Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2022 23:32 Beto O'Rourke, hér til vinstri, stal senunni á blaðamafundi ríkisstjóra Texas í dag. Rourke er keppinautur hans í komandi ríkisstjórakosningum í Texas. Jordan Vonderhaar/Getty Images Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. Íbúar Texas eru í sárum eftir eina mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna í gær, þar sem nítján börn og tveir kennarar létu lífið. Abbott hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir rannsókn málsins. Þar var O'Rourke, sem bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2020, mættur til að bauna hressilega yfir Abbott. „Tíminn til að stoppa næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rourke er hann nálgaðist sviðið þar sem Abbott, kjörnir fulltrúar og aðrir embættismenn sátu fyrir svörum. O'Rourke er frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningum sem fara fram í Texas á árinu. Þar mun hann etja kappi við Abott, sem er repúblikani. O'Rourke er einnig fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas, auk þess sem hann var mjög nærri því að fella Ted Cruz, öldungadeildarþingmann Repúblikana fyrir Texas-ríki í kosningunum árið 2018. „Þú sagðir að þetta væri ekki fyrirsjáanlegt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt,“ sagði O'Rourke en atvikið má sjá hér að neðan. O'Rourke hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir hertari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Til að mynda var hann gagnrýndur fyrir að vilja strangari löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum en aðrir frambjóðendur demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Þar sagðist hann ætla að taka hríðskotabyssur á borð við AK-47 og AR-15 af Bandaríkjamönnum. Á leið sinni út úr salnum ávarpaði hann Abbott beint. „Þetta er á þinni vakt, þangað til þú breytir til,“ sagði O'Rourke. Áður en Abott yfirgaf salinn höfðu Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas og Ted Cruz, gagnrýnt O'Rourke fyrir að draga að sér athyglina á blaðamannafundinum. „Þú ert að fara yfir strikið,“ sagði Patrick. „Sestu niður,“ sagði Cruz. Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde, þar sem ódæðið var framið í gær, var manna óánægðastur með O'Rourke. Virtist hann hreyta blótsyrðum að O'Rourke og benda starfsmönnum á að vísa honum úr salnum. Var O'Rourke að lokum fylgt úr salnum. Ólíklegt þykir að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Íbúar Texas eru í sárum eftir eina mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna í gær, þar sem nítján börn og tveir kennarar létu lífið. Abbott hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir rannsókn málsins. Þar var O'Rourke, sem bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2020, mættur til að bauna hressilega yfir Abbott. „Tíminn til að stoppa næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rourke er hann nálgaðist sviðið þar sem Abbott, kjörnir fulltrúar og aðrir embættismenn sátu fyrir svörum. O'Rourke er frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningum sem fara fram í Texas á árinu. Þar mun hann etja kappi við Abott, sem er repúblikani. O'Rourke er einnig fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas, auk þess sem hann var mjög nærri því að fella Ted Cruz, öldungadeildarþingmann Repúblikana fyrir Texas-ríki í kosningunum árið 2018. „Þú sagðir að þetta væri ekki fyrirsjáanlegt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt,“ sagði O'Rourke en atvikið má sjá hér að neðan. O'Rourke hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir hertari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Til að mynda var hann gagnrýndur fyrir að vilja strangari löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum en aðrir frambjóðendur demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Þar sagðist hann ætla að taka hríðskotabyssur á borð við AK-47 og AR-15 af Bandaríkjamönnum. Á leið sinni út úr salnum ávarpaði hann Abbott beint. „Þetta er á þinni vakt, þangað til þú breytir til,“ sagði O'Rourke. Áður en Abott yfirgaf salinn höfðu Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas og Ted Cruz, gagnrýnt O'Rourke fyrir að draga að sér athyglina á blaðamannafundinum. „Þú ert að fara yfir strikið,“ sagði Patrick. „Sestu niður,“ sagði Cruz. Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde, þar sem ódæðið var framið í gær, var manna óánægðastur með O'Rourke. Virtist hann hreyta blótsyrðum að O'Rourke og benda starfsmönnum á að vísa honum úr salnum. Var O'Rourke að lokum fylgt úr salnum. Ólíklegt þykir að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57