Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2022 15:00 Jodie Foster er væntanleg til landsins þar sem hún mun leika rannsóknarlögreglukonuna Liz Danvers. Getty/Dominique Charriau Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. Um er að ræða eitt stærsta erlenda kvikmyndaverkefni sem tekið hefur verið upp hér á landi. Greint er frá ráðningu Foster í frétt The Hollywood Reporter og segir að Óskarsverðlaunahafinn verði sömuleiðis einn af aðalframleiðendum þáttanna. Fyrsta þáttaröðin af True Detective kom út árið 2014 og hafa þættirnir bæði notið mikilla vinsælda og hylli gagnrýnenda. Þá hafa þeir hlotið 24 verðlaun og 38 tilnefningar í Bandaríkjunum og Bretlandi en í hverri þáttaröð er kynnt til leiks nýtt sögusvið og áður óþekktar aðalpersónur. Myrkrið í aðalhlutverki Fram kemur í lýsingu HBO fyrir næstu þáttaröð, sem hefur hlotið heitið True Detective: Night Country, að þættirnir eigi sér stað um dimman norðurskautsvetur í Ennis í Alaska. Liz Danvers og Evangeline Navarro eru kallaðar til þegar sex menn sem stýra Tsalal Arctic rannsóknarstöðinni hverfa sporlaust. Foster mun fara með hlutverk Liz Danvers sem verður stærsta hlutverk hennar í sjónvarpi frá því að hún hóf ferill sinn sem barnastjarna. „Til þess að leysa málið þurfa rannsakendurnir Liz Danvers og Evangeline Navarro að horfast í augu við myrkrið sem þær bera innra með sér og kafa í drungalegan sannleikann sem liggur grafinn undir eilífðarísnum,“ segir jafnframt í lýsingunni. Yfirframleiðandinn og handritshöfundurinn Nic Pizzolatto, leikararnir Matthew McConaughey, Michelle Monaghan, Woody Harrelson og leikstjórinn Cary Fukunaga tóku þátt í gerð fyrstu þáttaraðar True Detective. Öll verða þau titluð yfirframleiðendur nýju þáttaraðarinnar að undanskilinni Michelle Monaghan. Getty/Frederick M. Brown Þetta er ekki eina íslenska verkefnið sem Jodie Foster tengist en árið 2018 var greint frá því að hún ætlaði að leikstýra, framleiða og fara með aðalhlutverkið í enskri útgáfu af verðlaunamyndinni Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson. Ekki liggur fyrir hvenær nýja þáttaröðin verður frumsýnd og er hún enn á þróunarstigi, að sögn Hollywood Reporter. Issa Lopez og Alan Page Arriaga skrifa handrit þáttanna og meðal aðalframleiðanda verða Matthew McConaughey og Woody Harrelson, sem fóru með aðalhlutverk í fyrstu þáttaröð True Detective. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra. Framsóknarflokkurinn gerði það að stefnumáli sínu fyrir síðustu þingkosningar að auka endurgreiðsluhlutfallið hér á landi í 35 prósent.vísir/vilhelm Vill hækka endurgreiðslu framleiðslukostnaðar Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi um hækkun á endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Verði frumvarpið að lögum munu stjórnvöld endurgreiða 35 prósent af framleiðslukostnaði stærri verkefna í stað 25 prósent áður. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að með stærri verkefnum sé átt við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis þar sem kostnaður sé að lágmarki 200 milljónir króna. Þá eru jafnframt gerðar kröfur um að minnst 50 starfsmenn vinni beint að verkefninu og tökudagar séu að lágmarki 30 dagar. Heimilt er að telja eftirvinnslu verkefnis á Íslandi í þeirri tölu. Verði frumvarp ráðherra að lögum mun verkefnum sem fullnægja ekki áðurnefndum skilyrðum bjóðast að fá 25 prósent framleiðslukostnaðs endurgreiddan, líkt og hefur verið síðustu ár. Endurgreiðsluhlutfallið hefur farið stigvaxandi frá því að lög um tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar tóku fyrst gildi hér á landi árið 1999 en þá var hlutfallið 12 prósent. Frá því hefur hlutfallið verið hækkað í þrígang, síðast árið 2016 úr 20 í 25 prósent. Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North.Aðsend Sjö til átta milljarðar geti skilað sér til landsins Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North, hefur sagt að stór kvikmyndaver bíði eftir því að endurgreiðsluhlutfall vegna stærri kvikmyndaverkefna verði hér hækkað í 35 prósent. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu gætu um það bil sjö til átta milljarðar króna skilað sér til landsins, að sögn Leifs. Hann hefur ekki viljað greina frá því hvaða verkefni um ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu er hér átt við fjórðu þáttaröðina af True Detective. Innherji greindi frá því í nóvember síðastliðnum að HBO hafi sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem fyrirtækið lýsir yfir áhuga á því að taka upp heilu verkefnin á Íslandi ef stjórnvöld hækki hlutfall endurgreiðslu fyrir sjónvarps- og kvikmyndaverkefni í 35 prósent. Ísland sé í samkeppni við önnur ríki um stór verkefni Hækkun endurgreiðsluhlutfallsins hefur lengi verið eitt stærsta baráttumál fyrirtækja sem starfa við íslenska kvikmyndagerð. Hafa fulltrúar þeirra meðal annars haldið því fram að breytingin sé nauðsynleg til að gera Ísland samkeppnishæft við önnur ríki sem endurgreiði hærra hlutfall framleiðslukostnaðar. Tekið er undir þetta í lagafrumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra og sagt að hvatar til kvikmyndagerðar, á borð við endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, geti gegnt lykilhlutverki í ákvörðun kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu á verkefni. Fram kemur að hlutfallið sé víða erlendis komið upp í 35 prósent, til að mynda á Írlandi og Möltu. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og hefur það verið sent til atvinnuveganefndar sem óskað hefur eftir umsögnum.Vísir/Vilhelm „Töluverð samkeppni er á milli landa, svæða og borga um allan heim um að fá erlenda framleiðendur til að taka upp kvikmyndir, sjónvarpsefni og fleira myndefni. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður en þær helstu eru að verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum tekjum af ferðamönnum ef vel tekst til,“ segir í greinagerð með frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra. Stjórnvöld hafi víðs vegar hækkað endurgreiðsluhlutfall framleiðslukostnaðar á undanförnum árum og í auknum mæli viðurkennt slíka hvata sem árangursríkt tæki til þess að laða að verðmætar fjárfestingar frá erlendum aðilum í innlendan kvikmyndageira. Þá spili inn í að framleiðslukostnaður fyrirtækja hafi farið hækkandi og náð áður óþekktum hæðum. Bíó og sjónvarp Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvikmyndagerð á Íslandi Tökur á True Detective á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. 24. maí 2022 15:27 Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. 13. maí 2022 13:38 HBO segist vilja koma til Íslands fái Framsókn sínu framgengt Í bréfi sem íslenskum stjórnvöldum barst í síðasta mánuði lýsir sjónvarpsstöðin og streymisveitan HBO yfir áhuga á því að taka upp heilu verkefnin á Íslandi. Til að svo verði, þarf hins vegar að verða af kosningaloforðum Framsóknarflokksins um að hækka hlutfall endurgreiðslu á sjónvarps- og kvikmyndaverkefni sem tekin eru á Íslandi. Framsóknarmenn ætla að halda málinu til streitu við gerð stjórnarsáttmála, en fjármálaráðherra hefur sagt hugmyndina óraunhæfa. 25. nóvember 2021 12:01 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Um er að ræða eitt stærsta erlenda kvikmyndaverkefni sem tekið hefur verið upp hér á landi. Greint er frá ráðningu Foster í frétt The Hollywood Reporter og segir að Óskarsverðlaunahafinn verði sömuleiðis einn af aðalframleiðendum þáttanna. Fyrsta þáttaröðin af True Detective kom út árið 2014 og hafa þættirnir bæði notið mikilla vinsælda og hylli gagnrýnenda. Þá hafa þeir hlotið 24 verðlaun og 38 tilnefningar í Bandaríkjunum og Bretlandi en í hverri þáttaröð er kynnt til leiks nýtt sögusvið og áður óþekktar aðalpersónur. Myrkrið í aðalhlutverki Fram kemur í lýsingu HBO fyrir næstu þáttaröð, sem hefur hlotið heitið True Detective: Night Country, að þættirnir eigi sér stað um dimman norðurskautsvetur í Ennis í Alaska. Liz Danvers og Evangeline Navarro eru kallaðar til þegar sex menn sem stýra Tsalal Arctic rannsóknarstöðinni hverfa sporlaust. Foster mun fara með hlutverk Liz Danvers sem verður stærsta hlutverk hennar í sjónvarpi frá því að hún hóf ferill sinn sem barnastjarna. „Til þess að leysa málið þurfa rannsakendurnir Liz Danvers og Evangeline Navarro að horfast í augu við myrkrið sem þær bera innra með sér og kafa í drungalegan sannleikann sem liggur grafinn undir eilífðarísnum,“ segir jafnframt í lýsingunni. Yfirframleiðandinn og handritshöfundurinn Nic Pizzolatto, leikararnir Matthew McConaughey, Michelle Monaghan, Woody Harrelson og leikstjórinn Cary Fukunaga tóku þátt í gerð fyrstu þáttaraðar True Detective. Öll verða þau titluð yfirframleiðendur nýju þáttaraðarinnar að undanskilinni Michelle Monaghan. Getty/Frederick M. Brown Þetta er ekki eina íslenska verkefnið sem Jodie Foster tengist en árið 2018 var greint frá því að hún ætlaði að leikstýra, framleiða og fara með aðalhlutverkið í enskri útgáfu af verðlaunamyndinni Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson. Ekki liggur fyrir hvenær nýja þáttaröðin verður frumsýnd og er hún enn á þróunarstigi, að sögn Hollywood Reporter. Issa Lopez og Alan Page Arriaga skrifa handrit þáttanna og meðal aðalframleiðanda verða Matthew McConaughey og Woody Harrelson, sem fóru með aðalhlutverk í fyrstu þáttaröð True Detective. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra. Framsóknarflokkurinn gerði það að stefnumáli sínu fyrir síðustu þingkosningar að auka endurgreiðsluhlutfallið hér á landi í 35 prósent.vísir/vilhelm Vill hækka endurgreiðslu framleiðslukostnaðar Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi um hækkun á endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Verði frumvarpið að lögum munu stjórnvöld endurgreiða 35 prósent af framleiðslukostnaði stærri verkefna í stað 25 prósent áður. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að með stærri verkefnum sé átt við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis þar sem kostnaður sé að lágmarki 200 milljónir króna. Þá eru jafnframt gerðar kröfur um að minnst 50 starfsmenn vinni beint að verkefninu og tökudagar séu að lágmarki 30 dagar. Heimilt er að telja eftirvinnslu verkefnis á Íslandi í þeirri tölu. Verði frumvarp ráðherra að lögum mun verkefnum sem fullnægja ekki áðurnefndum skilyrðum bjóðast að fá 25 prósent framleiðslukostnaðs endurgreiddan, líkt og hefur verið síðustu ár. Endurgreiðsluhlutfallið hefur farið stigvaxandi frá því að lög um tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar tóku fyrst gildi hér á landi árið 1999 en þá var hlutfallið 12 prósent. Frá því hefur hlutfallið verið hækkað í þrígang, síðast árið 2016 úr 20 í 25 prósent. Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North.Aðsend Sjö til átta milljarðar geti skilað sér til landsins Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North, hefur sagt að stór kvikmyndaver bíði eftir því að endurgreiðsluhlutfall vegna stærri kvikmyndaverkefna verði hér hækkað í 35 prósent. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu gætu um það bil sjö til átta milljarðar króna skilað sér til landsins, að sögn Leifs. Hann hefur ekki viljað greina frá því hvaða verkefni um ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu er hér átt við fjórðu þáttaröðina af True Detective. Innherji greindi frá því í nóvember síðastliðnum að HBO hafi sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem fyrirtækið lýsir yfir áhuga á því að taka upp heilu verkefnin á Íslandi ef stjórnvöld hækki hlutfall endurgreiðslu fyrir sjónvarps- og kvikmyndaverkefni í 35 prósent. Ísland sé í samkeppni við önnur ríki um stór verkefni Hækkun endurgreiðsluhlutfallsins hefur lengi verið eitt stærsta baráttumál fyrirtækja sem starfa við íslenska kvikmyndagerð. Hafa fulltrúar þeirra meðal annars haldið því fram að breytingin sé nauðsynleg til að gera Ísland samkeppnishæft við önnur ríki sem endurgreiði hærra hlutfall framleiðslukostnaðar. Tekið er undir þetta í lagafrumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra og sagt að hvatar til kvikmyndagerðar, á borð við endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, geti gegnt lykilhlutverki í ákvörðun kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu á verkefni. Fram kemur að hlutfallið sé víða erlendis komið upp í 35 prósent, til að mynda á Írlandi og Möltu. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og hefur það verið sent til atvinnuveganefndar sem óskað hefur eftir umsögnum.Vísir/Vilhelm „Töluverð samkeppni er á milli landa, svæða og borga um allan heim um að fá erlenda framleiðendur til að taka upp kvikmyndir, sjónvarpsefni og fleira myndefni. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður en þær helstu eru að verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum tekjum af ferðamönnum ef vel tekst til,“ segir í greinagerð með frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra. Stjórnvöld hafi víðs vegar hækkað endurgreiðsluhlutfall framleiðslukostnaðar á undanförnum árum og í auknum mæli viðurkennt slíka hvata sem árangursríkt tæki til þess að laða að verðmætar fjárfestingar frá erlendum aðilum í innlendan kvikmyndageira. Þá spili inn í að framleiðslukostnaður fyrirtækja hafi farið hækkandi og náð áður óþekktum hæðum.
Bíó og sjónvarp Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvikmyndagerð á Íslandi Tökur á True Detective á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. 24. maí 2022 15:27 Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. 13. maí 2022 13:38 HBO segist vilja koma til Íslands fái Framsókn sínu framgengt Í bréfi sem íslenskum stjórnvöldum barst í síðasta mánuði lýsir sjónvarpsstöðin og streymisveitan HBO yfir áhuga á því að taka upp heilu verkefnin á Íslandi. Til að svo verði, þarf hins vegar að verða af kosningaloforðum Framsóknarflokksins um að hækka hlutfall endurgreiðslu á sjónvarps- og kvikmyndaverkefni sem tekin eru á Íslandi. Framsóknarmenn ætla að halda málinu til streitu við gerð stjórnarsáttmála, en fjármálaráðherra hefur sagt hugmyndina óraunhæfa. 25. nóvember 2021 12:01 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. 24. maí 2022 15:27
Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. 13. maí 2022 13:38
HBO segist vilja koma til Íslands fái Framsókn sínu framgengt Í bréfi sem íslenskum stjórnvöldum barst í síðasta mánuði lýsir sjónvarpsstöðin og streymisveitan HBO yfir áhuga á því að taka upp heilu verkefnin á Íslandi. Til að svo verði, þarf hins vegar að verða af kosningaloforðum Framsóknarflokksins um að hækka hlutfall endurgreiðslu á sjónvarps- og kvikmyndaverkefni sem tekin eru á Íslandi. Framsóknarmenn ætla að halda málinu til streitu við gerð stjórnarsáttmála, en fjármálaráðherra hefur sagt hugmyndina óraunhæfa. 25. nóvember 2021 12:01