Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina vel í marki íslenska liðsins. Vísir/Getty Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. „Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta mér eftir þennan leik. Þeir fá líklega fleiri og hættulegri færi en við fengum líka tækifæri til þess að loka leiknum áður en þeir jafna," sagði Rúnar Alex um þróun leiksins í samtali við Viaplay. „Við erum með yngsta lið í Evrópu og ég er stoltur af þessari frammistöðu. Það var erfitt að standast pressuna hérna á erfiðum útivelli. Við gerðum það hins vegar afar vel og það er jákvætt. Við virðum bara stigið og höldum áfram,“ sagði markvörðurinn enn fremur. „Ég er öflugur einn á móti einum og þetta gekk vel. Það var góð tilfinning að ná að verja á þessum tímapunktum," sagði Rúnar Alex um þau tvö skipti þar sem hann varði vel frá sóknarmönnum ísraelska liðsins sem voru komnir einir í gegn. Rúnar Alex vék svo sögunni að umræðunni um íslenska landsliðið sem hefur verið ansi neikvæð síðasta árið um það bil. Of neikvæð miðað við aðstæður að hans mati. „Mér finnst við hafa fengið óverðskuldaða gagnrýni undanfarin misseri. Það verður að líta til þess að við misstum heilt byrjunarlið fyrir utan Birki Bjarnason og Hörð Björgvin. Að mínu mati hefðum við átt skilið meiri þolinmæði. Íslendingar geta verið fljótir í neikvæðni og mér finnst umræðan hafa verið ósanngjörn síðustu mánuðina. Vonandi breytist það í framhaldinu," sagði Vesturbæingurinn um stöðu mála. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta mér eftir þennan leik. Þeir fá líklega fleiri og hættulegri færi en við fengum líka tækifæri til þess að loka leiknum áður en þeir jafna," sagði Rúnar Alex um þróun leiksins í samtali við Viaplay. „Við erum með yngsta lið í Evrópu og ég er stoltur af þessari frammistöðu. Það var erfitt að standast pressuna hérna á erfiðum útivelli. Við gerðum það hins vegar afar vel og það er jákvætt. Við virðum bara stigið og höldum áfram,“ sagði markvörðurinn enn fremur. „Ég er öflugur einn á móti einum og þetta gekk vel. Það var góð tilfinning að ná að verja á þessum tímapunktum," sagði Rúnar Alex um þau tvö skipti þar sem hann varði vel frá sóknarmönnum ísraelska liðsins sem voru komnir einir í gegn. Rúnar Alex vék svo sögunni að umræðunni um íslenska landsliðið sem hefur verið ansi neikvæð síðasta árið um það bil. Of neikvæð miðað við aðstæður að hans mati. „Mér finnst við hafa fengið óverðskuldaða gagnrýni undanfarin misseri. Það verður að líta til þess að við misstum heilt byrjunarlið fyrir utan Birki Bjarnason og Hörð Björgvin. Að mínu mati hefðum við átt skilið meiri þolinmæði. Íslendingar geta verið fljótir í neikvæðni og mér finnst umræðan hafa verið ósanngjörn síðustu mánuðina. Vonandi breytist það í framhaldinu," sagði Vesturbæingurinn um stöðu mála.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira