Ákvörðun KSÍ nær ekki til FH sem leyfir Eggerti að spila Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 13:00 Eggert Gunnþór Jónsson sneri aftur til fyrri starfa hjá FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí, eftir að hafa verið látinn stíga til hliðar 21. apríl. vísir/Hulda Margrét Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær þrátt fyrir að niðurfelling máls hans og Arons Einars Gunnarssonar, vegna nauðgunarkæru, hafi verið kærð. Eggert hefur þar með spilað tvo leiki frá því að í ljós kom síðasta miðvikudag að ákvörðun héraðssóknara um að fella mál hans og Arons niður hefði verið kærð. Hann kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Kára á miðvikudagskvöldinu. Eggert spilaði fyrsta leik FH í Bestu deildinni í vor, 18. apríl, en þá var mál hans enn á borði héraðssaksóknara. Eftir gagnrýni ákváðu FH-ingar að fara fram á það við Eggert að hann stigi til hliðar. Þegar héraðssaksóknari felldi mál hans niður sneri Eggert hins vegar aftur í lið FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í síðustu viku viðbragðsáætlun vegna meintra, alvarlegra brota landsliðsmanna. Þar segir að þegar slík mál séu til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, og/eða samskiptaráðgjafa ÍSÍ, skuli menn stíga til hliðar á meðan. Þessi viðbragðsáætlun kom þannig í veg fyrir að Aron Einar, nú eða Eggert, kæmu til greina í landsliðshópinn sem valinn var í síðustu viku. Ákvörðun stjórnar KSÍ nær hins vegar aðeins til aðila „innan KSÍ“ en ekki til fulltrúa aðildarfélaga sambandsins. FH er því í sjálfsvald sett hvort það leyfir Eggerti að spila og það hefur félagið gert þrátt fyrir að niðurfellingin væri kærð. „Mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum“ „Eftir að þessi nýja staða kom upp höfum við verið að skoða hvernig málið stendur. Fyrri ákvörðun okkar stendur þar til að annað er ákveðið en það er alveg ljóst að ef að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þá munum við í síðasta lagi þá bregðast við aftur. Annað hefur ekki verið ákveðið,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. KSÍ kom með reglur sem að gilda eingöngu fyrir KSÍ og það er ekki búið að búa til eitthvað fyrir allt sambandið enn þá. Mál eru auðvitað mismunandi og þau ber að túlka á mismunandi hátt. Það er mjög mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum, fyrir alla aðila sem koma að þessu. Við höfum reynt að vanda okkur í því,“ segir Valdimar. Er óvissan um niðurstöðu málsins þá sem sagt ekki næg núna í samanburði við fyrri ákvörðun þegar Eggert var látinn stíga til hliðar? „Við getum alveg haft mismunandi skoðanir á því. Við höfum ekki viljað efnislega blanda okkur inn í málið. Svona er staðan núna og við viljum helst ekki þurfa að fara í eitthvað hlutverk til að dæma á einn eða annan hátt. Þetta eru auðvitað mjög erfið og sorgleg mál og við viljum reyna að taka á þeim eins vel og faglega og við getum,“ segir Valdimar. Besta deild karla FH Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Eggert hefur þar með spilað tvo leiki frá því að í ljós kom síðasta miðvikudag að ákvörðun héraðssóknara um að fella mál hans og Arons niður hefði verið kærð. Hann kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Kára á miðvikudagskvöldinu. Eggert spilaði fyrsta leik FH í Bestu deildinni í vor, 18. apríl, en þá var mál hans enn á borði héraðssaksóknara. Eftir gagnrýni ákváðu FH-ingar að fara fram á það við Eggert að hann stigi til hliðar. Þegar héraðssaksóknari felldi mál hans niður sneri Eggert hins vegar aftur í lið FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í síðustu viku viðbragðsáætlun vegna meintra, alvarlegra brota landsliðsmanna. Þar segir að þegar slík mál séu til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, og/eða samskiptaráðgjafa ÍSÍ, skuli menn stíga til hliðar á meðan. Þessi viðbragðsáætlun kom þannig í veg fyrir að Aron Einar, nú eða Eggert, kæmu til greina í landsliðshópinn sem valinn var í síðustu viku. Ákvörðun stjórnar KSÍ nær hins vegar aðeins til aðila „innan KSÍ“ en ekki til fulltrúa aðildarfélaga sambandsins. FH er því í sjálfsvald sett hvort það leyfir Eggerti að spila og það hefur félagið gert þrátt fyrir að niðurfellingin væri kærð. „Mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum“ „Eftir að þessi nýja staða kom upp höfum við verið að skoða hvernig málið stendur. Fyrri ákvörðun okkar stendur þar til að annað er ákveðið en það er alveg ljóst að ef að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þá munum við í síðasta lagi þá bregðast við aftur. Annað hefur ekki verið ákveðið,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. KSÍ kom með reglur sem að gilda eingöngu fyrir KSÍ og það er ekki búið að búa til eitthvað fyrir allt sambandið enn þá. Mál eru auðvitað mismunandi og þau ber að túlka á mismunandi hátt. Það er mjög mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum, fyrir alla aðila sem koma að þessu. Við höfum reynt að vanda okkur í því,“ segir Valdimar. Er óvissan um niðurstöðu málsins þá sem sagt ekki næg núna í samanburði við fyrri ákvörðun þegar Eggert var látinn stíga til hliðar? „Við getum alveg haft mismunandi skoðanir á því. Við höfum ekki viljað efnislega blanda okkur inn í málið. Svona er staðan núna og við viljum helst ekki þurfa að fara í eitthvað hlutverk til að dæma á einn eða annan hátt. Þetta eru auðvitað mjög erfið og sorgleg mál og við viljum reyna að taka á þeim eins vel og faglega og við getum,“ segir Valdimar.
Besta deild karla FH Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira