Veiran greindist í sýnum sem tekin voru í laxeldisstöð við Hamraborg og Svarthamarsvík í Berufirði í síðustu viku. Aðgerðaráætlun hefur verið virkjuð og mun öllum laxi á eldissvæðunum verða slátrað, að því er segir í tilkynningu Matvælastofnunar um málið.
Veiran kom fyrst upp í sjókví við Gripalda í Reyðarfirði í lok nóvember 2021. Nýlega kom enn annað smitið upp í laxeldi Laxa fiskeldis ehf.
Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis ehf. sagði þá að lítil sem engin hætta væri á að veiran bærist yfir í Berufjörð.
Til að gæta fyllstu varúðar hefur Fiskeldi Austfjarða í samvinnu við Matvælastofnun nú þegar virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía. Þar með mun allur Berufjörður tæmast fyrir laxi og fara í eldishvíld. Með þessari aðgerð skal gert hið ýtrasta til að uppræta og hreinsa fjörðinn fyrir ofangreindu veirusmiti, segir í tilkynningu MAST.
MAST tekur fram að veiran sé skaðlaus mönnum og að hún berist ekki með fiskafurðum. Þá hafi blóðþorri hafi aldrei verið staðfestur í villtum laxi í sínu náttúrulega umhverfi, jafnvel þó veiran hafi greinst í þeim.