Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ Skúli Bragi Geirdal skrifar 31. maí 2022 14:01 TikTok í hádeginu, SnapChat á kvöldin mér er sagt að þegja meðan Story-tíminn er. YouTube í hádeginu, Warzone á kvöldin hún mamma er svo stressuð en þó mest á sjálfri sér. Já tímarnir breytast og mennirnir með. Fyrir 6 árum var enginn á TikTok. Fyrir 11 árum höfðum við ekki heyrt um SnapChat eða Zoom. Fyrir 15 árum fengum við ekki eina einustu tilkynningu í símana okkar frá Instagram, Messenger og WhatsApp. Fyrir 20 árum lifðum við í heimi án Facebook, YouTube, Twitter, Spotify og Iphone. Fyrir 25 árum síðan notuðum við ekki Wi-Fi eða Bluetooth! Það er nefnilega ekki lengra síðan og gott að minna sig á það varðandi þessa hluti sem virðast ómissandi í daglegu lífi. Hér verður þó engu haldið fram um að allt hafi verið betra í gamla daga enda er ég sjálfur á þrítugsaldri og því tæplega í aðstöðu til þess. Ég legg hinsvegar til að við stöldrum aðeins við og lítum á þennan stafræna heim sem við búum í. Dóttir mín er 5 ára. Hún á vinkonur á sama aldri sem eiga sinn eigin síma.TikTok í hádeginu, Cheerios á kvöldin...Það er auðvitað algjör synd að nýta ekki gamla símann þegar að mamma og pabbi fá sér nýjan. Börnin þurfa jú einhvern tímann að læra á þessi tæki og ef þau eiga sína eigin síma þá getum við foreldrar líka átt okkar nýju síma í friði. Þá geta allir geta setið saman í þögn yfir Story-tímanum. Nei 5 ára börnum þarf að kenna en ekki láta þau kenna á því! Í dag eiga á bilinu 95-100% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára sinn eigin farsíma á Íslandi.* Að gefa ungum börnum snjallsíma svo þau geti sjálf lært að nota þá, er eins og að henda ósyndu barni útí sundlaug og vona að það læri á endanum að bjarga sér... En þó það sé margt hættulegt við sundlaug fyrir ósyndan einstakling þá bönnum við börnunum ekki að fara í sund heldur kennum þeim frá unga aldri að nota þær rétt. Af því að þá kemur að þeim tíma að þau geta sjálf tekið af sér kútana, stokkið í djúpu laugina og notið þess að synda sjálf. Á meðal barna á aldrinum 9-12 ára í 4.-7. bekk grunnskóla nota 59% TikTok, 57% SnapChat og 29% Instagram. Allir miðlarnir þrír eru með 13 ára aldurstakmarki. Helmingur barna á þessum aldri er með sinn eigin aðgang á YouTube þótt slíkt sé ekki leyfilegt fyrr en við 13 ára aldur og þá með leyfi foreldra þar til 18 ára aldri hefur verið náð.* YouTube er hægt að nota án þess að vera þar með sinn eigin aðgang. Börn undir 13 ára aldri geta því skoðað efnið sem þar er að finna með leyfi foreldra og forráðamanna. Hér erum við komin á einskonar grátt svæði sem fellur fyrir utan aldurstakmörk miðilsins og þá er ábyrgðin sett í hendur okkar foreldra og forráðamanna hvort gefa skuli leyfi eða ekki. En í hverju felst þetta leyfi sem okkur foreldrum er gert að veita börnunum okkar? Setjum við einhverjar kröfur á okkur sjálf um þekkingu á því efni sem við erum að gefa leyfi fyrir? Vitum við hvernig algóritmar þessara miðla virka og hvaða efni börnin okkar sjá þegar að við höfum gefið þeim leyfið? Fylgjumst við eitthvað með eða er leyfið sem við gefum án allra skilyrða? Þriðjungur barna í 4.-7. bekk grunnskóla og þrír af hverjum fimm í 8.-10. bekk grunnskóla og framhaldsskóla hafa spilað tölvuleiki með 18 ára aldurstakmarki. Rúmlega tvöfalt fleiri strákar en stelpur á öllum þessum skólastigum hafa spilað tölvuleiki með 18 ára aldurstakmarki. Um fjórðungur stelpna vissi ekki hvort þær hefðu spilað tölvuleik sem var bannaður innan 18 ára, sem er mun hærra hlutfall en meðal stráka.** Aldurstakmörk eru sett til þess að vernda börn og ungmenni gagnvart skaðlegu efni og eru flokkuð eftir aldri með þroska barna á hverju aldursstigi í huga. Til þess að verndin virki þarf að virða mörkin. En hvað gerist þegar að það er ekki gert? Hvað gerist þegar að barn kemst í snertingu skaðlegt efni? Brennir það sig og forðast síðan eldinn eins og brennt barn eða er skaðinn e.t.v. ekki sjáanlegur strax og því ekki sömu varnarviðbrögð sem virkjast? Enginn tekur eftir því þó heyrist lítið kvein því mamma er að vinna en er orðin allt of sein. Ætlum við öll að vera „svala“ foreldrið sem bannar aldrei neitt? Af hverju ætti ég sem barn yfir höfuð að hafa fyrir því að biðja slíkt foreldri um leyfi? Eru við mögulega að gleyma okkur í okkar eigin skjám og sjáum því ekki ósynd börnin okkar reyna að bjarga sér frá drukknun í þessum ólgusjó? Ætlum við að kasta til þeirra björgunarhringjum síðar þegar að við loksins áttum okkur á vandanum sem við erum búin að koma þeim í til að reyna að bjarga því sem bjargað verður? Hvað þarf til þess að við foreldrar stígum niður fæti og byrjum að taka hlutverki okkar sem leiðbeinendur, ábyrgðaraðilar og leyfisveitendur alvarlega? Við gátum lært að lesa bækur þegar að þær voru nýjasta og hentugasta miðlunarleiðin. Að sjálfsögðu getum við því líka lært að vera læs á nútíma miðla. Góður staður til að byrja á væri að virða aldurstakmörk á efni, því á sviði þurfum við ekki að gerast neinir sérfræðingar því þar er búið að vinna forvinnuna fyrir okkur. Næsta skref gæti síðan t.d. verið að kynna sér málið betur hér í leiðbeiningum fyrir foreldra sem nefnast „Netið og samfélagsmiðlar“ sem Umboðsmaður barna, Fjölmiðlanefnd og Persónuvernd gáfu nýlega út. Höfundur er verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd. *Börn og netmiðlar – Tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum 2021 – Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. **Börn og netmiðlar – Tölvuleikir 2021 – Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
TikTok í hádeginu, SnapChat á kvöldin mér er sagt að þegja meðan Story-tíminn er. YouTube í hádeginu, Warzone á kvöldin hún mamma er svo stressuð en þó mest á sjálfri sér. Já tímarnir breytast og mennirnir með. Fyrir 6 árum var enginn á TikTok. Fyrir 11 árum höfðum við ekki heyrt um SnapChat eða Zoom. Fyrir 15 árum fengum við ekki eina einustu tilkynningu í símana okkar frá Instagram, Messenger og WhatsApp. Fyrir 20 árum lifðum við í heimi án Facebook, YouTube, Twitter, Spotify og Iphone. Fyrir 25 árum síðan notuðum við ekki Wi-Fi eða Bluetooth! Það er nefnilega ekki lengra síðan og gott að minna sig á það varðandi þessa hluti sem virðast ómissandi í daglegu lífi. Hér verður þó engu haldið fram um að allt hafi verið betra í gamla daga enda er ég sjálfur á þrítugsaldri og því tæplega í aðstöðu til þess. Ég legg hinsvegar til að við stöldrum aðeins við og lítum á þennan stafræna heim sem við búum í. Dóttir mín er 5 ára. Hún á vinkonur á sama aldri sem eiga sinn eigin síma.TikTok í hádeginu, Cheerios á kvöldin...Það er auðvitað algjör synd að nýta ekki gamla símann þegar að mamma og pabbi fá sér nýjan. Börnin þurfa jú einhvern tímann að læra á þessi tæki og ef þau eiga sína eigin síma þá getum við foreldrar líka átt okkar nýju síma í friði. Þá geta allir geta setið saman í þögn yfir Story-tímanum. Nei 5 ára börnum þarf að kenna en ekki láta þau kenna á því! Í dag eiga á bilinu 95-100% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára sinn eigin farsíma á Íslandi.* Að gefa ungum börnum snjallsíma svo þau geti sjálf lært að nota þá, er eins og að henda ósyndu barni útí sundlaug og vona að það læri á endanum að bjarga sér... En þó það sé margt hættulegt við sundlaug fyrir ósyndan einstakling þá bönnum við börnunum ekki að fara í sund heldur kennum þeim frá unga aldri að nota þær rétt. Af því að þá kemur að þeim tíma að þau geta sjálf tekið af sér kútana, stokkið í djúpu laugina og notið þess að synda sjálf. Á meðal barna á aldrinum 9-12 ára í 4.-7. bekk grunnskóla nota 59% TikTok, 57% SnapChat og 29% Instagram. Allir miðlarnir þrír eru með 13 ára aldurstakmarki. Helmingur barna á þessum aldri er með sinn eigin aðgang á YouTube þótt slíkt sé ekki leyfilegt fyrr en við 13 ára aldur og þá með leyfi foreldra þar til 18 ára aldri hefur verið náð.* YouTube er hægt að nota án þess að vera þar með sinn eigin aðgang. Börn undir 13 ára aldri geta því skoðað efnið sem þar er að finna með leyfi foreldra og forráðamanna. Hér erum við komin á einskonar grátt svæði sem fellur fyrir utan aldurstakmörk miðilsins og þá er ábyrgðin sett í hendur okkar foreldra og forráðamanna hvort gefa skuli leyfi eða ekki. En í hverju felst þetta leyfi sem okkur foreldrum er gert að veita börnunum okkar? Setjum við einhverjar kröfur á okkur sjálf um þekkingu á því efni sem við erum að gefa leyfi fyrir? Vitum við hvernig algóritmar þessara miðla virka og hvaða efni börnin okkar sjá þegar að við höfum gefið þeim leyfið? Fylgjumst við eitthvað með eða er leyfið sem við gefum án allra skilyrða? Þriðjungur barna í 4.-7. bekk grunnskóla og þrír af hverjum fimm í 8.-10. bekk grunnskóla og framhaldsskóla hafa spilað tölvuleiki með 18 ára aldurstakmarki. Rúmlega tvöfalt fleiri strákar en stelpur á öllum þessum skólastigum hafa spilað tölvuleiki með 18 ára aldurstakmarki. Um fjórðungur stelpna vissi ekki hvort þær hefðu spilað tölvuleik sem var bannaður innan 18 ára, sem er mun hærra hlutfall en meðal stráka.** Aldurstakmörk eru sett til þess að vernda börn og ungmenni gagnvart skaðlegu efni og eru flokkuð eftir aldri með þroska barna á hverju aldursstigi í huga. Til þess að verndin virki þarf að virða mörkin. En hvað gerist þegar að það er ekki gert? Hvað gerist þegar að barn kemst í snertingu skaðlegt efni? Brennir það sig og forðast síðan eldinn eins og brennt barn eða er skaðinn e.t.v. ekki sjáanlegur strax og því ekki sömu varnarviðbrögð sem virkjast? Enginn tekur eftir því þó heyrist lítið kvein því mamma er að vinna en er orðin allt of sein. Ætlum við öll að vera „svala“ foreldrið sem bannar aldrei neitt? Af hverju ætti ég sem barn yfir höfuð að hafa fyrir því að biðja slíkt foreldri um leyfi? Eru við mögulega að gleyma okkur í okkar eigin skjám og sjáum því ekki ósynd börnin okkar reyna að bjarga sér frá drukknun í þessum ólgusjó? Ætlum við að kasta til þeirra björgunarhringjum síðar þegar að við loksins áttum okkur á vandanum sem við erum búin að koma þeim í til að reyna að bjarga því sem bjargað verður? Hvað þarf til þess að við foreldrar stígum niður fæti og byrjum að taka hlutverki okkar sem leiðbeinendur, ábyrgðaraðilar og leyfisveitendur alvarlega? Við gátum lært að lesa bækur þegar að þær voru nýjasta og hentugasta miðlunarleiðin. Að sjálfsögðu getum við því líka lært að vera læs á nútíma miðla. Góður staður til að byrja á væri að virða aldurstakmörk á efni, því á sviði þurfum við ekki að gerast neinir sérfræðingar því þar er búið að vinna forvinnuna fyrir okkur. Næsta skref gæti síðan t.d. verið að kynna sér málið betur hér í leiðbeiningum fyrir foreldra sem nefnast „Netið og samfélagsmiðlar“ sem Umboðsmaður barna, Fjölmiðlanefnd og Persónuvernd gáfu nýlega út. Höfundur er verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd. *Börn og netmiðlar – Tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum 2021 – Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. **Börn og netmiðlar – Tölvuleikir 2021 – Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun