Innlent

Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá undirskriftinni í kvöld í Hveragerði.
Frá undirskriftinni í kvöld í Hveragerði. Aðsend

Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hreinum meirihluta í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningun. Okkar Hveragerði vann góðan kosningasigur og hlaut þrjá fulltrúa. Framboðið mun mynda meirihluta með tveimur fulltrúm Framsóknarflokksins.

Í málefnasamningi framboðanna kemur fram að fjárfest verði í innviðum samfélagsins í Hveragerði samhliða íbúafjölgun.

Staða bæjarstjóra verður auglýst og hann ráðinn á faglegum forsendum.

Fulltrúar flokkanna munu skipta með sér verkum þannig að forseti bæjarstjórnar verður úr röðum Framsóknarflokksins fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins en Okkar Hveragerðis annað og fjórða árið.

Formaður bæjarráðs verður skipaður af Okkar Hveragerði fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins en annað og fjórða af Framsóknarflokknum.

Þá skipta flokkarnir með sér formennsku í nefndum bæjarins, en munu skipta um formennsku að tveimur árum liðnum.


Tengdar fréttir

Framsókn sigurvegari á landsvísu

Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×