Sér enga lausn í sjónmáli og segir upp eftir erfiðan dag Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2022 21:46 Soffía Steingrímsdóttir hefur starfað á bráðamóttökunni í sjö ár. Hún ætlar að hætta vegna langvarandi manneklu. Vísir Bráðahjúkrunarfræðingur hefur ákveðið að segja upp á bráðamóttökunni vegna langvarandi álags og þess að engin lausn á vandanum virðist í sjónmáli. Það er þrátt fyrir að ítrekað sé búið að vara við vandamálinu um árabil. Soffía Steingrímsdóttir birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hún lýsir deginum í dag og hvernig hann fyllti mælinn. Kvöldinu verði varið í að semja uppsagnarbréf. Í færslunni segir Soffía að þrjátíu bekkir hafi verið opnir á bráðamóttökunni í Fossvogi í dag en 98 sjúklingar hafi verið skráðir klukkan þrjú. Þar af 33 innlagðir sem hafi átt heima á öðrum deildum sjúkrahússins. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem fólk var á öllum opnum bekkjum þar og rúmlega það. Biðu í meira en fimm klukkustundir Soffía segir að biðtími fólks hafi í einhverjum tilfellum farið yfir fimm klukkustundir. Hún varði deginum á biðstofunni að taka á móti fólki og forgangsraða fólki eftir veikindum. Margt af því fólki sem hún hafi ekki getað leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar. „Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin,“ skrifaði Soffía. „Ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það síðastliðin sjö ár en treysti mér ekki lengur til þess.“ Soffía sagðist hafa vonast og beðið eftir breytingum til hins betra en ástandið hafi bara versnað. Því sagðist hún ætla að taka kvöldið í að skrifa uppsagnarbréf og koma því til skila á morgun. Í samtali við Vísi segist Soffía vita til þess að nokkrir aðrir hjúkrunarfræðingar ætli að gera slíkt hið sama. Þar að auki hafi þó nokkrir sagt upp þann fyrsta mars síðastliðinn. „Þetta er ástand sem við höfum kallað og hrópað um síðustu sex, sjö árin,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Hún segir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á allar deildir og fólk sitji fast á bráðamóttökunni. „Við rekum eina til tvær góðar legudeildir á bráðamóttökunni og það er fyrir utan bráðamóttökuplássin þar.“ Hún vísar til þess að í dag hafi verið þrjátíu pláss á bráðamóttökunni en sjúklingarnir hundrað. „Fólk var búið að bíða í marga klukkutíma, bráðveikt og með alls konar veikindi. Það komst ekki inn því við áttum hreinlega ekki einn stól fyrir það.“ Ástandið versnað með hverju árinu Soffía segir þetta ástand hafa versnað með hverju árinu og hún hafi aldrei séð það eins slæmt og um þessar mundir. „Sjúkrabílar bíða í röðum í skúrnum því við eigum ekki bekk fyrir sjúklinga,“ segir hún. Soffía segist telja von á einhverjum uppsagnarbréfum frá hjúkrunarfræðingum um mánaðamótin og óttast hún að bráðamóttakan verði óstarfhæf á næstunni. Nú sé sumarið að koma með tilheyrandi sumarfríum. „Við erum búin að vara við þessu í mörg ár. Ráðherrar hafa komið í heimsókn og séð ástandi en það virðast ekki vera neinar lausnir,“ segir Soffía. „Þess vegna er maður að gefast upp. Maður sér enga lausn framundan.“ Soffía segir að bæta þurfi kjör og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Þess þurfi til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa hjá spítalanum og manna þau rúm sem til eru. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Soffía Steingrímsdóttir birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hún lýsir deginum í dag og hvernig hann fyllti mælinn. Kvöldinu verði varið í að semja uppsagnarbréf. Í færslunni segir Soffía að þrjátíu bekkir hafi verið opnir á bráðamóttökunni í Fossvogi í dag en 98 sjúklingar hafi verið skráðir klukkan þrjú. Þar af 33 innlagðir sem hafi átt heima á öðrum deildum sjúkrahússins. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem fólk var á öllum opnum bekkjum þar og rúmlega það. Biðu í meira en fimm klukkustundir Soffía segir að biðtími fólks hafi í einhverjum tilfellum farið yfir fimm klukkustundir. Hún varði deginum á biðstofunni að taka á móti fólki og forgangsraða fólki eftir veikindum. Margt af því fólki sem hún hafi ekki getað leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar. „Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin,“ skrifaði Soffía. „Ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það síðastliðin sjö ár en treysti mér ekki lengur til þess.“ Soffía sagðist hafa vonast og beðið eftir breytingum til hins betra en ástandið hafi bara versnað. Því sagðist hún ætla að taka kvöldið í að skrifa uppsagnarbréf og koma því til skila á morgun. Í samtali við Vísi segist Soffía vita til þess að nokkrir aðrir hjúkrunarfræðingar ætli að gera slíkt hið sama. Þar að auki hafi þó nokkrir sagt upp þann fyrsta mars síðastliðinn. „Þetta er ástand sem við höfum kallað og hrópað um síðustu sex, sjö árin,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Hún segir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á allar deildir og fólk sitji fast á bráðamóttökunni. „Við rekum eina til tvær góðar legudeildir á bráðamóttökunni og það er fyrir utan bráðamóttökuplássin þar.“ Hún vísar til þess að í dag hafi verið þrjátíu pláss á bráðamóttökunni en sjúklingarnir hundrað. „Fólk var búið að bíða í marga klukkutíma, bráðveikt og með alls konar veikindi. Það komst ekki inn því við áttum hreinlega ekki einn stól fyrir það.“ Ástandið versnað með hverju árinu Soffía segir þetta ástand hafa versnað með hverju árinu og hún hafi aldrei séð það eins slæmt og um þessar mundir. „Sjúkrabílar bíða í röðum í skúrnum því við eigum ekki bekk fyrir sjúklinga,“ segir hún. Soffía segist telja von á einhverjum uppsagnarbréfum frá hjúkrunarfræðingum um mánaðamótin og óttast hún að bráðamóttakan verði óstarfhæf á næstunni. Nú sé sumarið að koma með tilheyrandi sumarfríum. „Við erum búin að vara við þessu í mörg ár. Ráðherrar hafa komið í heimsókn og séð ástandi en það virðast ekki vera neinar lausnir,“ segir Soffía. „Þess vegna er maður að gefast upp. Maður sér enga lausn framundan.“ Soffía segir að bæta þurfi kjör og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Þess þurfi til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa hjá spítalanum og manna þau rúm sem til eru.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira