Innlent

Slasaðist illa í nágrenni gosstöðvanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá bílastæðinu í Leirdal þar sem sjúkrabíll tók á móti slasaða ferðamanninum.
Frá bílastæðinu í Leirdal þar sem sjúkrabíll tók á móti slasaða ferðamanninum. Björgunarsveitin Þorbjörn

Björgunarsveitarfólk frá Grindavík aðstoðaði ferðamann sem slasaðist illa á fæti í nágrenni gosstöðvanna á Reykjanesi í dag. Mikið breyttur björgunarsveitarbíll var sendur á vettvang til að flytja hann niður á bílastæði í Leirdal.

Greint var frá útkallinu í Facebook-færslu björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík í dag. Björgunarsveitarfólk fann manninn og hlúði að honum. Björgunarsveitarbíllinn flutti þann slasaði ásamt sjúkraflutningamönnum að sjúkrabíl sem beið á bílastæðinu. Hann var svo fluttur á sjúkrahús.

Hundruð manna leggja nú leið sína að gosstöðvunum. Björgunarsveitin hvetur fólk sem á leið um svæðið að fara varlega, fylgja stígum og ganga vel um. Þegar jarðvegur er þurr eins og nú verði brekkur lausar í sér og þá sé hætta á slysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×