Erlent

Kallaði eftir banni gegn á­rásar­skot­vopnum

Hólmfríður Gísladóttir og Atli Ísleifsson skrifa
Skotvopnaeign hefur mikið verið í umræðunni í Bandaríkjunum síðustu daga eftir mjög mannskæðar árásir á síðustu dögum.
Skotvopnaeign hefur mikið verið í umræðunni í Bandaríkjunum síðustu daga eftir mjög mannskæðar árásir á síðustu dögum. AP

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við.

Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki.

Þá eru ótaldar aðrar árásir þar sem færri létust en frá því að árásin í Texas átti sér stað hafa tuttugu aðrar skotárásir verið gerðar þar sem fleiri en einn var skotinn til bana.

Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum.

Sagði hann að ef Bandaríkjaþing myndi ekki banna árásarvopn ætti það að leitast eftir því að hækka lágmarksaldur til að kaupa slík vopn úr átján ára í 21 árs.


Tengdar fréttir

Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi

Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi.

Hyggjast banna sölu og inn­flutning á skamm­byssum

Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×