Heimir: Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar Smári Jökull Jónsson skrifar 26. maí 2022 22:21 Heimir var þungur á brún eftir leikinn í kvöpld enda hans menn dottnir út úr Mjólkurbikarnum. Vísir/Hulda Margrét „Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld. „Ég held nú að ef við gerum upp leikinn þá fannst mér við vera fínir í fyrri hálfleiknum, sýndum karakter þegar við lendum undir og skoruðum tvö góð mörk. Við fengum mikla möguleika á að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en nýttum það ekki,“ sagði Heimir í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Heimir var ekki ánægður með varnarvinnu sinna manna. „Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar. Við fengum svo á okkur mark eftir hornspyrnu, vorum steinsofandi. Í seinni hálfleik þá fannst mér þeir vera ofan á og það var svipað og gegn Víkingi á sunnudag.“ Eftir að Blikar komust í 3-2, snemma í síðari hálfleik, færðu Valsmenn sig framar á völlinn og það nýtti heimaliðið sér vel. „Við náðum ekki að klára sóknirnar okkar, við þurftum að fara framar. Það er ekkert annað tækifæri þannig að við fórum og pressuðum, gerðum það ekki nógu vel og það slitnaði svolítið á milli.“ „Við vorum að hleypa þeim í hraðar sóknir og þeir nýttu sér það. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inn í hálfleik og við réðum illa við hann. Þeir fóru að beita löngum boltum og við réðum bara ekki við það.“ Þrátt fyrir að markatalan skipti ekki máli í bikarleikjum viðurkennir Heimir að það svíði að tapa 6-2. „Að sjálfsögðu. Sem betur fer eigum við leik á sunnudaginn og við þurfum að byrja á grunninum. Það er eina leiðin til að vinna sig út úr vandræðum og svo verðum við bara að halda áfram.“ Mjólkurbikar karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. 26. maí 2022 21:34 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
„Ég held nú að ef við gerum upp leikinn þá fannst mér við vera fínir í fyrri hálfleiknum, sýndum karakter þegar við lendum undir og skoruðum tvö góð mörk. Við fengum mikla möguleika á að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en nýttum það ekki,“ sagði Heimir í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Heimir var ekki ánægður með varnarvinnu sinna manna. „Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar. Við fengum svo á okkur mark eftir hornspyrnu, vorum steinsofandi. Í seinni hálfleik þá fannst mér þeir vera ofan á og það var svipað og gegn Víkingi á sunnudag.“ Eftir að Blikar komust í 3-2, snemma í síðari hálfleik, færðu Valsmenn sig framar á völlinn og það nýtti heimaliðið sér vel. „Við náðum ekki að klára sóknirnar okkar, við þurftum að fara framar. Það er ekkert annað tækifæri þannig að við fórum og pressuðum, gerðum það ekki nógu vel og það slitnaði svolítið á milli.“ „Við vorum að hleypa þeim í hraðar sóknir og þeir nýttu sér það. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inn í hálfleik og við réðum illa við hann. Þeir fóru að beita löngum boltum og við réðum bara ekki við það.“ Þrátt fyrir að markatalan skipti ekki máli í bikarleikjum viðurkennir Heimir að það svíði að tapa 6-2. „Að sjálfsögðu. Sem betur fer eigum við leik á sunnudaginn og við þurfum að byrja á grunninum. Það er eina leiðin til að vinna sig út úr vandræðum og svo verðum við bara að halda áfram.“
Mjólkurbikar karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. 26. maí 2022 21:34 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. 26. maí 2022 21:34