Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2022 08:00 Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, segir að mikil ásókn sé í að festa íbúðalánavexti. Samsett Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. Hækkunin kemur fast á hæla vaxtabreytingar sem tók gildi 17. maí en þá voru vextir sömu lána hækkaðir um 0,10 til 0,15 prósentustig og breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána um 0,70 prósentustig. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, segir það sjaldgæft að bankinn breyti vöxtum svona ört. Vextir óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti hafi að jafnaði verið breytt einu sinni í mánuði það sem af er ári, sem sé tíðar en á seinustu árum. Skýringin liggi í hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði sem bankinn nýti meðal annars til að fjármagna sig til þriggja eða fimm ára. Sú hækkun hafi svo endurspeglast í þeim kjörum sem bankinn lánar út með þegar fólk festir húsnæðislánavexti sína til þriggja eða fimm ára. Stýrivaxtahækkanir hafa haldist í hendur við miklar hækkanir á húsnæðismarkaði sem hefur ýtt undir verðbólgu.Vísir/Vilhelm Sömuleiðis örari breytingar hjá öðrum lánveitendum Bæði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hækkað nokkuð skarpt á seinustu misserum. Á sama tíma hafa verðbólguhorfur versnað bæði á Íslandi og erlendis sem leiðir til væntinga um frekari stýrivaxtahækkana sem aftur hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum. „Eins og þetta hefur verið núna þar sem ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hefur bara hækkað jafnt og þétt nokkuð linnulaust undanfarin misseri frá því að Seðlabankinn hóf þetta skarpa vaxtahækkunarferli hefur verið ástæða til þess að endurskoða kjörin á þessum föstu vöxtum,“ segir Hreiðar. Vaxtatöflur lífeyrissjóða og hinna viðskiptabankanna beri þess sömuleiðis merki að samkeppnisaðilarnir hafi verið að hreyfa sig örar en áður. Hreiðar segir að mikil ásókn hafi verið í að festa vexti óverðtryggðra húsnæðislána hjá Landsbankanum undanfarin misseri. Í lok mars hafi um helmingur viðskiptavina með óverðtryggð íbúðalán verið búnir að festa vextina og í dag séu nokkuð fleiri með fasta óverðtryggða vexti en breytilega. Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Hækkunin kemur fast á hæla vaxtabreytingar sem tók gildi 17. maí en þá voru vextir sömu lána hækkaðir um 0,10 til 0,15 prósentustig og breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána um 0,70 prósentustig. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, segir það sjaldgæft að bankinn breyti vöxtum svona ört. Vextir óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti hafi að jafnaði verið breytt einu sinni í mánuði það sem af er ári, sem sé tíðar en á seinustu árum. Skýringin liggi í hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði sem bankinn nýti meðal annars til að fjármagna sig til þriggja eða fimm ára. Sú hækkun hafi svo endurspeglast í þeim kjörum sem bankinn lánar út með þegar fólk festir húsnæðislánavexti sína til þriggja eða fimm ára. Stýrivaxtahækkanir hafa haldist í hendur við miklar hækkanir á húsnæðismarkaði sem hefur ýtt undir verðbólgu.Vísir/Vilhelm Sömuleiðis örari breytingar hjá öðrum lánveitendum Bæði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hækkað nokkuð skarpt á seinustu misserum. Á sama tíma hafa verðbólguhorfur versnað bæði á Íslandi og erlendis sem leiðir til væntinga um frekari stýrivaxtahækkana sem aftur hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum. „Eins og þetta hefur verið núna þar sem ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hefur bara hækkað jafnt og þétt nokkuð linnulaust undanfarin misseri frá því að Seðlabankinn hóf þetta skarpa vaxtahækkunarferli hefur verið ástæða til þess að endurskoða kjörin á þessum föstu vöxtum,“ segir Hreiðar. Vaxtatöflur lífeyrissjóða og hinna viðskiptabankanna beri þess sömuleiðis merki að samkeppnisaðilarnir hafi verið að hreyfa sig örar en áður. Hreiðar segir að mikil ásókn hafi verið í að festa vexti óverðtryggðra húsnæðislána hjá Landsbankanum undanfarin misseri. Í lok mars hafi um helmingur viðskiptavina með óverðtryggð íbúðalán verið búnir að festa vextina og í dag séu nokkuð fleiri með fasta óverðtryggða vexti en breytilega.
Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira