Hrósar umgjörðinni hjá Stjörnunni en segir stuðninginn mega vera meiri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2022 12:00 Heiða Ragney Viðarsdóttir og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir mættu í upphitunarþátt fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna. stöð 2 sport Þróttarinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Stjörnukonan Heiða Ragney Viðarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttir í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Þróttur og Stjarnan eigast við í afar mikilvægum leik í Laugardalnum á morgun. Þróttur er í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í því fjórða. Álfhildur, sem er fyrirliði Þróttar, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið undanfarin ár. „Ég kalla þau öll Köttara. Þau eru öll frábær og ég get ekki hætt að hrósa þeim fyrir hversu vel þau hafa staðið sig í gegnum síðustu ár. Það er ótrúlega gott að hafa þennan stuðning,“ sagði Álfhildur. „Þau láta vel í sér heyra á öllum leikjum og eru mjög dugleg að mæta sama hvar við erum.“ Álfhildur segir að Þróttarar séu brattir eftir góða byrjun á tímabilinu og leyfa sér að dreyma um titilbaráttu. „Það væri ótrúlega gaman. Okkur hefur gengið vel. Leikir sem hefðu endað með jafntefli í fyrrasumar höfum við unnið undir lokin. Það er greinilega skref fram á við þar. Auðvitað er stefnan alltaf að ná sem lengst.“ Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir tvö nokkuð sannfærandi töp fyrir Breiðabliki og Val þar á undan. Heiða segist mátulega sátt með hvernig Stjörnukonur hafa byrjað tímabilið. „Eftir ÍBV-leikinn vorum við drullufúlar en það er alltaf erfitt að koma þangað og stig þar er alltaf gott. Tapið fyrir Breiðabliki, það var bara ekki góður leikur að okkar hálfu, en Valsleikurinn var allt öðruvísi og þessi 0-2 sigur segir ekki hvernig leikurinn var. Það voru engin færi í þessum leik og þær skoruðu bara úr hornum,“ sagði Heiða. „Þetta gefur ekki alveg raunhæfa mynd af því hvernig við höfum spilað. Við höfum spilað mjög vel. Þetta er kannski fínt spark í rassinn fyrir okkur því við ætluðum okkur stóra hluti. Þetta hefur haldið okkur niðri á jörðinni. Við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og safna stigum.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 7. umferð Heiða er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hún lék áður með Þór/KA. Helena bað hana um að bera félögin saman. „Umgjörðin er mjög ólík. Fyrir norðan er risa kvennaráð sem sér um hópinn. Það er rosa mikil samheldni, maður þekkir foreldra allra í liðinu og það mæta allir á leiki. Svo er endalaust af einhverjum vörutalningum. Við erum endalaust að safna pening sem þéttir hópinn,“ sagði Heiða. „Í Garðabænum er allt til staðar. Umgjörðin er rosa góð. Það er allt gert fyrir okkur. En aftur á móti kemur fólk ekki mikið á leiki þótt við séum með frábært þjálfarateymi og fáum frábæra umgjörð. Stuðningurinn innan Garðabæjar upplifi ég ekki mikinn eins og ég upplifði heima.“ Upphitunarþáttinn fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 7. umferð Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Þróttur og Stjarnan eigast við í afar mikilvægum leik í Laugardalnum á morgun. Þróttur er í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í því fjórða. Álfhildur, sem er fyrirliði Þróttar, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið undanfarin ár. „Ég kalla þau öll Köttara. Þau eru öll frábær og ég get ekki hætt að hrósa þeim fyrir hversu vel þau hafa staðið sig í gegnum síðustu ár. Það er ótrúlega gott að hafa þennan stuðning,“ sagði Álfhildur. „Þau láta vel í sér heyra á öllum leikjum og eru mjög dugleg að mæta sama hvar við erum.“ Álfhildur segir að Þróttarar séu brattir eftir góða byrjun á tímabilinu og leyfa sér að dreyma um titilbaráttu. „Það væri ótrúlega gaman. Okkur hefur gengið vel. Leikir sem hefðu endað með jafntefli í fyrrasumar höfum við unnið undir lokin. Það er greinilega skref fram á við þar. Auðvitað er stefnan alltaf að ná sem lengst.“ Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir tvö nokkuð sannfærandi töp fyrir Breiðabliki og Val þar á undan. Heiða segist mátulega sátt með hvernig Stjörnukonur hafa byrjað tímabilið. „Eftir ÍBV-leikinn vorum við drullufúlar en það er alltaf erfitt að koma þangað og stig þar er alltaf gott. Tapið fyrir Breiðabliki, það var bara ekki góður leikur að okkar hálfu, en Valsleikurinn var allt öðruvísi og þessi 0-2 sigur segir ekki hvernig leikurinn var. Það voru engin færi í þessum leik og þær skoruðu bara úr hornum,“ sagði Heiða. „Þetta gefur ekki alveg raunhæfa mynd af því hvernig við höfum spilað. Við höfum spilað mjög vel. Þetta er kannski fínt spark í rassinn fyrir okkur því við ætluðum okkur stóra hluti. Þetta hefur haldið okkur niðri á jörðinni. Við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og safna stigum.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 7. umferð Heiða er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hún lék áður með Þór/KA. Helena bað hana um að bera félögin saman. „Umgjörðin er mjög ólík. Fyrir norðan er risa kvennaráð sem sér um hópinn. Það er rosa mikil samheldni, maður þekkir foreldra allra í liðinu og það mæta allir á leiki. Svo er endalaust af einhverjum vörutalningum. Við erum endalaust að safna pening sem þéttir hópinn,“ sagði Heiða. „Í Garðabænum er allt til staðar. Umgjörðin er rosa góð. Það er allt gert fyrir okkur. En aftur á móti kemur fólk ekki mikið á leiki þótt við séum með frábært þjálfarateymi og fáum frábæra umgjörð. Stuðningurinn innan Garðabæjar upplifi ég ekki mikinn eins og ég upplifði heima.“ Upphitunarþáttinn fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 7. umferð
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira