Ferðin á EM í Þýskalandi gæti hafist í Haífa í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 09:31 Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í íslenska landsliðið í mars eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann var í hópnum sem fór á EM 2016 og HM 2018. Getty/Juan Manuel Serrano Hið unga íslenska A-landslið karla í fótbolta gæti með góðum úrslitum í Ísrael í kvöld stigið fyrsta skrefið í átt að því að spila á stórmóti eftir tvö ár; Evrópumótinu í Þýskalandi. Ísland og Ísrael eru saman í riðli í Þjóðadeildinni og sú keppni gefur, rétt eins og þegar Ísland fór í umspil fyrir EM 2020, síðustu lausu sætin á EM 2024. Keppnin ræður því einnig í hvað styrkleikaflokki Ísland verður í fyrir undankeppni EM. Það hvernig Þjóðadeildin og undankeppni EM spila saman er kannski svolítið flókið en í stuttu máli er hægt að segja að ef Ísland endar fyrir ofan Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni tryggir liðið sér að lágmarki sæti í fjögurra liða umspili um sæti á EM. Það umspil fer fram í mars 2024, þremur mánuðum áður en flautað verður til leiks í Þýskalandi, en liðin sem komast beint á EM í gegnum undankeppnina á næsta ári munu vitaskuld ekki þurfa á því umspili að halda. Jafnvel þó að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni gæti bara það að vera í B-deild keppninnar dugað Íslandi til að fá sæti í EM-umspilinu. Það má því segja að Þjóðadeildin veiti varaleið inn á EM – varaleið sem Ísland var svo nálægt því að nýta fyrir Evrópumótið sem fram fór í fyrra. Ísland leikur tvo leiki við Ísrael og einn við Albaníu núna í júní og er fyrsti leikurinn í Haífa í Ísrael í kvöld. Síðasti leikur Íslands er svo útileikur gegn Albaníu í september. Miðað við stöðu liðanna á heimslista ætti að vera raunhæft markmið fyrir Ísland að enda fyrir ofan þessi tvö lið. Leikir Íslands í júní Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45 Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45 San Marínó - Ísland, vináttulandsleikur, fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45 Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní 18:45 Gæfi liðinu mikið að vinna riðilinn og engin hætta á falli Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Ísland, Ísrael og Albanía eru saman í riðli tvö af fjórum, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sextán bestu lið Evrópu eru í A-deildinni, sextán í B-deild, sextán í C-deild og sjö í tveimur riðlum í D-deild, lökustu deildinni. Our first UEFA Nations League predictions! We project Denmark , Portugal , England , and Belgium to contest the finals (not controversial at all).We like Ukraine , Albania , Finland , and Serbia to get promoted. How are you feeling about the Nations League? pic.twitter.com/SRIvVAfI9h— We Global Football (@We_Global) June 1, 2022 Rússland átti að vera fjórða liðið í riðli Íslands en var sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar með getur Ísland ekki fallið niður í C-deild því það verður hlutskipti Rússa. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur í september og hjá bestu liðum Evrópu tekur þá við undirbúningur fyrir HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. Á næsta ári, frá mars og fram í nóvember, verður svo öll undankeppni EM leikin í fimm landsleikjagluggum. Þar verður leikið í 5-6 liða riðlum og dregið verður í riðlana 9. október, og mun lokastaðan í Þjóðadeildinni ráða því í hvaða styrkleikaflokka lið raðast fyrir dráttinn. Ísland þarf að vinna sinn riðil til að komast í 2. styrkleikaflokk en fer annars í 3. flokk. Í undankeppni EM komast svo tvö efstu liðin beint á EM, rétt eins og síðast þegar Frakkland og Tyrkland komust áfram úr riðli Íslands eftir harða baráttu. Ísland sat þá eftir í 3. sæti en komst í fjögurra liða umspil vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, vann þar Rúmeníu en tapaði úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Sætið í B-deildinni gæti dugað til umspils Það ræðst svo endanlega af því hvaða lið komast beint á EM í gegnum undankeppnina hvaða lið fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM. Það ættu að vera liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild, liðin fjögur sem vinna sinn riðil í B-deild, og loks liðin fjögur sem vinna sinn riðil í C-deild. Ef eitthvert þessara liða verður búið að vinna sér sæti á EM, sem ljóst er að mun gerast, fær besta liðið úr D-riðli að koma inn í umspilið í staðinn, og svo þau lið sem enduðu efst samkvæmt heildarstöðu Þjóðadeildarinnar en hafa ekki þegar unnið sér sæti á EM. Þess vegna gæti vera Íslands í B-deild ein og sér á endanum mögulega dugað til að liðið fengi sæti í EM-umspilinu. Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Ísland og Ísrael eru saman í riðli í Þjóðadeildinni og sú keppni gefur, rétt eins og þegar Ísland fór í umspil fyrir EM 2020, síðustu lausu sætin á EM 2024. Keppnin ræður því einnig í hvað styrkleikaflokki Ísland verður í fyrir undankeppni EM. Það hvernig Þjóðadeildin og undankeppni EM spila saman er kannski svolítið flókið en í stuttu máli er hægt að segja að ef Ísland endar fyrir ofan Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni tryggir liðið sér að lágmarki sæti í fjögurra liða umspili um sæti á EM. Það umspil fer fram í mars 2024, þremur mánuðum áður en flautað verður til leiks í Þýskalandi, en liðin sem komast beint á EM í gegnum undankeppnina á næsta ári munu vitaskuld ekki þurfa á því umspili að halda. Jafnvel þó að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni gæti bara það að vera í B-deild keppninnar dugað Íslandi til að fá sæti í EM-umspilinu. Það má því segja að Þjóðadeildin veiti varaleið inn á EM – varaleið sem Ísland var svo nálægt því að nýta fyrir Evrópumótið sem fram fór í fyrra. Ísland leikur tvo leiki við Ísrael og einn við Albaníu núna í júní og er fyrsti leikurinn í Haífa í Ísrael í kvöld. Síðasti leikur Íslands er svo útileikur gegn Albaníu í september. Miðað við stöðu liðanna á heimslista ætti að vera raunhæft markmið fyrir Ísland að enda fyrir ofan þessi tvö lið. Leikir Íslands í júní Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45 Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45 San Marínó - Ísland, vináttulandsleikur, fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45 Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní 18:45 Gæfi liðinu mikið að vinna riðilinn og engin hætta á falli Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Ísland, Ísrael og Albanía eru saman í riðli tvö af fjórum, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sextán bestu lið Evrópu eru í A-deildinni, sextán í B-deild, sextán í C-deild og sjö í tveimur riðlum í D-deild, lökustu deildinni. Our first UEFA Nations League predictions! We project Denmark , Portugal , England , and Belgium to contest the finals (not controversial at all).We like Ukraine , Albania , Finland , and Serbia to get promoted. How are you feeling about the Nations League? pic.twitter.com/SRIvVAfI9h— We Global Football (@We_Global) June 1, 2022 Rússland átti að vera fjórða liðið í riðli Íslands en var sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar með getur Ísland ekki fallið niður í C-deild því það verður hlutskipti Rússa. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur í september og hjá bestu liðum Evrópu tekur þá við undirbúningur fyrir HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. Á næsta ári, frá mars og fram í nóvember, verður svo öll undankeppni EM leikin í fimm landsleikjagluggum. Þar verður leikið í 5-6 liða riðlum og dregið verður í riðlana 9. október, og mun lokastaðan í Þjóðadeildinni ráða því í hvaða styrkleikaflokka lið raðast fyrir dráttinn. Ísland þarf að vinna sinn riðil til að komast í 2. styrkleikaflokk en fer annars í 3. flokk. Í undankeppni EM komast svo tvö efstu liðin beint á EM, rétt eins og síðast þegar Frakkland og Tyrkland komust áfram úr riðli Íslands eftir harða baráttu. Ísland sat þá eftir í 3. sæti en komst í fjögurra liða umspil vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, vann þar Rúmeníu en tapaði úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Sætið í B-deildinni gæti dugað til umspils Það ræðst svo endanlega af því hvaða lið komast beint á EM í gegnum undankeppnina hvaða lið fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM. Það ættu að vera liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild, liðin fjögur sem vinna sinn riðil í B-deild, og loks liðin fjögur sem vinna sinn riðil í C-deild. Ef eitthvert þessara liða verður búið að vinna sér sæti á EM, sem ljóst er að mun gerast, fær besta liðið úr D-riðli að koma inn í umspilið í staðinn, og svo þau lið sem enduðu efst samkvæmt heildarstöðu Þjóðadeildarinnar en hafa ekki þegar unnið sér sæti á EM. Þess vegna gæti vera Íslands í B-deild ein og sér á endanum mögulega dugað til að liðið fengi sæti í EM-umspilinu.
Leikir Íslands í júní Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45 Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45 San Marínó - Ísland, vináttulandsleikur, fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45 Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní 18:45
Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn