Hækkunin er sú mesta frá hruni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2022 17:47 Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir launafólk finna vel fyrir öllum þeim hækkunum sem orðið hafa undanfarið. Vísir/Egill Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. Fasteignamat ársins 2023 var birt í dag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar mest á Suðurlandi eða um 22,4 prósent en minnst á Austurlandi eða um 14,9 prósent . Á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 20,2 prósent. Af einstaka sveitarfélögunum hækkar fasteignamat mest í Hveragerði, Árborg og Skorradalshreppi en þar er hækkunin um og yfir þrjátíu prósent. Minnst er hækkunin í Dalvíkurbyggð, Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Þá hækkar fasteignamat sumarhúsa um rúm tuttugu prósent og atvinnuhúsnæðis um tíu prósent. Hækkun á fasteignamati nú er sú mesta frá hruni. Á grundvelli þessa fasteignamats eiga svo sveitarfélögin eftir að taka ákvörðun um fasteignagjöld í haust. Þannig geta þessar hækkanir á fasteignamati haft áhrif á það hvað fólk greiðir í fasteignagjöld á næsta ári. „Það er í rauninni sveitarfélögunum í sjálfsvald sett hvernig þau leggja á fasteignaskattana að einhverju leyti. Þannig það er á þeirra ábyrgð að þessi gríðarlega hækkun fasteignamats verði ekki til þess að rýra kjör almennings þegar kemur að hækkun fasteignaskattanna,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir hækkanirnar geta haft áhrif á komandi kjaraviðræður. „Við erum í dýrtíð. Það eru að hækka öll aðföng, matvæli, vextir eru að hækka og verðbólga er farin að stað. Þannig að auðvitað eru heimilin á Íslandi að taka töluverðan skell akkúrat núna. Auðvitað mun þetta líka hafa áhrif á kjarasamningsviðræðurnar í haust þar sem við erum að verja lífskjör almennings og sækja fram.“ Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í dag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar mest á Suðurlandi eða um 22,4 prósent en minnst á Austurlandi eða um 14,9 prósent . Á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 20,2 prósent. Af einstaka sveitarfélögunum hækkar fasteignamat mest í Hveragerði, Árborg og Skorradalshreppi en þar er hækkunin um og yfir þrjátíu prósent. Minnst er hækkunin í Dalvíkurbyggð, Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Þá hækkar fasteignamat sumarhúsa um rúm tuttugu prósent og atvinnuhúsnæðis um tíu prósent. Hækkun á fasteignamati nú er sú mesta frá hruni. Á grundvelli þessa fasteignamats eiga svo sveitarfélögin eftir að taka ákvörðun um fasteignagjöld í haust. Þannig geta þessar hækkanir á fasteignamati haft áhrif á það hvað fólk greiðir í fasteignagjöld á næsta ári. „Það er í rauninni sveitarfélögunum í sjálfsvald sett hvernig þau leggja á fasteignaskattana að einhverju leyti. Þannig það er á þeirra ábyrgð að þessi gríðarlega hækkun fasteignamats verði ekki til þess að rýra kjör almennings þegar kemur að hækkun fasteignaskattanna,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir hækkanirnar geta haft áhrif á komandi kjaraviðræður. „Við erum í dýrtíð. Það eru að hækka öll aðföng, matvæli, vextir eru að hækka og verðbólga er farin að stað. Þannig að auðvitað eru heimilin á Íslandi að taka töluverðan skell akkúrat núna. Auðvitað mun þetta líka hafa áhrif á kjarasamningsviðræðurnar í haust þar sem við erum að verja lífskjör almennings og sækja fram.“
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira