Breiðablik ekki byrjað jafn illa í ellefu ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 16:32 Hildur Antonsdóttir reynri að sannfæra Vilhjálm Alvar um að hleypa Blikum upp töfluna. Vísir/Diego Bikarmeistarar Breiðabliks hafa farið skelfilega af stað í Bestu deild kvenna í fótbolta. Raunar hefur liðið ekki byrjað Íslandsmót jafn illa síðan 2011 ef stigasöfnun eftir sex umferðir er tekin saman. Fyrir tímabilið var búist við því að Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Breiðabliks myndu berjast um titilinn eins og hefur verið venjan undanfarin ár. Bæði lið hafa mátt þola óvænt töp í upphafi móts en Valur er hins vegar á toppi deildarinnar. Breiðablik er ekki einu sinni í efri hluta deildarinnar. Breiðablik tapaði óvænt gegn Keflavík í annarri umferð Bestu deildarinnar en annars var liðið í fínum málum þegar fjórar umferðir voru búnar. Þrír sigrar í hús og markatalan 11-2. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gengið upp. ÍBV mætti á Kópavogsvöll og vann 0-1 útisigur í fimmtu umferð og Valur gerði svo slíkt hið sama í vikunni. Vörn Breiðabliks hefur staðið vaktina með prýði til þessa enda liðið aðeins fengið á sig fjögur mörk í sex leikjum. Sóknarleikurinn hefur hins vegar hikstað enda liðið aðeins skorað í helming leikja sinna í sumar. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliks. Hér er hún í leiknum gegn Val.Vísir/Diego Sem stendur eru Íslandsmeistarar Vals með sex stiga forystu og ljóst að Breiðablik þarf að bíta í skjaldarrendur ef ekki á illa að fara líkt og sumarið 2011. Þá endaði Breiðablik í 6. sæti með aðeins 23 stig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Fyrir tímabilið var búist við því að Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Breiðabliks myndu berjast um titilinn eins og hefur verið venjan undanfarin ár. Bæði lið hafa mátt þola óvænt töp í upphafi móts en Valur er hins vegar á toppi deildarinnar. Breiðablik er ekki einu sinni í efri hluta deildarinnar. Breiðablik tapaði óvænt gegn Keflavík í annarri umferð Bestu deildarinnar en annars var liðið í fínum málum þegar fjórar umferðir voru búnar. Þrír sigrar í hús og markatalan 11-2. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gengið upp. ÍBV mætti á Kópavogsvöll og vann 0-1 útisigur í fimmtu umferð og Valur gerði svo slíkt hið sama í vikunni. Vörn Breiðabliks hefur staðið vaktina með prýði til þessa enda liðið aðeins fengið á sig fjögur mörk í sex leikjum. Sóknarleikurinn hefur hins vegar hikstað enda liðið aðeins skorað í helming leikja sinna í sumar. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliks. Hér er hún í leiknum gegn Val.Vísir/Diego Sem stendur eru Íslandsmeistarar Vals með sex stiga forystu og ljóst að Breiðablik þarf að bíta í skjaldarrendur ef ekki á illa að fara líkt og sumarið 2011. Þá endaði Breiðablik í 6. sæti með aðeins 23 stig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira