Ákæra ekki lögreglumenn sem klúðruðu máli Nassar Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 10:22 Larry Nassar misnotaði gríðarlegan fjölda fimleikastúlkna undir því yfirskini að ofbeldið væri læknismeðferð, bæði hjá Ríkisháskólanum í Michigan og hjá bandaríska fimleikasambandinu. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að ákæra alríkislögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa klúðrað rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. Fleiri en 330 konur hafa sakað Larry Nassar, fyrrverandi lækni við Ríkisháskólann í Michigan og bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðisbrot. Hann afplánar nú ígildi lífstíðardóms eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi og vörslu barnakláms. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að alríkislögreglan FBI hefði ekki rannsakað nægilega ásakanir á hendur Nassar þegar þær komu fyrst fram. Mistökin hafi gert Nassar kleift að brjóta á um sjötíu stúlkum til viðbótar áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann loksins. Tveir alríkislögreglumenn lugu einnig að rannsakendum til að hylma yfir mistök sín. Dómsmálaráðuneytið hafði áður ákveðið að ákæra ekki tvo fyrrverandi alríkislögreglumenn fyrir afglöp þeirra en ákvað að taka málið upp aftur í ljósi nýrra sönnunargagna, að sögn Washington Post. Þau breyttu þó ekki fyrri niðurstöðu ráðuneytisins. Í yfirlýsingu sagði ráðuneytið að niðurstaðan þýddi ekki að vel hefði verið staðið að rannsókninni á Nassar eða að framferði fulltrúanna hefði verið eðlilegt. John Manly, lögmaður margra fórnarlamba Nassar, sagði ákvörðun ráðuneytisins óskiljanlega. Alríkislögreglumennirnir hefðu rofið embættiseið sinn og hylmt yfir versta kynferðisbrotamál í sögu íþróttaheimsins. Simone Biles, besta fimleikakona í heimi og eitt fórnarlamba Nassar, lýsti ákvörðuninni sem „sturlaðri“ á Twitter. „Og fólk veltir fyrir sér hvers vegna konur/karlar stíga ekki fram, vegna þess að réttlætinu er aldrei fullnægt,“ tísti hún. and people wonder why women/men don t come forward, because justice is never served this is literally insane to me, we keep suffering at what price? https://t.co/91vf6n9Cgs— Simone Biles (@Simone_Biles) May 27, 2022 Ræddi við forseta fimleikasambandsins um starf Eftir að skrifstofa FBI í Indianapolis, fékk ásakanir á hendur Nassar á sitt borð var ákveðið að láta svæðisskrifstofu í Lansing í Michigan sjá um málið. Engin gögn fundust þó um að það hefði í raun verið gert. Þá lét FBI lögregluyfirvöld í Michigan ekki vita af mögulegum brotum Nassar. Rannsókn endurskoðandans leiddi einnig í ljós að Jay Abbott, yfirmaður skrifstofu FBI í Indianapolis, hefði rætt við Stephen Penny, þáverandi forseta bandaríska fimleikasambandsins, um að útvega Abbott starf fyrir ólympíunefnd Bandaríkjanna á sama tíma og FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Nassar árið 2015. Abbott fékk ekki starfið en laug síðar að rannsakendum að hann hefði aldrei sótt um það. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Simone Biles. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál Larry Nassar Tengdar fréttir 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Fleiri en 330 konur hafa sakað Larry Nassar, fyrrverandi lækni við Ríkisháskólann í Michigan og bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðisbrot. Hann afplánar nú ígildi lífstíðardóms eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi og vörslu barnakláms. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að alríkislögreglan FBI hefði ekki rannsakað nægilega ásakanir á hendur Nassar þegar þær komu fyrst fram. Mistökin hafi gert Nassar kleift að brjóta á um sjötíu stúlkum til viðbótar áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann loksins. Tveir alríkislögreglumenn lugu einnig að rannsakendum til að hylma yfir mistök sín. Dómsmálaráðuneytið hafði áður ákveðið að ákæra ekki tvo fyrrverandi alríkislögreglumenn fyrir afglöp þeirra en ákvað að taka málið upp aftur í ljósi nýrra sönnunargagna, að sögn Washington Post. Þau breyttu þó ekki fyrri niðurstöðu ráðuneytisins. Í yfirlýsingu sagði ráðuneytið að niðurstaðan þýddi ekki að vel hefði verið staðið að rannsókninni á Nassar eða að framferði fulltrúanna hefði verið eðlilegt. John Manly, lögmaður margra fórnarlamba Nassar, sagði ákvörðun ráðuneytisins óskiljanlega. Alríkislögreglumennirnir hefðu rofið embættiseið sinn og hylmt yfir versta kynferðisbrotamál í sögu íþróttaheimsins. Simone Biles, besta fimleikakona í heimi og eitt fórnarlamba Nassar, lýsti ákvörðuninni sem „sturlaðri“ á Twitter. „Og fólk veltir fyrir sér hvers vegna konur/karlar stíga ekki fram, vegna þess að réttlætinu er aldrei fullnægt,“ tísti hún. and people wonder why women/men don t come forward, because justice is never served this is literally insane to me, we keep suffering at what price? https://t.co/91vf6n9Cgs— Simone Biles (@Simone_Biles) May 27, 2022 Ræddi við forseta fimleikasambandsins um starf Eftir að skrifstofa FBI í Indianapolis, fékk ásakanir á hendur Nassar á sitt borð var ákveðið að láta svæðisskrifstofu í Lansing í Michigan sjá um málið. Engin gögn fundust þó um að það hefði í raun verið gert. Þá lét FBI lögregluyfirvöld í Michigan ekki vita af mögulegum brotum Nassar. Rannsókn endurskoðandans leiddi einnig í ljós að Jay Abbott, yfirmaður skrifstofu FBI í Indianapolis, hefði rætt við Stephen Penny, þáverandi forseta bandaríska fimleikasambandsins, um að útvega Abbott starf fyrir ólympíunefnd Bandaríkjanna á sama tíma og FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Nassar árið 2015. Abbott fékk ekki starfið en laug síðar að rannsakendum að hann hefði aldrei sótt um það. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Simone Biles.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál Larry Nassar Tengdar fréttir 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43
FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45