Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina vel í marki íslenska liðsins. Vísir/Getty Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. „Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta mér eftir þennan leik. Þeir fá líklega fleiri og hættulegri færi en við fengum líka tækifæri til þess að loka leiknum áður en þeir jafna," sagði Rúnar Alex um þróun leiksins í samtali við Viaplay. „Við erum með yngsta lið í Evrópu og ég er stoltur af þessari frammistöðu. Það var erfitt að standast pressuna hérna á erfiðum útivelli. Við gerðum það hins vegar afar vel og það er jákvætt. Við virðum bara stigið og höldum áfram,“ sagði markvörðurinn enn fremur. „Ég er öflugur einn á móti einum og þetta gekk vel. Það var góð tilfinning að ná að verja á þessum tímapunktum," sagði Rúnar Alex um þau tvö skipti þar sem hann varði vel frá sóknarmönnum ísraelska liðsins sem voru komnir einir í gegn. Rúnar Alex vék svo sögunni að umræðunni um íslenska landsliðið sem hefur verið ansi neikvæð síðasta árið um það bil. Of neikvæð miðað við aðstæður að hans mati. „Mér finnst við hafa fengið óverðskuldaða gagnrýni undanfarin misseri. Það verður að líta til þess að við misstum heilt byrjunarlið fyrir utan Birki Bjarnason og Hörð Björgvin. Að mínu mati hefðum við átt skilið meiri þolinmæði. Íslendingar geta verið fljótir í neikvæðni og mér finnst umræðan hafa verið ósanngjörn síðustu mánuðina. Vonandi breytist það í framhaldinu," sagði Vesturbæingurinn um stöðu mála. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta mér eftir þennan leik. Þeir fá líklega fleiri og hættulegri færi en við fengum líka tækifæri til þess að loka leiknum áður en þeir jafna," sagði Rúnar Alex um þróun leiksins í samtali við Viaplay. „Við erum með yngsta lið í Evrópu og ég er stoltur af þessari frammistöðu. Það var erfitt að standast pressuna hérna á erfiðum útivelli. Við gerðum það hins vegar afar vel og það er jákvætt. Við virðum bara stigið og höldum áfram,“ sagði markvörðurinn enn fremur. „Ég er öflugur einn á móti einum og þetta gekk vel. Það var góð tilfinning að ná að verja á þessum tímapunktum," sagði Rúnar Alex um þau tvö skipti þar sem hann varði vel frá sóknarmönnum ísraelska liðsins sem voru komnir einir í gegn. Rúnar Alex vék svo sögunni að umræðunni um íslenska landsliðið sem hefur verið ansi neikvæð síðasta árið um það bil. Of neikvæð miðað við aðstæður að hans mati. „Mér finnst við hafa fengið óverðskuldaða gagnrýni undanfarin misseri. Það verður að líta til þess að við misstum heilt byrjunarlið fyrir utan Birki Bjarnason og Hörð Björgvin. Að mínu mati hefðum við átt skilið meiri þolinmæði. Íslendingar geta verið fljótir í neikvæðni og mér finnst umræðan hafa verið ósanngjörn síðustu mánuðina. Vonandi breytist það í framhaldinu," sagði Vesturbæingurinn um stöðu mála.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira