Kalla eftir að stjórnvöld bregðist við síhækkandi eldsneytisverði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 2. júní 2022 19:12 Runólfur Ólafsson,framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Egill Félag íslenskra bifreiðaeigenda kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við síhækkandi eldsneytisverði, sem hefur aldrei verið hærra. Framkvæmdastjóri félagsins segir hækkanirnar sérstaklega koma niður á þeim sem hafi minna á milli handanna og þeim sem þurfi að ferðast langar vegalengdir. „Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt ástand. Við sjáum það að lítraverðið hefur bara farið daghækkandi núna undanfarið og við höfum aldrei séð svona verð áður. Það má heldur ekki gleyma því að þetta hefur veruleg áhrif á vísitöluna og þar með allar skuldbindingar fólks,“ sagði Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þegar fréttastofa tók saman bensínverð í dag kostaði lítrinn á N1 325,9 krónur en þegar fréttamaður okkar mætti á N1 Hringbraut til að ræða við Runólf í beinni útsendingu hafði lítraverðið hækkað upp í 328,9 krónur. Runólfur segir ljóst hvað þurfi að gera í málinu. Bensínverðið á N1 Hringbraut var komið upp í 328,9 krónur á lítrann um hálf sjö í kvöld.Vísir/Egill „Það er ósköp ljóst að okkar mati að það þarf að gera eitthvað á þessum tímapunkti og það hefur verið gert áður. Mörg stjórnvöld í kring um okkur eru að gera það,“ segir Runólfur. Hann segir að stjórnvöld hafi ekki brugðist beint við kalli FÍB. „Nei, í rauninni bara óformlega í gegn um fjölmiðla og þá hefur þessu verið ruglað saman við kolefnisútlosun og eitthvað slíkt en þarna er auðvitað brennandi þörf til að grípa til aðgerða og auðvitað kemur þetta sérlega illa niður á þeim sem hafa minna á milli handanna og líka á þeim sem hafa um lengri veg að fara, til dæmis til að sækja þjónustu eða vinnu,“ segir Runólfur. Hann segir rök stjórnvalda um að bensínverð sé svo hátt vegna kolefnisskatts ekki standast. „Það hafa verið ein af rökunum en nú hefur verið óeðlilegt ástand. Við erum að sjá að lítraverðið hefur hækkað um fimmtíu prósent á heimsmarkaði frá því að átökin í Úkraínu hófust og hefur hækkað um 100 prósent ef við förum eitt ár aftur í tímann þannig að þetta er mjög óeðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu en við ráðum sköttunum sem er helmingurinn af útsöluverðinu, þessum 328,9 krónum.“ Bensín og olía Verðlag Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. 2. júní 2022 07:00 Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. 1. júní 2022 10:49 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt ástand. Við sjáum það að lítraverðið hefur bara farið daghækkandi núna undanfarið og við höfum aldrei séð svona verð áður. Það má heldur ekki gleyma því að þetta hefur veruleg áhrif á vísitöluna og þar með allar skuldbindingar fólks,“ sagði Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þegar fréttastofa tók saman bensínverð í dag kostaði lítrinn á N1 325,9 krónur en þegar fréttamaður okkar mætti á N1 Hringbraut til að ræða við Runólf í beinni útsendingu hafði lítraverðið hækkað upp í 328,9 krónur. Runólfur segir ljóst hvað þurfi að gera í málinu. Bensínverðið á N1 Hringbraut var komið upp í 328,9 krónur á lítrann um hálf sjö í kvöld.Vísir/Egill „Það er ósköp ljóst að okkar mati að það þarf að gera eitthvað á þessum tímapunkti og það hefur verið gert áður. Mörg stjórnvöld í kring um okkur eru að gera það,“ segir Runólfur. Hann segir að stjórnvöld hafi ekki brugðist beint við kalli FÍB. „Nei, í rauninni bara óformlega í gegn um fjölmiðla og þá hefur þessu verið ruglað saman við kolefnisútlosun og eitthvað slíkt en þarna er auðvitað brennandi þörf til að grípa til aðgerða og auðvitað kemur þetta sérlega illa niður á þeim sem hafa minna á milli handanna og líka á þeim sem hafa um lengri veg að fara, til dæmis til að sækja þjónustu eða vinnu,“ segir Runólfur. Hann segir rök stjórnvalda um að bensínverð sé svo hátt vegna kolefnisskatts ekki standast. „Það hafa verið ein af rökunum en nú hefur verið óeðlilegt ástand. Við erum að sjá að lítraverðið hefur hækkað um fimmtíu prósent á heimsmarkaði frá því að átökin í Úkraínu hófust og hefur hækkað um 100 prósent ef við förum eitt ár aftur í tímann þannig að þetta er mjög óeðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu en við ráðum sköttunum sem er helmingurinn af útsöluverðinu, þessum 328,9 krónum.“
Bensín og olía Verðlag Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. 2. júní 2022 07:00 Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. 1. júní 2022 10:49 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19
Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. 2. júní 2022 07:00
Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. 1. júní 2022 10:49