði Dómsmál Bílaleigur Reykjavík Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira