„Ömurlegt“ að spila ekki en Martin vill reyna allt til að hjálpa Íslandi á HM Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2022 10:00 Martin Hermannsson var í liði Íslands sem vann sigurinn frækna á Ítölum í Hafnarfirði í febrúar. vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en verður án Martins Hermannssonar í leikjum sínum í sumar eftir að hann sleit krossband í hné í vikunni. Martin verður frá keppni fram á næsta ár og missir mögulega af öllum sjö leikjunum sem Ísland á eftir í undankeppninni en henni lýkur í febrúar. „Það er ömurlegt. Við erum í bullandi séns á að komast á HM. Baldur [Þór Ragnarsson] aðstoðarþjálfari landsliðsins var einmitt hér hjá mér í síðustu viku í fríi og við vorum búnir að ræða það fram og til baka hvað gæti orðið. Við höfum aldrei verið svona nálægt því að komast á HM. Við erum með lið sem gæti gert virkilega góða hluti,“ segir Martin. Klippa: Martin um landsliðið og HM-drauminn Með Martin innanborðs vann Ísland nefnilega frábæra sigra á Hollandi á útivelli og gegn Ítalíu á heimavelli. Fjórða liðið í riðlinum, Rússland, var svo dæmt úr keppni. Því er ljóst að Ísland kemst áfram á seinna stig undankeppninnar fyrir HM og tekur þangað með sér að minnsta kosti tvo sigra, og mögulega þrjá ef liðið vinnur Holland á Ásvöllum 1. júlí. „Hef áfram bullandi trú á strákunum“ Þannig verður liðið í álitlegri stöðu þegar seinna stig undankeppninnar hefst í ágúst, þar sem Ísland, Holland og Ítalía blandast saman í riðil með Georgíu og Spáni og sennilega Úkraínu. Þrjú liðanna komast á HM. Ísland spilar hins vegar án síns besta leikmanns, Martins, og það gerir HM-drauminn fjarlægari en Martin vill gera allt sem hann getur til að hjálpa til: „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila með bestu vinum sínum í landsliðinu. Þetta er því hrikalega svekkjandi en ég hef áfram bullandi trú á strákunum. Síðustu tvö ár hef ég ekki verið mikið með landsliðinu og ég held að það hafi hjálpað mönnum að fá enn stærra hlutverk. Það kemur maður í manns stað og ég mun reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get með öðrum hætti, bara andlega og með því að vera í kringum strákana. Þó ég geti ekki verið inni á gólfinu mun ég leggja mitt að mörkum, hvernig sem ég get gert það.“ Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31 Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31 „Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Martin verður frá keppni fram á næsta ár og missir mögulega af öllum sjö leikjunum sem Ísland á eftir í undankeppninni en henni lýkur í febrúar. „Það er ömurlegt. Við erum í bullandi séns á að komast á HM. Baldur [Þór Ragnarsson] aðstoðarþjálfari landsliðsins var einmitt hér hjá mér í síðustu viku í fríi og við vorum búnir að ræða það fram og til baka hvað gæti orðið. Við höfum aldrei verið svona nálægt því að komast á HM. Við erum með lið sem gæti gert virkilega góða hluti,“ segir Martin. Klippa: Martin um landsliðið og HM-drauminn Með Martin innanborðs vann Ísland nefnilega frábæra sigra á Hollandi á útivelli og gegn Ítalíu á heimavelli. Fjórða liðið í riðlinum, Rússland, var svo dæmt úr keppni. Því er ljóst að Ísland kemst áfram á seinna stig undankeppninnar fyrir HM og tekur þangað með sér að minnsta kosti tvo sigra, og mögulega þrjá ef liðið vinnur Holland á Ásvöllum 1. júlí. „Hef áfram bullandi trú á strákunum“ Þannig verður liðið í álitlegri stöðu þegar seinna stig undankeppninnar hefst í ágúst, þar sem Ísland, Holland og Ítalía blandast saman í riðil með Georgíu og Spáni og sennilega Úkraínu. Þrjú liðanna komast á HM. Ísland spilar hins vegar án síns besta leikmanns, Martins, og það gerir HM-drauminn fjarlægari en Martin vill gera allt sem hann getur til að hjálpa til: „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila með bestu vinum sínum í landsliðinu. Þetta er því hrikalega svekkjandi en ég hef áfram bullandi trú á strákunum. Síðustu tvö ár hef ég ekki verið mikið með landsliðinu og ég held að það hafi hjálpað mönnum að fá enn stærra hlutverk. Það kemur maður í manns stað og ég mun reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get með öðrum hætti, bara andlega og með því að vera í kringum strákana. Þó ég geti ekki verið inni á gólfinu mun ég leggja mitt að mörkum, hvernig sem ég get gert það.“
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31 Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31 „Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31
Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31
„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02