Innlent

Málefnasamningur undirritaður í Reykjanesbæ

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fulltrúar flokkanna þriggja við undirritun málefnasamningsins í dag.
Fulltrúar flokkanna þriggja við undirritun málefnasamningsins í dag. Aðsend

Framsókn, Samfylkingin og Bein leið hafa myndað meirihluta í Reykjanesbæ. Í dag var málefnasamningur milli flokkanna undirritaður fyrir utan Stapaskóla í Innri-Njarðvík.

Flokkarnir mynduðu einnig saman meirihluta á síðasta kjörtímabili og náðu að bæta við sig einum manni í kosningunum í síðasta mánuði.

„Helstu áhersluatriði nýs meirihluta eru að viðhalda kröftugri uppbyggingu og horfa til framtíðar. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kallar á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða. Brýnt er að mæta þeirri þörf en í senn að tryggja áfram trausta fjármálastjórn,“ segir í tilkynningu frá flokkunum.

Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar, verður formaður bæjarráðs fyrri hluta kjörtímabilsins og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, verður forseti bæjarstjórnar fyrri hlutann. Seinni hlutann mun Halldóra taka við af Friðjóni sem formaður bæjarráðs en ekki er búið að ákveða hver tekur við sem forseti bæjarstjórnar þá. Kjartan Már Kjartansson verður endurráðinn sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar.


Tengdar fréttir

Meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ

Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru formlega hafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum flokkanna.

Framsókn, Samfylking og Bein leið ná saman í Reykjanesbæ

Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Bein leið hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í Reykjanesbæ á kjörtímabilinu. Undirritun meirihlutasamstarfs mun fara fram í Stapaskóla í Innri-Njarðvík á morgun klukkan 11:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×