CNN greinir frá en heilbrigðisráðuneyti Senegal sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem greint er frá því að neyðarviðbragðsáætlun hafi verið sett í gang og verið væri að gera ráðstafanir til að aðstoða fjölskyldur barnanna.
Alls voru fjórtán nýburar á spítalanum þegar eldurinn kviknaði en það náðist einungis að bjarga þremur þeirra.
Forseti Senegal, Macky Sall, vottaði mæðrum og fjölskyldum barnanna samúð sína í Twitter-færslu sem hann birti í gærkvöldi.
Je viens d'apprendre avec douleur et consternation le décès de 11 nouveaux nés, dans l'incendie survenu au service de néonatalogie de l'hôpital Mame Abdou Aziz Sy Dabakh de Tivaouane.
— Macky Sall (@Macky_Sall) May 25, 2022
A leurs mamans et et à leurs familles, j'exprime ma profonde compassion.