Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2022 15:42 Lögregluborði í kringum Robb-grunnskólann í Uvalde þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir í síðustu viku. AP/Jae C. Hong Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. Nítján nemendur á aldrinum níu til ellefu ára og tveir kennarar á fimmtugsaldri voru myrtir þegar ungur maður hóf skothríð með árásarriflli í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas á þriðjudag. Síðan þá hafa skólar í mörgum ríkjum fjölga öryggisvörðum og lögreglumönnum og takmarkað komur gestkomandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Í El Paso í Texas, þar sem byssumaður drap 23 manns í rasískri skotárás árið 2019, hefur lögreglulið fjölgað eftirlitsferðum í öllum 85 skólum sem heyra undir skólaumdæmið. Lögreglumenn hafa verið færðir úr umferðareftirliti og öðrum verkefnum til þess að gæta skólanna. Þá hefur öryggismyndavélum verið fjölgað. Strangari kröfur eru gerðar til gesta. Í ríkjum eins og Connecticut, New York og Michigan hafa skólar aukið sýnileika lögreglu í kjölfar fjöldamorðsins. Í Buffalo, þar sem vopnaður rasisti skaut tíu manns til bana í stórverslun 14. maí, þurfa foreldrar, systkini og birgjar að hringja á undan sér til að fá leyfi til að koma inn í skóla, án nokkurra undantekninga. Allar dyr verði læstar. Sýnileiki lögreglu minni frekar á hættuna Aukin öryggisgæsla lætur þó ekki öllum líða betur. Jake Green frá Los Alamos í Nýju-Mexíkó, segist hafa verið sleginn þegar hann sá óeinkennisklædda lögreglumenn í fyrsta skipti þegar hann gekk með dóttur sína í skólann á föstudagsmorgun. Hann ólst sjálfur up í Colorado nærri Columbine-framhaldsskólanum þar sem tveir vopnaðir nemendur skutu tólf samnemendur og kennara til bana árið 1999. „Á vissan hátt líður mér ekkert öruggari með lögregluna hér. Að sjá lögregluna lætur það virkilega virka eins og versti möguleikinn væri enn líklegri til að eiga sér stað í dag,“ segir hann. Nokkur fjöldi tilkynninga hefur borist um að sést hafi til skotvopna á skólalóðum víðsvegar um landið og eru kennarar og nemendur sagðir stressaðir vegna þess. Öllu var skellt í lás í tveimur skólum á Seattle-svæðinu í Washington-ríki vegna slíkra tilkynninga. Eina sem fannst var loftbyssa. Í Denver voru tveir handteknir þegar framhaldsskóla var lokað á fimmtudag. Lögreglumenn fundu málningarbyssu en engin önnur skotvopn. Tímar voru felldir niður í skólanum þrátt fyrir það. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Nítján nemendur á aldrinum níu til ellefu ára og tveir kennarar á fimmtugsaldri voru myrtir þegar ungur maður hóf skothríð með árásarriflli í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas á þriðjudag. Síðan þá hafa skólar í mörgum ríkjum fjölga öryggisvörðum og lögreglumönnum og takmarkað komur gestkomandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Í El Paso í Texas, þar sem byssumaður drap 23 manns í rasískri skotárás árið 2019, hefur lögreglulið fjölgað eftirlitsferðum í öllum 85 skólum sem heyra undir skólaumdæmið. Lögreglumenn hafa verið færðir úr umferðareftirliti og öðrum verkefnum til þess að gæta skólanna. Þá hefur öryggismyndavélum verið fjölgað. Strangari kröfur eru gerðar til gesta. Í ríkjum eins og Connecticut, New York og Michigan hafa skólar aukið sýnileika lögreglu í kjölfar fjöldamorðsins. Í Buffalo, þar sem vopnaður rasisti skaut tíu manns til bana í stórverslun 14. maí, þurfa foreldrar, systkini og birgjar að hringja á undan sér til að fá leyfi til að koma inn í skóla, án nokkurra undantekninga. Allar dyr verði læstar. Sýnileiki lögreglu minni frekar á hættuna Aukin öryggisgæsla lætur þó ekki öllum líða betur. Jake Green frá Los Alamos í Nýju-Mexíkó, segist hafa verið sleginn þegar hann sá óeinkennisklædda lögreglumenn í fyrsta skipti þegar hann gekk með dóttur sína í skólann á föstudagsmorgun. Hann ólst sjálfur up í Colorado nærri Columbine-framhaldsskólanum þar sem tveir vopnaðir nemendur skutu tólf samnemendur og kennara til bana árið 1999. „Á vissan hátt líður mér ekkert öruggari með lögregluna hér. Að sjá lögregluna lætur það virkilega virka eins og versti möguleikinn væri enn líklegri til að eiga sér stað í dag,“ segir hann. Nokkur fjöldi tilkynninga hefur borist um að sést hafi til skotvopna á skólalóðum víðsvegar um landið og eru kennarar og nemendur sagðir stressaðir vegna þess. Öllu var skellt í lás í tveimur skólum á Seattle-svæðinu í Washington-ríki vegna slíkra tilkynninga. Eina sem fannst var loftbyssa. Í Denver voru tveir handteknir þegar framhaldsskóla var lokað á fimmtudag. Lögreglumenn fundu málningarbyssu en engin önnur skotvopn. Tímar voru felldir niður í skólanum þrátt fyrir það.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38
Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56