„Þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 22:31 Thibaut Courtois lyftir bikarnum fræga. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, var ótvíræður maður leiksins í sigri liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool í París í kvöld. Hann var eðlilega í skýjunum að leik loknum. „Á blaðamannafundinum í gær þá sagði ég að þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir,“ sagði sigurreifur Courtois. „Ég fékk góðu hlið sögunnar í kvöld.“ Eins og áður segir var Courtois maður leiksins í kvöld, en hann átti nokkrar alveg ótrúlegar vörslur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið og virtist líða eins og hann væri að sanna eitthvað fyrir fólkinu sem efaðist um hann, „Ég sá margar færslur á Twitter sem beindust að mér þar sem fólk sagði að ég myndi verða fyrir vonbrigðum en í kvöld var það öfugt.“ „Ég þurfti að vinna úrslitaleik fyrir ferilinn minn. Fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta og til að fólk setji virðingu á nafnið mitt þar sem ég held að fólk sýni mér ekki þá virðingu sem ég á skilið. Sérstaklega á Englandi. Ég fékk mikla gagnrýni þar, meira að segja eftir frábært tímabil.“ Courtois var þó fljótur að færa sig í jákvæðara tal og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir magnað tímabil í Meistaradeildinni. „Ég er virkilega stoltur af liðinu. Við héldum okkur við okkar skipulag og þegar liðið þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Við unnum nokkur af bestu liðum heims. Manchester City og Liverpool áttu ótrúleg tímabil. Þau börðust allt til enda í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool vann tvo titla og voru virkilega sterkir.“ „En við spiluðum frábæran leik í kvöld. Við fengum eitt færi og skoruðum úr því,“ sagði Belginn að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Á blaðamannafundinum í gær þá sagði ég að þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir,“ sagði sigurreifur Courtois. „Ég fékk góðu hlið sögunnar í kvöld.“ Eins og áður segir var Courtois maður leiksins í kvöld, en hann átti nokkrar alveg ótrúlegar vörslur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið og virtist líða eins og hann væri að sanna eitthvað fyrir fólkinu sem efaðist um hann, „Ég sá margar færslur á Twitter sem beindust að mér þar sem fólk sagði að ég myndi verða fyrir vonbrigðum en í kvöld var það öfugt.“ „Ég þurfti að vinna úrslitaleik fyrir ferilinn minn. Fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta og til að fólk setji virðingu á nafnið mitt þar sem ég held að fólk sýni mér ekki þá virðingu sem ég á skilið. Sérstaklega á Englandi. Ég fékk mikla gagnrýni þar, meira að segja eftir frábært tímabil.“ Courtois var þó fljótur að færa sig í jákvæðara tal og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir magnað tímabil í Meistaradeildinni. „Ég er virkilega stoltur af liðinu. Við héldum okkur við okkar skipulag og þegar liðið þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Við unnum nokkur af bestu liðum heims. Manchester City og Liverpool áttu ótrúleg tímabil. Þau börðust allt til enda í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool vann tvo titla og voru virkilega sterkir.“ „En við spiluðum frábæran leik í kvöld. Við fengum eitt færi og skoruðum úr því,“ sagði Belginn að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34