Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2022 09:30 Lögreglumenn fyrir utan útfararstofu í Uvalde í gær. Í bakgrunni blakta fánar Bandaríkjanna og Texas í hálfa stöng. Viðbrögð lögreglu við skótárásinni í síðustu viku sæta harðri gagnrýni. AP/Jae C. Hong Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. Viðbrögð lögreglu við skotárásinni í bænum Uvalde í Texas á þriðjudag í síðustu viku hafa verið harðlega gagnrýnd. Skýringar hennar tóku breytingum og skorti á köflum innra samræmi. Yfirvöld segja nú að nokkrir lögreglumenn hafi farið inn í Robb-grunnskólann aðeins tveimur mínútum á eftir átján ára gömlum byssumanninum. Þar hafi þeir skipst á skotum. Þrátt fyrir það var morðæðið ekki stöðvað fyrr en um klukkustund síðar þegar sérsveit landamæravarðar lét opna skólastofu sem byssumaðurinn hafði farið inn í og felldi hann. Þau vinnubrögð eru í engu samræmi við þá reynslu sem bandarískt lögreglulið hefur dregið af fjölda skotárása undanfarinna ára og áratuga að best sé að mæta byssumanni sem fyrst. Jarrod Burguan, sem var lögreglustjóri í bænum San Bernardino í Kaliforníu þar sem fjórtán voru myrtir í hryðjuverkaárás árið 2015, segir að fjöldamorðið í Columbine-framhaldsskólanum fyrir meira en tuttugu árum hafi breytt öllu. Síðan þá hafi lögreglumenn verið þjálfaðir í að hópa sig saman og fara eins fljótt inn í byggingar til að mæta byssumanni og hægt er til að koma í veg fyrir að þeir nái að myrða fleiri. „Þetta hefur verið barið inn í þennan iðnað í fleiri ár núna,“ segir Burguan við AP-fréttastofuna. Sjaldgæft er að alríkisyfirvöld rannsaki viðbrögð lögreglu við skotárásum sem þessum. Búist er við því að hún taki einhverja mánuði. Dómsmálaráðuneytið rannsakar ekki fjöldamorðið sjálft og rannsókninni er ekki ætlað að leiða til saksóknara eða málsókna gegn lögreglumönnum. Taldi að virk hætta væri ekki lengur til staðar Fjöldi spurninga hefur verið vaknað um hvað réði viðbrögðum lögreglunnar á vettvangi í Uvalde. Maria Haberfeld, prófessor í afbrotafræði við John Jay-háskóla í New York, leikur til dæmis forvitni á að vita hvers vegna yfirmaður lögregluliðs skólaumdæmis Uvalde hafi stýrt aðgerðum á vettvangi og haft völd til að skipa lögregumönnum að halda kyrru fyrir á meðan börn sem voru læst inni með morðingjanum reyndu í örvæntingu að biðja starfsfólk neyðarlínu um hjálp. „Lykilspurning fyrir mér er hver skipaði hann til að stýra?“ segir Haberfeld við AP. Pete Arredondo, lögreglustjóri skólalögreglunnar, hefur ekkert tjáð sig um atburðina. Embættismenn hafa sagt að hann hafi talið að morðinginn hefði lokað sig inni í skólastofu og virk hætta væri ekki lengur fyrir hendi. Haberfeld segir að skólalögreglulið hafi almennt ekki mesta reynslu af skotárásum sem þessum og vill vita hvers vegna aðrir með sérhæfðari þjálfun tóku ekki við umsjón aðgerðanna. Það var ekki fyrr en sérsveit landamæravarða náði í lykil frá húsverði og opnaði dyr skólastofunnar sem árásarmaðurinn var loks stöðvaður. „Þetta er ekki einhvers konar víggirtur kastali frá miðöldum, Þetta er hurð. Þeir vissu hvað þeir ættu að gera. Þú þarft ekki á lykli að halda,“ segir Haberfeld. Salvatore Di Grazia, kennari frá Rio Grande-dal í Texas, biður við minnisvarða um börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde.AP/Jae C. Hong Fordæmi fyrir að illa búnir lögreglumenn bjóði byssumanni birginn Samskipti lögregluliðsins eru líkleg til að vera í brennidepli rannsóknar dómsmálaráðuneytisins. Ekki liggur til dæmis fyrir hvers vegna Arredondo hélt að engin virk hætta stafaði lengur af byssumanninum. Thor Eells, framkvæmdastjóri Landsambands sérsveitarmanna í Bandaríkjunum, segir að málið snúist um samskiptin og hvaða upplýsingar Arredondo hafði. Eins munu rannsakendur ráðuneytisins líklega beina sjónum sínum að búnaði lögreglumannanna, þar á meðal vopnum og brynklæðum. Byssumaðurinn var sjálfur í skotheldu vesti og vopnaður árásarriffli sem getur skotið í gegnum einföld skotheld vesti. Jafnvel þó að lögreglumennirnir hafi ekki verið almennilega búnir, líkt og raunin hefur reynst með almennt lögreglulið í öðrum skotárásum, eru fordæmi um að annars staðar hafi lögreglumenn hætt lífi og limum til að stöðva fjöldamorð. Í Pulse-næturklúbbnum í Orlando á Flórída þar sem vopnaður maður myrti 49 manns árið 2016 hætti rannsóknarlögreglumaður á staðnum sér í skotbardaga við morðingjanna þrátt fyrir að hann væri sjálfur aðeins vopnaður skammbyssu. Þeir lögreglumenn sem mættu á vettvang hópuðu sig saman og réðust til inngöngu í klúbbinn nærri því samstundis. Í San Bernardino var aðeins einn af fyrstu lögreglumönnum á vettvang vopnaður haglabyssu og nokkrir þeirra voru ekki í neinum skotheldum klæðum. Engu að síður notuðu þeir þjálfun sína fyrir skotárásir til að mynda fjögurra manna teymi og leggja til atlögu við byssumanninn. Þurfa að bregðast skjótt við til að hjálpa særðum Ekki er aðeins mikilvægt að lögregla stöðvi byssumenn eins fljótt og hægt er til að þeir drepi ekki fleiri heldur til að hægt sé að hlúa að þeim særðu. Mestar líkur eru á að fórnarlömb lifi af komist þau undir læknishendur fyrsta klukkutímann eftir að þau særast. Óljóst er hvort að tafir lögreglu í að mæta byssumanninum í Uvalde hafi leitt til dauða barna sem lágu helsærð og þurftu að komast á sjúkrahús í meira en klukkutíma fjarlægð í San Antonio. Eels segir að þó að lögreglumenn séu þjálfaðir í að greina hættu fyrir þá sjálfa og aðra við aðstæður sem breytast hratt séu þeir einnig þjálfaðir í að koma í veg fyrir að fólk særist. „Að ráðast inn í þessa skólastofu er mjög, mjög, mjög hættulegt en við tökum þá áhættu vísvitandi og af frjálsum vilja vegna þess að forgangsmál okkar er að hjálpa þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir,“ segir hann. Syrgjendur yfirgefa kistulagningu Amerie Garza, tíu ára gamallar stúlku sem var myrt í Robb-grunnskólanum, í gær.AP/Jae C. Hong Liðsauki útfararstjóra og líksmurningarmanna Sumarfrí hófst í Robb-grunnskólanum í þessari viku. Í stað gleði og glaums hófst vikan á útförum tveggja fyrstu barnanna af þeim nítján sem létu lífið. AP segir að næsta tvær og hálfa vikan verði undirlögð af jarðarförum barnanna. Uvalde er tiltölulega lítill bær. Útfararstjórar, líksmurningarmenn og fleiri annars staðar frá í Texas hafa því gert sér ferð þangað til að leggja hönd á plóg. Sumir útfararstjórar komu sérstaklega til að hjálpa til við andlitsuppbyggingu í ljósi þess skaða sem árásarriffill morðingjans gerði á börnunum. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Segir börnin hafa grátbeðið um hjálp á meðan lögreglan beið fyrir utan Yfirmaður aðgerða lögreglu við grunnskóla í Texas þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir ákvað að aðhafast ekki neitt í tæplega fimmtíu mínútur á meðan árásarmaðurinn var inni í læstri skólastofu ásamt fórnarlömbum sínum. 27. maí 2022 18:03 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Viðbrögð lögreglu við skotárásinni í bænum Uvalde í Texas á þriðjudag í síðustu viku hafa verið harðlega gagnrýnd. Skýringar hennar tóku breytingum og skorti á köflum innra samræmi. Yfirvöld segja nú að nokkrir lögreglumenn hafi farið inn í Robb-grunnskólann aðeins tveimur mínútum á eftir átján ára gömlum byssumanninum. Þar hafi þeir skipst á skotum. Þrátt fyrir það var morðæðið ekki stöðvað fyrr en um klukkustund síðar þegar sérsveit landamæravarðar lét opna skólastofu sem byssumaðurinn hafði farið inn í og felldi hann. Þau vinnubrögð eru í engu samræmi við þá reynslu sem bandarískt lögreglulið hefur dregið af fjölda skotárása undanfarinna ára og áratuga að best sé að mæta byssumanni sem fyrst. Jarrod Burguan, sem var lögreglustjóri í bænum San Bernardino í Kaliforníu þar sem fjórtán voru myrtir í hryðjuverkaárás árið 2015, segir að fjöldamorðið í Columbine-framhaldsskólanum fyrir meira en tuttugu árum hafi breytt öllu. Síðan þá hafi lögreglumenn verið þjálfaðir í að hópa sig saman og fara eins fljótt inn í byggingar til að mæta byssumanni og hægt er til að koma í veg fyrir að þeir nái að myrða fleiri. „Þetta hefur verið barið inn í þennan iðnað í fleiri ár núna,“ segir Burguan við AP-fréttastofuna. Sjaldgæft er að alríkisyfirvöld rannsaki viðbrögð lögreglu við skotárásum sem þessum. Búist er við því að hún taki einhverja mánuði. Dómsmálaráðuneytið rannsakar ekki fjöldamorðið sjálft og rannsókninni er ekki ætlað að leiða til saksóknara eða málsókna gegn lögreglumönnum. Taldi að virk hætta væri ekki lengur til staðar Fjöldi spurninga hefur verið vaknað um hvað réði viðbrögðum lögreglunnar á vettvangi í Uvalde. Maria Haberfeld, prófessor í afbrotafræði við John Jay-háskóla í New York, leikur til dæmis forvitni á að vita hvers vegna yfirmaður lögregluliðs skólaumdæmis Uvalde hafi stýrt aðgerðum á vettvangi og haft völd til að skipa lögregumönnum að halda kyrru fyrir á meðan börn sem voru læst inni með morðingjanum reyndu í örvæntingu að biðja starfsfólk neyðarlínu um hjálp. „Lykilspurning fyrir mér er hver skipaði hann til að stýra?“ segir Haberfeld við AP. Pete Arredondo, lögreglustjóri skólalögreglunnar, hefur ekkert tjáð sig um atburðina. Embættismenn hafa sagt að hann hafi talið að morðinginn hefði lokað sig inni í skólastofu og virk hætta væri ekki lengur fyrir hendi. Haberfeld segir að skólalögreglulið hafi almennt ekki mesta reynslu af skotárásum sem þessum og vill vita hvers vegna aðrir með sérhæfðari þjálfun tóku ekki við umsjón aðgerðanna. Það var ekki fyrr en sérsveit landamæravarða náði í lykil frá húsverði og opnaði dyr skólastofunnar sem árásarmaðurinn var loks stöðvaður. „Þetta er ekki einhvers konar víggirtur kastali frá miðöldum, Þetta er hurð. Þeir vissu hvað þeir ættu að gera. Þú þarft ekki á lykli að halda,“ segir Haberfeld. Salvatore Di Grazia, kennari frá Rio Grande-dal í Texas, biður við minnisvarða um börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde.AP/Jae C. Hong Fordæmi fyrir að illa búnir lögreglumenn bjóði byssumanni birginn Samskipti lögregluliðsins eru líkleg til að vera í brennidepli rannsóknar dómsmálaráðuneytisins. Ekki liggur til dæmis fyrir hvers vegna Arredondo hélt að engin virk hætta stafaði lengur af byssumanninum. Thor Eells, framkvæmdastjóri Landsambands sérsveitarmanna í Bandaríkjunum, segir að málið snúist um samskiptin og hvaða upplýsingar Arredondo hafði. Eins munu rannsakendur ráðuneytisins líklega beina sjónum sínum að búnaði lögreglumannanna, þar á meðal vopnum og brynklæðum. Byssumaðurinn var sjálfur í skotheldu vesti og vopnaður árásarriffli sem getur skotið í gegnum einföld skotheld vesti. Jafnvel þó að lögreglumennirnir hafi ekki verið almennilega búnir, líkt og raunin hefur reynst með almennt lögreglulið í öðrum skotárásum, eru fordæmi um að annars staðar hafi lögreglumenn hætt lífi og limum til að stöðva fjöldamorð. Í Pulse-næturklúbbnum í Orlando á Flórída þar sem vopnaður maður myrti 49 manns árið 2016 hætti rannsóknarlögreglumaður á staðnum sér í skotbardaga við morðingjanna þrátt fyrir að hann væri sjálfur aðeins vopnaður skammbyssu. Þeir lögreglumenn sem mættu á vettvang hópuðu sig saman og réðust til inngöngu í klúbbinn nærri því samstundis. Í San Bernardino var aðeins einn af fyrstu lögreglumönnum á vettvang vopnaður haglabyssu og nokkrir þeirra voru ekki í neinum skotheldum klæðum. Engu að síður notuðu þeir þjálfun sína fyrir skotárásir til að mynda fjögurra manna teymi og leggja til atlögu við byssumanninn. Þurfa að bregðast skjótt við til að hjálpa særðum Ekki er aðeins mikilvægt að lögregla stöðvi byssumenn eins fljótt og hægt er til að þeir drepi ekki fleiri heldur til að hægt sé að hlúa að þeim særðu. Mestar líkur eru á að fórnarlömb lifi af komist þau undir læknishendur fyrsta klukkutímann eftir að þau særast. Óljóst er hvort að tafir lögreglu í að mæta byssumanninum í Uvalde hafi leitt til dauða barna sem lágu helsærð og þurftu að komast á sjúkrahús í meira en klukkutíma fjarlægð í San Antonio. Eels segir að þó að lögreglumenn séu þjálfaðir í að greina hættu fyrir þá sjálfa og aðra við aðstæður sem breytast hratt séu þeir einnig þjálfaðir í að koma í veg fyrir að fólk særist. „Að ráðast inn í þessa skólastofu er mjög, mjög, mjög hættulegt en við tökum þá áhættu vísvitandi og af frjálsum vilja vegna þess að forgangsmál okkar er að hjálpa þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir,“ segir hann. Syrgjendur yfirgefa kistulagningu Amerie Garza, tíu ára gamallar stúlku sem var myrt í Robb-grunnskólanum, í gær.AP/Jae C. Hong Liðsauki útfararstjóra og líksmurningarmanna Sumarfrí hófst í Robb-grunnskólanum í þessari viku. Í stað gleði og glaums hófst vikan á útförum tveggja fyrstu barnanna af þeim nítján sem létu lífið. AP segir að næsta tvær og hálfa vikan verði undirlögð af jarðarförum barnanna. Uvalde er tiltölulega lítill bær. Útfararstjórar, líksmurningarmenn og fleiri annars staðar frá í Texas hafa því gert sér ferð þangað til að leggja hönd á plóg. Sumir útfararstjórar komu sérstaklega til að hjálpa til við andlitsuppbyggingu í ljósi þess skaða sem árásarriffill morðingjans gerði á börnunum.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Segir börnin hafa grátbeðið um hjálp á meðan lögreglan beið fyrir utan Yfirmaður aðgerða lögreglu við grunnskóla í Texas þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir ákvað að aðhafast ekki neitt í tæplega fimmtíu mínútur á meðan árásarmaðurinn var inni í læstri skólastofu ásamt fórnarlömbum sínum. 27. maí 2022 18:03 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42
Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38
Segir börnin hafa grátbeðið um hjálp á meðan lögreglan beið fyrir utan Yfirmaður aðgerða lögreglu við grunnskóla í Texas þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir ákvað að aðhafast ekki neitt í tæplega fimmtíu mínútur á meðan árásarmaðurinn var inni í læstri skólastofu ásamt fórnarlömbum sínum. 27. maí 2022 18:03
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent