Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 3-2 Keflavík | Akureyringar fá stigin þrjú Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2022 20:00 Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, var öflug sigrinum á Keflavík. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann Keflavík í fjörugum leik á Salt-Pay vellinum á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 3-2. Leikurinn fór vel af stað og skapaðist strax hætta við mark beggja liða. Strax á annarri mínútu tóku heimakonur stutta hornspyrnu og Sandra María Jessen fékk boltann inn á teignum og átti fínt skot sem Samantha varði í marki Keflavíkur. Einungis þremur mínútum síðar var Dröfn Einarsdóttir búin að gera sér ferð úr hægri bakvarðarstöðunni inn á teig Þór/KA þar sem hún fékk boltann í fínu færi en Harpa varði vel frá henni. Eftir um stundarfjórðung spiluðu heimakonur vel sín á milli og endaði Andrea Mist með boltann vel fyrir utan teig og lét vaða á markið og var boltinn á leiðinni upp í bláhornið þegar Samantha, markvörður Keflavíkur, skutlaði sér fyrir boltann og varði í horn. Lítið markvert gerðist svo þangað til á markamínútunni frægu, þeirri 43., sem að fyrsta markið kom. Hulda Ósk Jónsdóttir var þá með boltann á hægri kantinum og átti flotta fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Tiffany McCarty var skilin ein eftir og skallaði boltann í fjærhornið. Þór/KA leiddi því í hálfleik, 1-0. Seinni hálfleikurinn var virkilega fjörugur og var aðeins átta mínútna gamall þegar Hulda Ósk dansaði með boltann úti hægra megin og kom sér inn á teig og átti skot sem Samantha varði en boltinn hrökk fyrir Söndru Maríu sem skallaði boltann auðveldlega í opið mark og kom heimakonum í tveggja marka forystu. Rúmlega 10 mínútum síðast geystust gestirnir upp völlinn og Ana Paula Santons átti laglega stungusendingu inn fyrir vörnina þar sem Vigdís Lilja var á ferðinni og afgreiddi boltann snyrtilega fram hjá Hörpu í markinu og minnkaði muninn í eitt mark. Þór/KA var ívið betri aðilinn og héldu meira í boltann sem skilaði sér aftur á 70. mínútu. Keflvíkingar misstu boltann klaufalega í öftustu línu sem varð til þess að Sandra María fékk boltann rétt fyrir framan miðju og setti hann rakleiðis á Tiffany McCarty sem keyrði á vörnina og renndi boltanum til vinstri á Margréti Árnadóttur sem kláraði vel í nærhornið og koma Þór/KA aftur í tveggja marka forystu. Gestirnir neituðu að gefast upp og náðu aftur að minnka muninn í eitt mark á 78. mínútu. Boltinn barst þá vel út fyrir teig Þór/KA og þar kom miðvörðurinn Caroline van Slambrouck á ferðinni á móti boltanum, fór fram hjá einum varnarmanni og þrumaði svo boltanum hornið niðri. Staðan 3-2 og rúmlega 10 mínútur eftir. Gestirnir settu fleiri menn fram og reyndu hvað þeir gátu til að jafna án árángurs og Þór/KA fór því með sætan 3-2 sigur af hólmi. Af hverju vann Þór/KA? Þeir voru betur spilandi liðið í dag og nýttu einfaldlega færin sín vel og þær gerðu vel í að koma sér í þessi færi en það er hægt að setja spurningarmerki við varnarleik Keflavíkur í allavega tveimur þeirra. Hverjar stóðu upp úr? Tiffany McCarty skoraði eitt og lagði upp annað mark í dag. Sanda María Jessen skoraði eitt og átti lykilsendingu í þriðja markinu. Samvinna hennar og Tiffany var flott í dag en Hulda Ósk Jónsdóttir og Margrét Árnadóttir stóðu sig líka vel í sóknarleiknum, Hulda með stoðsendingu og Margrét með mark. Hjá Keflavík var Ana Paula Santos Silva lang hættulegust og endaði hún á því að leggja upp mark á Vigdísi Lilju sem átti einnig fínan leik. Hvað gekk illa? Verðum að setja þetta á varnarleik beggja liða. Keflavík á að gera betur í allavega tveimur mörkum og Þór/KA er enn að leka inn mörkum þó svo liðið hafi náð í sigur í dag. Hvað gerist næst? Þór/KA fer í Garðabæinn og mætir Stjörnunni á annan í hvítasunnu, mánudaginn 6. júní, kl. 14:00. Keflavík mætir ÍBV úti í Eyjum þriðjudaginn 7. júní kl. 18:00. „Þurfum að fara tengja saman sigra” Perry Mclachlan og Jón Stefán JónssonMynd/Þór/KA Perry Mclachlan, annar þjálfara Þórs/KA, var ánægður með 3-2 sigur síns liðs gegn Keflavík. „Ánægður með stigin þrjú, þetta er klárlega lið sem við eigum að vinna heima og stelpurnar unnu vel fyrir þessu og við tókum margt með okkur af æfingasvæðinu inn í leikinn, þannig ég er mjög ánægður.” Í viðtölum fyrir leik töluðu þjálfarar liðanna um að þetta yrði mikill baráttuleikur sem varð raunin, í fyrri hálfleik sérstaklega, en í þeim seinni var spilaði flottur fótbolti á köflum. „Klárlega, því meira sem leið á leikinn reyndum við að spila betri og betri fótbolta og eftir því sem leið á leikinn urðum við öruggari á boltanum og það var klárlega svæði til að spila boltanum og þetta veltur svolítið á ákvarðanatöku með boltann, þegar þær taka réttar ákvarðanir spilum við góðan fótbolta.” Þór/KA stillti upp í fjögurra manna varnarlínu í dag en liðið hefur hingað til spilað í þriggja hafsenta kerfi. Perry segir fjögurra hafsenta kerfið gefa liðinu ákveðna möguleika í leikplani sínu. „Að hafa fjögurra manna varnarlínu gefur okkur meiri möguleika á að sækja á fleiri mönnum og komast með fleiri leikmenn nær marki andstæðingsins og reyna að skora. Með fimm manna varnarlínuna vorum við svolítið djúpt niðri og framherjarnir okkar fengu ekki nægilega mikla þjónustu en með þetta kerfi geta miðjumennirnir okkar stutt framlínuna betur.” Sandra María Jessen og Tiffany McCarty komust báðar á blað í kvöld og var Perry virkilega ánægður með þeirra frammistöðu. „Frábært fyrir þær báðar, þær bjóða liðinu báðar upp á svo mikið, Tiffany er mjög góður leikmaður til að byggja sóknirnar í kringum og þær eru báðar mjög ógnvænlegir leikmenn og þær geta alltaf skorað mörk í jöfnum leikjum og það er það sem við þurfum frá þeim.” Þór/KA hefur ekki byrjað mótið alltof vel og fengið á sig næstflest mörk í deildinni. Nú segir Perry mikilvægt að fara tengja saman sigra og fá stöðugleika í liðið. „Við þurfum að tengja saman sigra og fá nokkra í röð, það væri frábært, og þá ættum við að komast í þægilega stöðu til að byggja áfram ofan á en við megum ekki stoppa hér. Þetta er frábær sigur en við verðum að tryggja að við vinnum líka næstu einn til tvo leiki.” „Höfum verið að vinna í sóknarleiknum” Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur.vísir/vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, var sár með að hafa ekki fengið neitt úr leiknum í dag þegar lið hans tapaði með einu marki gegn Þór/KA, 3-2, í hörkuleik. „Mjög svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik því að frammistaðan hjá mínum stelpum var bara mjög góð og sóknarleikurinn okkar eiginlega sá besti sem við höfum sýnt í sumar, við höfum verið frekar veikar fram á við en gerum tvö góð mörk og sköpuðum okkur þónokkuð af færum og vorum að láta boltann rúlla mun betur en við höfum verið að gera þannig að maður verður að taka það út úr leiknum, frammistöðuna. Við höfum verið að verjast vel og fengið ekki mikið af mörkum á okkur en það eru tvö mörk í dag sem við gjörsamlega gáfum þeim, samskiptaleysi milli markmanns og varnarmanns í fyrsta markinu þar sem ekkert var að gerast og í þriðja markinu er það sama, við erum bara að byggja upp spil og gefum þeim boltann og þær komast í gegn og skora, þannig að það eru vonbrigði dagsins að fá allavega ekki stig út úr þessu og svona rosalega tvö ódýr mörk.” Leikurinn opnaðist mikið í síðari hálfleik og var það planið hjá Keflavík að mæta aðeins ofar á völlinn og gefa meira í sóknarleikinn. „Við ætluðum að fara aðeins ofar og markmiðið var að ná inn marki á fyrstu 15 mínútunum og þetta var stórskemmtilegur leikur að horfa á, mikið líf í þessu og vel tekist á, tvö álíka lið og þetta datt þeirra megin í dag og hefði algjörlega getað dottið okkar megin líka og það eru náttúrulega gríðarleg vonbrigði.” Þór/KA hefur fengið á sig mikið af mörkum og var Gunnar vel meðvitaður um það að leiknum væri alls ekki lokið þó að lið hans myndi lenda einu til tveimur mörkum undir. „Algjörlega, við lendum tvisvar tveimur mörkum undir og ég er líka ánægður með það, við höfum svolítið sett hausinn ofan í bringuna og gefist upp þegar við lendum undir, en þær gerðu það ekki í dag og fá stórt hrós fyrir stelpurnar hjá mér og við ræddum það líka á bekknum að þær gætu verið veikar norðanstelpurnar eftir ófarirnar hjá þeim í Eyjum að það væri eitthvað að blunda í hausnum á þeim og við ætluðum að nýta okkur það og keyra vel á þær og við gerðum það en það dugði ekki til.” Keflavík byrjaði mótið vel með sigri í fyrstu tveimur leikjunum en hafa einungis fengið eitt stig í fimm leikjum eftir það. Hvernig metur Gunnar þessar sjö fyrstu umferðir? „Við byrjum mjög vel og það er búið að vera þétt prógramm fyrir öll liðin og hópurinn okkar er ekkert alltof stór en það er aðeins búið að bætast í hann og verið að koma úr meiðslum og maður við höfum verið að vinna markvisst í því í þeim fáu æfingum sem við fáum á milli leikja að vinna í sóknarleiknum. Vörnin hefur verið nokkuð góð og það er ánægjulegt að sjá allavega að það sé að skila sér eitthvað hérna inn á vellinum og við horfum bara á frammistöðuna og vonandi fara stigin bara að tikka inn og ég hef trú á því ef frammistaðan heldur áfram í þessum dúr.” Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Keflavík ÍF
Þór/KA vann Keflavík í fjörugum leik á Salt-Pay vellinum á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 3-2. Leikurinn fór vel af stað og skapaðist strax hætta við mark beggja liða. Strax á annarri mínútu tóku heimakonur stutta hornspyrnu og Sandra María Jessen fékk boltann inn á teignum og átti fínt skot sem Samantha varði í marki Keflavíkur. Einungis þremur mínútum síðar var Dröfn Einarsdóttir búin að gera sér ferð úr hægri bakvarðarstöðunni inn á teig Þór/KA þar sem hún fékk boltann í fínu færi en Harpa varði vel frá henni. Eftir um stundarfjórðung spiluðu heimakonur vel sín á milli og endaði Andrea Mist með boltann vel fyrir utan teig og lét vaða á markið og var boltinn á leiðinni upp í bláhornið þegar Samantha, markvörður Keflavíkur, skutlaði sér fyrir boltann og varði í horn. Lítið markvert gerðist svo þangað til á markamínútunni frægu, þeirri 43., sem að fyrsta markið kom. Hulda Ósk Jónsdóttir var þá með boltann á hægri kantinum og átti flotta fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Tiffany McCarty var skilin ein eftir og skallaði boltann í fjærhornið. Þór/KA leiddi því í hálfleik, 1-0. Seinni hálfleikurinn var virkilega fjörugur og var aðeins átta mínútna gamall þegar Hulda Ósk dansaði með boltann úti hægra megin og kom sér inn á teig og átti skot sem Samantha varði en boltinn hrökk fyrir Söndru Maríu sem skallaði boltann auðveldlega í opið mark og kom heimakonum í tveggja marka forystu. Rúmlega 10 mínútum síðast geystust gestirnir upp völlinn og Ana Paula Santons átti laglega stungusendingu inn fyrir vörnina þar sem Vigdís Lilja var á ferðinni og afgreiddi boltann snyrtilega fram hjá Hörpu í markinu og minnkaði muninn í eitt mark. Þór/KA var ívið betri aðilinn og héldu meira í boltann sem skilaði sér aftur á 70. mínútu. Keflvíkingar misstu boltann klaufalega í öftustu línu sem varð til þess að Sandra María fékk boltann rétt fyrir framan miðju og setti hann rakleiðis á Tiffany McCarty sem keyrði á vörnina og renndi boltanum til vinstri á Margréti Árnadóttur sem kláraði vel í nærhornið og koma Þór/KA aftur í tveggja marka forystu. Gestirnir neituðu að gefast upp og náðu aftur að minnka muninn í eitt mark á 78. mínútu. Boltinn barst þá vel út fyrir teig Þór/KA og þar kom miðvörðurinn Caroline van Slambrouck á ferðinni á móti boltanum, fór fram hjá einum varnarmanni og þrumaði svo boltanum hornið niðri. Staðan 3-2 og rúmlega 10 mínútur eftir. Gestirnir settu fleiri menn fram og reyndu hvað þeir gátu til að jafna án árángurs og Þór/KA fór því með sætan 3-2 sigur af hólmi. Af hverju vann Þór/KA? Þeir voru betur spilandi liðið í dag og nýttu einfaldlega færin sín vel og þær gerðu vel í að koma sér í þessi færi en það er hægt að setja spurningarmerki við varnarleik Keflavíkur í allavega tveimur þeirra. Hverjar stóðu upp úr? Tiffany McCarty skoraði eitt og lagði upp annað mark í dag. Sanda María Jessen skoraði eitt og átti lykilsendingu í þriðja markinu. Samvinna hennar og Tiffany var flott í dag en Hulda Ósk Jónsdóttir og Margrét Árnadóttir stóðu sig líka vel í sóknarleiknum, Hulda með stoðsendingu og Margrét með mark. Hjá Keflavík var Ana Paula Santos Silva lang hættulegust og endaði hún á því að leggja upp mark á Vigdísi Lilju sem átti einnig fínan leik. Hvað gekk illa? Verðum að setja þetta á varnarleik beggja liða. Keflavík á að gera betur í allavega tveimur mörkum og Þór/KA er enn að leka inn mörkum þó svo liðið hafi náð í sigur í dag. Hvað gerist næst? Þór/KA fer í Garðabæinn og mætir Stjörnunni á annan í hvítasunnu, mánudaginn 6. júní, kl. 14:00. Keflavík mætir ÍBV úti í Eyjum þriðjudaginn 7. júní kl. 18:00. „Þurfum að fara tengja saman sigra” Perry Mclachlan og Jón Stefán JónssonMynd/Þór/KA Perry Mclachlan, annar þjálfara Þórs/KA, var ánægður með 3-2 sigur síns liðs gegn Keflavík. „Ánægður með stigin þrjú, þetta er klárlega lið sem við eigum að vinna heima og stelpurnar unnu vel fyrir þessu og við tókum margt með okkur af æfingasvæðinu inn í leikinn, þannig ég er mjög ánægður.” Í viðtölum fyrir leik töluðu þjálfarar liðanna um að þetta yrði mikill baráttuleikur sem varð raunin, í fyrri hálfleik sérstaklega, en í þeim seinni var spilaði flottur fótbolti á köflum. „Klárlega, því meira sem leið á leikinn reyndum við að spila betri og betri fótbolta og eftir því sem leið á leikinn urðum við öruggari á boltanum og það var klárlega svæði til að spila boltanum og þetta veltur svolítið á ákvarðanatöku með boltann, þegar þær taka réttar ákvarðanir spilum við góðan fótbolta.” Þór/KA stillti upp í fjögurra manna varnarlínu í dag en liðið hefur hingað til spilað í þriggja hafsenta kerfi. Perry segir fjögurra hafsenta kerfið gefa liðinu ákveðna möguleika í leikplani sínu. „Að hafa fjögurra manna varnarlínu gefur okkur meiri möguleika á að sækja á fleiri mönnum og komast með fleiri leikmenn nær marki andstæðingsins og reyna að skora. Með fimm manna varnarlínuna vorum við svolítið djúpt niðri og framherjarnir okkar fengu ekki nægilega mikla þjónustu en með þetta kerfi geta miðjumennirnir okkar stutt framlínuna betur.” Sandra María Jessen og Tiffany McCarty komust báðar á blað í kvöld og var Perry virkilega ánægður með þeirra frammistöðu. „Frábært fyrir þær báðar, þær bjóða liðinu báðar upp á svo mikið, Tiffany er mjög góður leikmaður til að byggja sóknirnar í kringum og þær eru báðar mjög ógnvænlegir leikmenn og þær geta alltaf skorað mörk í jöfnum leikjum og það er það sem við þurfum frá þeim.” Þór/KA hefur ekki byrjað mótið alltof vel og fengið á sig næstflest mörk í deildinni. Nú segir Perry mikilvægt að fara tengja saman sigra og fá stöðugleika í liðið. „Við þurfum að tengja saman sigra og fá nokkra í röð, það væri frábært, og þá ættum við að komast í þægilega stöðu til að byggja áfram ofan á en við megum ekki stoppa hér. Þetta er frábær sigur en við verðum að tryggja að við vinnum líka næstu einn til tvo leiki.” „Höfum verið að vinna í sóknarleiknum” Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur.vísir/vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, var sár með að hafa ekki fengið neitt úr leiknum í dag þegar lið hans tapaði með einu marki gegn Þór/KA, 3-2, í hörkuleik. „Mjög svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik því að frammistaðan hjá mínum stelpum var bara mjög góð og sóknarleikurinn okkar eiginlega sá besti sem við höfum sýnt í sumar, við höfum verið frekar veikar fram á við en gerum tvö góð mörk og sköpuðum okkur þónokkuð af færum og vorum að láta boltann rúlla mun betur en við höfum verið að gera þannig að maður verður að taka það út úr leiknum, frammistöðuna. Við höfum verið að verjast vel og fengið ekki mikið af mörkum á okkur en það eru tvö mörk í dag sem við gjörsamlega gáfum þeim, samskiptaleysi milli markmanns og varnarmanns í fyrsta markinu þar sem ekkert var að gerast og í þriðja markinu er það sama, við erum bara að byggja upp spil og gefum þeim boltann og þær komast í gegn og skora, þannig að það eru vonbrigði dagsins að fá allavega ekki stig út úr þessu og svona rosalega tvö ódýr mörk.” Leikurinn opnaðist mikið í síðari hálfleik og var það planið hjá Keflavík að mæta aðeins ofar á völlinn og gefa meira í sóknarleikinn. „Við ætluðum að fara aðeins ofar og markmiðið var að ná inn marki á fyrstu 15 mínútunum og þetta var stórskemmtilegur leikur að horfa á, mikið líf í þessu og vel tekist á, tvö álíka lið og þetta datt þeirra megin í dag og hefði algjörlega getað dottið okkar megin líka og það eru náttúrulega gríðarleg vonbrigði.” Þór/KA hefur fengið á sig mikið af mörkum og var Gunnar vel meðvitaður um það að leiknum væri alls ekki lokið þó að lið hans myndi lenda einu til tveimur mörkum undir. „Algjörlega, við lendum tvisvar tveimur mörkum undir og ég er líka ánægður með það, við höfum svolítið sett hausinn ofan í bringuna og gefist upp þegar við lendum undir, en þær gerðu það ekki í dag og fá stórt hrós fyrir stelpurnar hjá mér og við ræddum það líka á bekknum að þær gætu verið veikar norðanstelpurnar eftir ófarirnar hjá þeim í Eyjum að það væri eitthvað að blunda í hausnum á þeim og við ætluðum að nýta okkur það og keyra vel á þær og við gerðum það en það dugði ekki til.” Keflavík byrjaði mótið vel með sigri í fyrstu tveimur leikjunum en hafa einungis fengið eitt stig í fimm leikjum eftir það. Hvernig metur Gunnar þessar sjö fyrstu umferðir? „Við byrjum mjög vel og það er búið að vera þétt prógramm fyrir öll liðin og hópurinn okkar er ekkert alltof stór en það er aðeins búið að bætast í hann og verið að koma úr meiðslum og maður við höfum verið að vinna markvisst í því í þeim fáu æfingum sem við fáum á milli leikja að vinna í sóknarleiknum. Vörnin hefur verið nokkuð góð og það er ánægjulegt að sjá allavega að það sé að skila sér eitthvað hérna inn á vellinum og við horfum bara á frammistöðuna og vonandi fara stigin bara að tikka inn og ég hef trú á því ef frammistaðan heldur áfram í þessum dúr.” Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti