Vilja stuðla að auknu valfrelsi um hvar fólk vinnur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 20:58 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir Þingflokkur Viðreisnar vill að vinnumarkaðsráðherra skoði tækifæri í fjarvinnu og móti fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Þingmaður segir að skrifstofan sé ekki eini vinnustaðurinn sem er í boði og aukið valfrelsi um að vinna heima sé af hinu góða. Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að þingið feli Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra að framkvæma úttekt á tækifærum í fjarvinnu og fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Samkvæmt tillögunni ætti úttektinni að vera lokið fyrir árslok 2022 og niðurstöður hennar kynntar fyrir Alþingi næsta vor. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tækifæri geta falist í aukinni fjarvinnu hér á landi. „Þar var ég með í huga að við drögum lærdóm af heimsfaraldrinum. Það var margt þar sem okkur þótti erfitt, en þessi tími leiddi af sér nýja hugsun og nýja nálgun um það að skrifstofan sé kannski ekki eini vinnustaðurinn.“ Fjarvinna þar sem fjarvinna hentar Þorbjörg vonast til að úttektin leiði í ljós ávinninginn sem fjarvinna getur haft í för með sér. „Fólk talar um betri einbeitingu, meiri framleiðni, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það felast í þessu tækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni, að það geti unnið vinnuna sína óháð staðsetningu. Þetta er til þess fallið að draga úr umferð og hafa jákvæð áhrif á samgöngur og styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda.“ Kannanir um Evrópu sýni ánægju starfsfólks og yfirmanna með fjarvinnu. Þorbjörg segir mikilvægt að fólk hafi val. „Auðvitað á fjarvinna ekki við í öllum störfum. Það blasir auðvitað við, og hún hentar ekki öllu fólki. En þar sem hún á við, getur þetta atriði, valfrelsi og að hafa meira um sín mál að segja, stuðlað að þessum jákvæðu þáttum sem ég nefndi,“ segir Þorbjörg Sigríður. Fjarvinna Alþingi Viðreisn Vinnumarkaður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að þingið feli Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra að framkvæma úttekt á tækifærum í fjarvinnu og fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Samkvæmt tillögunni ætti úttektinni að vera lokið fyrir árslok 2022 og niðurstöður hennar kynntar fyrir Alþingi næsta vor. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tækifæri geta falist í aukinni fjarvinnu hér á landi. „Þar var ég með í huga að við drögum lærdóm af heimsfaraldrinum. Það var margt þar sem okkur þótti erfitt, en þessi tími leiddi af sér nýja hugsun og nýja nálgun um það að skrifstofan sé kannski ekki eini vinnustaðurinn.“ Fjarvinna þar sem fjarvinna hentar Þorbjörg vonast til að úttektin leiði í ljós ávinninginn sem fjarvinna getur haft í för með sér. „Fólk talar um betri einbeitingu, meiri framleiðni, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það felast í þessu tækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni, að það geti unnið vinnuna sína óháð staðsetningu. Þetta er til þess fallið að draga úr umferð og hafa jákvæð áhrif á samgöngur og styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda.“ Kannanir um Evrópu sýni ánægju starfsfólks og yfirmanna með fjarvinnu. Þorbjörg segir mikilvægt að fólk hafi val. „Auðvitað á fjarvinna ekki við í öllum störfum. Það blasir auðvitað við, og hún hentar ekki öllu fólki. En þar sem hún á við, getur þetta atriði, valfrelsi og að hafa meira um sín mál að segja, stuðlað að þessum jákvæðu þáttum sem ég nefndi,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Fjarvinna Alþingi Viðreisn Vinnumarkaður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira