Ísak Snær Þorvaldsson: Barátta, sýning og allt í þessu Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2022 21:53 Ísak Snær hefur gert níu mörk fyrir fullkomna Blika. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk er Blikar unnu Leikni í Breiðholti 1-2 í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur og skrýtinn að mati Ísaks. „Þetta var skrýtinn leikur. Við sköpuðum ekki mörg færi og við vorum ekki að leyfa þeim að fá færi. Þetta var mikið inni á miðjunni, baráttan, en við tókum færin sem við fengum. Við hefðum getað tekið fleiri færi en svona er þetta og við tökum stigin,“ sagði Ísak og hélt svo áfram „Það var erfitt að finna leiðir í gegnum þétta vörn en við fundum nokkrar leiðir sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Þetta var mjög erfitt en við tókum færin sem við fengum.“ Fyrra mark Ísaks var virkilega fallegt þar sem hann vippaði boltanum yfir Viktor Freyr í marki Leiknis eftir skyndisókn. Ísak hugsaði ekki mikið áður en hann kláraði færið svoleiðis. „Það fór ekki mikið í gegnum hausinn á mér þarna. Ég sá hann bara koma út og þá var allt svæðið opið fyrir aftan hann og fyrir ofan hann þannig ég ákvað bara að setja boltann yfir hann,“ sagði Ísak. Eftir að Ísak hafði komið Blikum í 0-2 þá komust Leiknismenn inn í leikinn. Að sögn Ísaks þá hægðu Blikar full mikið á eftir seinna markið. „Mér fannst við aðeins hægja á okkur. Við fórum að fara aðrar leiðir í staðinn fyrir að fara sömu leiðir og voru að ganga fyrst. Þeir tóku það og nýttu sér það. Þeir pressuðu á okkur og settu síðan mark í andlitið á okkur. Damir og öll varnarnlínan voru sterkir undir lokin og allt liðið í heildina. Sáttir með baráttuna. Þeir voru ekkert að skapa sér neitt þannig,“ sagði Ísak. Ísak og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, tókust reglulega á í gegnum leikinn í dag og oftar en ekki endaði annar þeirra í grasinu. Allt skilið eftir inná vellinum segir Ísak. „Ekkert illt. Þetta var bara inná vellinum. Það er alltaf barátta þar. Það var greinilega ákveðið fyrir leikinn að reyna að komast inn í hausinn á mér. Hann var að klípa mig og klóra mig og reyndi að gera allt til þess að pirra mig. Hann náði því í byrjun en svo ákvað ég bara að láta þetta ekki pirra mig. Svona er þetta bara, þetta er skemmtilegt. Barátta, sýning og allt í þessu,“ sagði Ísak. Breiðablik eru svo gott sem stungnir af á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8 umferðir. Ísak er markahæstur með níu mörk. „Þetta verður bara að koma í ljós. Ef ég tek markametið þá er ég bara sáttur en ég stefni bara á að taka næsta leik og spila hann vel og við sjáum hvernig það fer svo þaðan,“ sagði Ísak að lokum. Breiðablik Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
„Þetta var skrýtinn leikur. Við sköpuðum ekki mörg færi og við vorum ekki að leyfa þeim að fá færi. Þetta var mikið inni á miðjunni, baráttan, en við tókum færin sem við fengum. Við hefðum getað tekið fleiri færi en svona er þetta og við tökum stigin,“ sagði Ísak og hélt svo áfram „Það var erfitt að finna leiðir í gegnum þétta vörn en við fundum nokkrar leiðir sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Þetta var mjög erfitt en við tókum færin sem við fengum.“ Fyrra mark Ísaks var virkilega fallegt þar sem hann vippaði boltanum yfir Viktor Freyr í marki Leiknis eftir skyndisókn. Ísak hugsaði ekki mikið áður en hann kláraði færið svoleiðis. „Það fór ekki mikið í gegnum hausinn á mér þarna. Ég sá hann bara koma út og þá var allt svæðið opið fyrir aftan hann og fyrir ofan hann þannig ég ákvað bara að setja boltann yfir hann,“ sagði Ísak. Eftir að Ísak hafði komið Blikum í 0-2 þá komust Leiknismenn inn í leikinn. Að sögn Ísaks þá hægðu Blikar full mikið á eftir seinna markið. „Mér fannst við aðeins hægja á okkur. Við fórum að fara aðrar leiðir í staðinn fyrir að fara sömu leiðir og voru að ganga fyrst. Þeir tóku það og nýttu sér það. Þeir pressuðu á okkur og settu síðan mark í andlitið á okkur. Damir og öll varnarnlínan voru sterkir undir lokin og allt liðið í heildina. Sáttir með baráttuna. Þeir voru ekkert að skapa sér neitt þannig,“ sagði Ísak. Ísak og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, tókust reglulega á í gegnum leikinn í dag og oftar en ekki endaði annar þeirra í grasinu. Allt skilið eftir inná vellinum segir Ísak. „Ekkert illt. Þetta var bara inná vellinum. Það er alltaf barátta þar. Það var greinilega ákveðið fyrir leikinn að reyna að komast inn í hausinn á mér. Hann var að klípa mig og klóra mig og reyndi að gera allt til þess að pirra mig. Hann náði því í byrjun en svo ákvað ég bara að láta þetta ekki pirra mig. Svona er þetta bara, þetta er skemmtilegt. Barátta, sýning og allt í þessu,“ sagði Ísak. Breiðablik eru svo gott sem stungnir af á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8 umferðir. Ísak er markahæstur með níu mörk. „Þetta verður bara að koma í ljós. Ef ég tek markametið þá er ég bara sáttur en ég stefni bara á að taka næsta leik og spila hann vel og við sjáum hvernig það fer svo þaðan,“ sagði Ísak að lokum.
Breiðablik Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira