Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 14:31 Gauff ritar skilaboðin á sjónvarpsmyndavél í París í gær. Tim Clayton/Corbis via Getty Images Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Gauff lagði hina ítölsku Martinu Trevisan í undanúrslitum mótsins í gær og tryggði sér þannig í úrslitaviðureign í einliðaleik á Opna franska í fyrsta skipti. Þar bíður hennar strembið verkefni er hún tekst á við hina pólsku Igu Swiatek, sem er efst á heimslistanum. Eftir sigur gærdagsins greip Gauff í tússpenna og skrifaði skilaboð á sjónvarpsmyndavél. Þar sagði: „Friður. Bindum enda á skotárásir.“ Hávært ákall hefur verið eftir breytingum á byssulöggjöf vestanhafs eftir að 19 börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Þá voru þrír starfsmenn og einn sjúklingur á sjúrkahúsi í Oklahoma drepin í skotárás í gær. „Ég vaknaði í morgun og sá að það var önnur skotárás og hugsaði hvað þetta er brenglað,“ sagði Gauff í viðtali eftir keppni gærdagsins. „Mér fannst rétt að gera þetta í augnablikinu. Vonandi skilar þetta sér til fólksins sem með valdið fer, og verði til breytinga.“ Skilaboðin sem Gauff ritaði á vélina.Tim Clayton/Corbis via Getty Images Íþróttafólk eigi að láta í sér heyra Gauff er á meðal fjölda íþróttafólks sem hefur kallað eftir breytingum eftir árásina í síðustu viku. Þar má meðal annars nefna LeBron James, Serenu Williams, Naomi Osaka og Colin Kaepernick. „Mér finnst við oft skilgreind innan þröngs ramma og fólk segi að aðskilja eigi íþróttir og pólitík. Ég er sammála að vissu leyti, en á sama tíma er ég fyrst og fremst manneskja, fremur en tenniskona,“ segir Gauff. „Auðvitað er mér ekki sama um þessi mál og mun láta í mér heyra. Ef eitthvað er, þá gefa íþróttirnar manni þetta sviðljós, sem gefur færi á að ná til fleira fólks.“ Gauff keppir til úrslita á Opna franska gegn Igu Swiatek á laugardag. Gauff er aðeins 18 ára gömul og er sú yngsta til að keppa til úrslita á mótinu frá Kim Clijsters sem komst í úrslit 2001. Verkefnið er ærið þar sem Swiatek hefur unnið síðustu 34 leiki sína í röð og fagnað sigri á síðustu fimm mótum. Tveir úrslitaleikir bíða Gauff á Roland Garros-vellinum um helgina en hún tryggði sér sæti í úrslitum í tvíliðaleik með sigri í undanúrslitum í dag. Þar unnu þær Gauff og landa hennar Jessica Pegula 6-4 7-6 (7-4) sigur á Madison Keys og Taylor Townsend, sem einnig eru frá Bandaríkjunum. Gauff vakti fyrst athygli árið 2019 þegar hún komst í 16 manna úrslit á Wimbledon-mótinu í Englandi, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur unnið fjóra titla á ferlinum en leitar enn síns fyrsta risatitilins, sem hún hefur aldrei verið eins nálægt og nú. Tennis Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Sjá meira
Gauff lagði hina ítölsku Martinu Trevisan í undanúrslitum mótsins í gær og tryggði sér þannig í úrslitaviðureign í einliðaleik á Opna franska í fyrsta skipti. Þar bíður hennar strembið verkefni er hún tekst á við hina pólsku Igu Swiatek, sem er efst á heimslistanum. Eftir sigur gærdagsins greip Gauff í tússpenna og skrifaði skilaboð á sjónvarpsmyndavél. Þar sagði: „Friður. Bindum enda á skotárásir.“ Hávært ákall hefur verið eftir breytingum á byssulöggjöf vestanhafs eftir að 19 börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Þá voru þrír starfsmenn og einn sjúklingur á sjúrkahúsi í Oklahoma drepin í skotárás í gær. „Ég vaknaði í morgun og sá að það var önnur skotárás og hugsaði hvað þetta er brenglað,“ sagði Gauff í viðtali eftir keppni gærdagsins. „Mér fannst rétt að gera þetta í augnablikinu. Vonandi skilar þetta sér til fólksins sem með valdið fer, og verði til breytinga.“ Skilaboðin sem Gauff ritaði á vélina.Tim Clayton/Corbis via Getty Images Íþróttafólk eigi að láta í sér heyra Gauff er á meðal fjölda íþróttafólks sem hefur kallað eftir breytingum eftir árásina í síðustu viku. Þar má meðal annars nefna LeBron James, Serenu Williams, Naomi Osaka og Colin Kaepernick. „Mér finnst við oft skilgreind innan þröngs ramma og fólk segi að aðskilja eigi íþróttir og pólitík. Ég er sammála að vissu leyti, en á sama tíma er ég fyrst og fremst manneskja, fremur en tenniskona,“ segir Gauff. „Auðvitað er mér ekki sama um þessi mál og mun láta í mér heyra. Ef eitthvað er, þá gefa íþróttirnar manni þetta sviðljós, sem gefur færi á að ná til fleira fólks.“ Gauff keppir til úrslita á Opna franska gegn Igu Swiatek á laugardag. Gauff er aðeins 18 ára gömul og er sú yngsta til að keppa til úrslita á mótinu frá Kim Clijsters sem komst í úrslit 2001. Verkefnið er ærið þar sem Swiatek hefur unnið síðustu 34 leiki sína í röð og fagnað sigri á síðustu fimm mótum. Tveir úrslitaleikir bíða Gauff á Roland Garros-vellinum um helgina en hún tryggði sér sæti í úrslitum í tvíliðaleik með sigri í undanúrslitum í dag. Þar unnu þær Gauff og landa hennar Jessica Pegula 6-4 7-6 (7-4) sigur á Madison Keys og Taylor Townsend, sem einnig eru frá Bandaríkjunum. Gauff vakti fyrst athygli árið 2019 þegar hún komst í 16 manna úrslit á Wimbledon-mótinu í Englandi, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur unnið fjóra titla á ferlinum en leitar enn síns fyrsta risatitilins, sem hún hefur aldrei verið eins nálægt og nú.
Tennis Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti