Nadal áfram drottnari leirsins eftir sigur á Djokovic | Byrjuðu í maí en luku leik í júní Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 11:01 Rafael Nadal felldi tár er sigurinn var í höfn. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Rafael Nadal og Novak Djokovic mættust í uppgjöri tveggja af bestu tennisspilara allra tíma í átta manna úrslitum á Opna franska meistaramótinu sem fram fer á hinum fornfræga Roland Garros-velli í París. Áður en mennirnir stigu á völlinn á þriðjudagskvöld var talið að Djokovic væri sigurstranglegri. Nadal var en að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein og þá hafði hann ekki spilað vel á mótinu til þessa. Hinn 35 ára gamli Nadal er hins vegar enginn venjulegur maður, enginn venjulegur tennisspilari. Hann er kóngur leirsins. Í leik sem hófst í lok maímánaðar og endaði í byrjun júnímánaðar þá var Nadal með svo gott sem fullkomna stjórn. Started in May.Ended in June. pic.twitter.com/3wsFUEriOi— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Fór það svo að Nadal vann 3-1 í settum. Fyrsta settið tók hann örugglega 6-2, annað settið vann Djokovic 6-4 eftir hörkubaráttu en Nadal lét það ekki á sig fá. Hann vann þriðja sett leiksins 6-2 og að lokum fjórða settið – þar sem Djokovic ætlaði ekki að gefast upp – eftir upphækkun, 7-6 og leikinn þar með 3-1. Alls tók leikurinn fjóra klukkutíma og 11 mínútur. „Þetta var mjög erfiður leikur. Novak er án alls efa einn besti leikmaður sögunnar. Það er ávallt ótrúlega krefjandi að keppa á móti honum,“ sagði sigurreifur Nadal að leik loknum. Check out the best moments of @RafaelNadal 's thrilling four-set win over No.1 Novak Djokovic with Highlights by @emirates#RolandGarros | #EmiratesFlyBetterMoments pic.twitter.com/3F2oFCSD00— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Um var að ræða 59 leikinn þeirra á milli. Nadal hefur nú unnið 29 á meðan Djokovic hefur unnið 30. Þessi sigur mun þó litlu máli skipta ef Nadal fer ekki alla leið á Roland Garros og vinnur Opna franska. Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Sjá meira
Áður en mennirnir stigu á völlinn á þriðjudagskvöld var talið að Djokovic væri sigurstranglegri. Nadal var en að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein og þá hafði hann ekki spilað vel á mótinu til þessa. Hinn 35 ára gamli Nadal er hins vegar enginn venjulegur maður, enginn venjulegur tennisspilari. Hann er kóngur leirsins. Í leik sem hófst í lok maímánaðar og endaði í byrjun júnímánaðar þá var Nadal með svo gott sem fullkomna stjórn. Started in May.Ended in June. pic.twitter.com/3wsFUEriOi— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Fór það svo að Nadal vann 3-1 í settum. Fyrsta settið tók hann örugglega 6-2, annað settið vann Djokovic 6-4 eftir hörkubaráttu en Nadal lét það ekki á sig fá. Hann vann þriðja sett leiksins 6-2 og að lokum fjórða settið – þar sem Djokovic ætlaði ekki að gefast upp – eftir upphækkun, 7-6 og leikinn þar með 3-1. Alls tók leikurinn fjóra klukkutíma og 11 mínútur. „Þetta var mjög erfiður leikur. Novak er án alls efa einn besti leikmaður sögunnar. Það er ávallt ótrúlega krefjandi að keppa á móti honum,“ sagði sigurreifur Nadal að leik loknum. Check out the best moments of @RafaelNadal 's thrilling four-set win over No.1 Novak Djokovic with Highlights by @emirates#RolandGarros | #EmiratesFlyBetterMoments pic.twitter.com/3F2oFCSD00— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Um var að ræða 59 leikinn þeirra á milli. Nadal hefur nú unnið 29 á meðan Djokovic hefur unnið 30. Þessi sigur mun þó litlu máli skipta ef Nadal fer ekki alla leið á Roland Garros og vinnur Opna franska.
Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Sjá meira