Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2022 15:27 Burðardýr sem Ingþór fékk til að flytja kókaínið til landsins var handtekið á Keflavíkurflugvelli 19. ágúst 2017. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot þarf að afplána dóminn eftir að Landsréttur taldi ekki rétt hjá héraðsdómi að skilorðsbinda refsinguna. Þá var sýknu hans af ákæru um peningaþvætti snúið við. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingþór Halldórsson í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til sölu í dreifingar í ágóðaskyni í mars í fyrra. Hann var hins vegar sýknaður að hluta af því að hafa þvættað á áttundu milljóna króna af ágóðanum. Annar maður, sem Ingþór fékk til að flytja efnin til landsins, var einnig ákærður í málinu og hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Hann var einnig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í tvö ár frá birtingu dómsins. Saksóknari vildi ekki una niðustöðunni og skaut henni til Landsréttar. Vegna alvarleika brotanna taldi rétturinn ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna en staðfesti að öðru leyti tveggja ára fangelsisdóminn. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Ingþór sætti frá 21. ágúst til 9. október árið 2017. Landsréttur féllst á með saksóknara að greining á fjármálum Ingþórs hafi ekki leitt neitt í ljós sem gæti skýrt þá háu fjárhæð sem hann virðist hafa haft til ráðstöfunar. Ingþór hafi engar haldbærar skýringar gefið á henni. Saksóknari benti á að Ingþór hefði að eigin sögn verið í mikilli fíkniefnaneyslu þegar brotin voru framin. Hann hafi ekki haft neinar launatekjur. Öll skjalleg sönunargögn málsins hafi því hnigið að því að útilokað væri að ávinningurinn væri af lögmætum toga. Framburður Ingþórs um að um væri að ræða lán væri ótrúverðugur. Ingþór var því sakfelldur fyrir peningaþvætti á allri upphæðinni sem saksóknari lagði fram í ákæru, tæplega sjö og hálfri milljón króna. Ingþór hefur hlotið níu refsidóma fyrir umferðar- og fíniefnalagabrot, skjalafals, þjófnað, nytjastuld, rán, fjársvik og brot á lyfjalögum frá árinu 2002. Hann neitaði sök í málinu sem hann hlaut dóm í nú. Bar hann því við að hann hefði ekki verið aðalmaður heldur hafi menn sett sig í samband við hann um að útvega burðardýri, Það hafi hann gert gegn því fá smá neysluskammt í staðinn. Vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir menn væru af ótta við hefndaraðgerðir. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingþór Halldórsson í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til sölu í dreifingar í ágóðaskyni í mars í fyrra. Hann var hins vegar sýknaður að hluta af því að hafa þvættað á áttundu milljóna króna af ágóðanum. Annar maður, sem Ingþór fékk til að flytja efnin til landsins, var einnig ákærður í málinu og hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Hann var einnig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í tvö ár frá birtingu dómsins. Saksóknari vildi ekki una niðustöðunni og skaut henni til Landsréttar. Vegna alvarleika brotanna taldi rétturinn ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna en staðfesti að öðru leyti tveggja ára fangelsisdóminn. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Ingþór sætti frá 21. ágúst til 9. október árið 2017. Landsréttur féllst á með saksóknara að greining á fjármálum Ingþórs hafi ekki leitt neitt í ljós sem gæti skýrt þá háu fjárhæð sem hann virðist hafa haft til ráðstöfunar. Ingþór hafi engar haldbærar skýringar gefið á henni. Saksóknari benti á að Ingþór hefði að eigin sögn verið í mikilli fíkniefnaneyslu þegar brotin voru framin. Hann hafi ekki haft neinar launatekjur. Öll skjalleg sönunargögn málsins hafi því hnigið að því að útilokað væri að ávinningurinn væri af lögmætum toga. Framburður Ingþórs um að um væri að ræða lán væri ótrúverðugur. Ingþór var því sakfelldur fyrir peningaþvætti á allri upphæðinni sem saksóknari lagði fram í ákæru, tæplega sjö og hálfri milljón króna. Ingþór hefur hlotið níu refsidóma fyrir umferðar- og fíniefnalagabrot, skjalafals, þjófnað, nytjastuld, rán, fjársvik og brot á lyfjalögum frá árinu 2002. Hann neitaði sök í málinu sem hann hlaut dóm í nú. Bar hann því við að hann hefði ekki verið aðalmaður heldur hafi menn sett sig í samband við hann um að útvega burðardýri, Það hafi hann gert gegn því fá smá neysluskammt í staðinn. Vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir menn væru af ótta við hefndaraðgerðir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira