Of mörg áföll í aðdraganda síðasta EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2022 09:01 Dagný Brynjarsdóttir í baráttu við Löru Dickenmann í leik Íslands og Sviss á EM 2017. getty/Maja Hitij Dagný Brynjarsdóttir segir að ýmislegt hafi orðið þess valdandi að Ísland náði ekki markmiðum sínum á Evrópumótinu í Hollandi 2017. Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins fyrir síðasta Evrópumót enda vann Ísland sinn riðil í undankeppninni. En þegar á stóra sviðið var komið gekk illa. Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum naumlega, fyrir Frökkum og Svisslendingum, og voru þar með úr leik. Í lokaleik riðlakeppninnar tapaði Ísland svo 3-0 fyrir Austurríki og fór heim án stiga og með markatöluna 1-6. Dagný segir að íslenska liðið hafi orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í aðdraganda síðasta EM sem hafi haft áhrif þegar á mótið var komið. Krossböndin gáfu sig „Við vorum ógeðslega góðar í undankeppninni þar sem við spiluðum 4-3-3. Svo misstum við þrjá eða fjóra leikmenn í krossbandaslit, einhverjir af þeim byrjunarliðsmenn. Ég meiddist og var meidd í fimm mánuði fyrir EM. Og Hólmfríður [Magnúsdóttir] ristarbrotnaði. Liðið breyttist rosalega mikið frá því við unnum undankeppnina og fórum á EM,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í apríl. Auk allra meiðslanna sem dundu á íslenska liðinu eignaðist Harpa Þorsteinsdóttir barn nokkrum mánuðum fyrir EM. Hún var aðalframherji Íslands á þessum tíma og enginn skoraði meira í undankeppni EM en hún, eða tíu mörk. Klippa: Dagný um síðasta EM Vegna allra þessara breyttu aðstæðna breytti Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, um leikkerfi og spilaði 3-4-3 í aðdraganda EM og á mótinu. „Ég held að fólk gleymi því svolítið að við vorum ekki alveg með sama kjarna og sömu uppstillingu og í undankeppninni. Þetta voru vonbrigði en þegar maður horfir til baka var þetta svo mikil breyting frá undankeppninni því við misstum svo marga leikmenn út,“ sagði Dagný sem sneri aftur á völlinn aðeins mánuði fyrir EM. Hún lagði upp eina mark Íslands á mótinu, fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. „Þetta byrjaði bara fjórum mánuðum fyrir mót. Þetta voru bara of margir leikmenn sem duttu út of stuttu fyrir mót sem olli því að takturinn fór úr liðinu.“ Orkan var búin Sem fyrr sagði voru fyrstu tveir leikir Íslands á EM 2017 hnífjafnir og töpuðust með einu marki. „Við gáfum ótrúlega mikið í Frakkaleikinn. Þær fengu víti sem átti ekkert endilega að vera víti. Fyrsti leikurinn fór þannig. Svo rétt töpuðum við fyrir Sviss og gegn Austurríki vorum við eins og sprungin blaðra. Ekkert undir og allir leikmenn búnir á því. Auðvitað reyndum við að vinna en ég veit ekki hvort öll orkan, líkamleg og andleg, var búin,“ sagði Dagný. „Að mörgu leyti var frammistaðan fín í fyrstu tveimur leikjunum en úrslitin féllu ekki með okkur.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins fyrir síðasta Evrópumót enda vann Ísland sinn riðil í undankeppninni. En þegar á stóra sviðið var komið gekk illa. Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum naumlega, fyrir Frökkum og Svisslendingum, og voru þar með úr leik. Í lokaleik riðlakeppninnar tapaði Ísland svo 3-0 fyrir Austurríki og fór heim án stiga og með markatöluna 1-6. Dagný segir að íslenska liðið hafi orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í aðdraganda síðasta EM sem hafi haft áhrif þegar á mótið var komið. Krossböndin gáfu sig „Við vorum ógeðslega góðar í undankeppninni þar sem við spiluðum 4-3-3. Svo misstum við þrjá eða fjóra leikmenn í krossbandaslit, einhverjir af þeim byrjunarliðsmenn. Ég meiddist og var meidd í fimm mánuði fyrir EM. Og Hólmfríður [Magnúsdóttir] ristarbrotnaði. Liðið breyttist rosalega mikið frá því við unnum undankeppnina og fórum á EM,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í apríl. Auk allra meiðslanna sem dundu á íslenska liðinu eignaðist Harpa Þorsteinsdóttir barn nokkrum mánuðum fyrir EM. Hún var aðalframherji Íslands á þessum tíma og enginn skoraði meira í undankeppni EM en hún, eða tíu mörk. Klippa: Dagný um síðasta EM Vegna allra þessara breyttu aðstæðna breytti Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, um leikkerfi og spilaði 3-4-3 í aðdraganda EM og á mótinu. „Ég held að fólk gleymi því svolítið að við vorum ekki alveg með sama kjarna og sömu uppstillingu og í undankeppninni. Þetta voru vonbrigði en þegar maður horfir til baka var þetta svo mikil breyting frá undankeppninni því við misstum svo marga leikmenn út,“ sagði Dagný sem sneri aftur á völlinn aðeins mánuði fyrir EM. Hún lagði upp eina mark Íslands á mótinu, fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. „Þetta byrjaði bara fjórum mánuðum fyrir mót. Þetta voru bara of margir leikmenn sem duttu út of stuttu fyrir mót sem olli því að takturinn fór úr liðinu.“ Orkan var búin Sem fyrr sagði voru fyrstu tveir leikir Íslands á EM 2017 hnífjafnir og töpuðust með einu marki. „Við gáfum ótrúlega mikið í Frakkaleikinn. Þær fengu víti sem átti ekkert endilega að vera víti. Fyrsti leikurinn fór þannig. Svo rétt töpuðum við fyrir Sviss og gegn Austurríki vorum við eins og sprungin blaðra. Ekkert undir og allir leikmenn búnir á því. Auðvitað reyndum við að vinna en ég veit ekki hvort öll orkan, líkamleg og andleg, var búin,“ sagði Dagný. „Að mörgu leyti var frammistaðan fín í fyrstu tveimur leikjunum en úrslitin féllu ekki með okkur.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01
Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31
Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti