„Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2022 10:01 Feðgarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Arason féllust í faðma eftir að Gísli afrekaði það sem pabbi hans gerði fyrir 34 árum, að verða þýskur meistari. Samsett/Facebook Gísli Þorgeir Kristjánsson varð á fimmtudagskvöld Þýskalandsmeistari í handbolta fyrir framan pabba sinn, Kristján Arason, sem einnig hefur það á ferilskránni að hafa orðið Þýskalandsmeistari. Kristján landaði titlinum sem einn af lykilleikmönnum Gummersbach árið 1988 og var svo í stúkunni að sjá Gísla, Ómar Inga Magnússon og félaga þeirra í Magdeburg tryggja liðinu sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil frá árinu 2001. Móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varð hins vegar að sætta sig við að missa af leiknum vegna vinnunnar. „Pabbi kom og sá mig verða meistari. Það var geggjað að hafa pabba í stúkunni og gaman að við feðgarnir séum báðir orðnir meistarar. Það er skemmtilegt skref,“ segir Gísli. Hann hefur átt frábært tímabil í vetur en hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni síðustu ár, á erfiðum tímum vegna meiðsla í báðum öxlum. „Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt hjá mér, hvað handboltann varðar og í gegnum þessi meiðsli sem ég hef glímt við. Hann er ekki bara búinn að vera pabbi minn heldur lærifaðir og bara algjör stoð og stytta eins og öll mín fjölskylda. Það var frábært að fá að upplifa þetta með honum,“ segir Gísli. Íslenska fánann mátti því sjá á meðal áhorfenda í Magdeburg í fyrrakvöld en greinilegt var að fleiri stuðningsmenn en pabbi Gísli kunna að meta það sem hann og Ómar Ingi hafa gert fyrir liðið. Fann hvað þetta þýddi fyrir fólkið í bænum Íslendingar voru einnig í aðalhlutverkum þegar Magdeburg varð þýskur meistari síðast, þá í fyrsta sinn, því þá var Ólafur Stefánsson stjarna liðsins og Alfreð Gíslason þjálfari. „Maður fann hvað þetta þýddi mikið fyrir klúbbinn og fólkið í bænum. Það lifir fyrir þetta félag og það er svo gaman að geta gefið eitthvað til baka, eftir allt sem þau eru búin að gefa mér. Þau hafa staðið við bakið á mér í gegnum mín meiðsli og núna gat ég gefið til baka með því að við skyldum vinna titilinn,“ segir Gísli. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Kristján landaði titlinum sem einn af lykilleikmönnum Gummersbach árið 1988 og var svo í stúkunni að sjá Gísla, Ómar Inga Magnússon og félaga þeirra í Magdeburg tryggja liðinu sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil frá árinu 2001. Móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varð hins vegar að sætta sig við að missa af leiknum vegna vinnunnar. „Pabbi kom og sá mig verða meistari. Það var geggjað að hafa pabba í stúkunni og gaman að við feðgarnir séum báðir orðnir meistarar. Það er skemmtilegt skref,“ segir Gísli. Hann hefur átt frábært tímabil í vetur en hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni síðustu ár, á erfiðum tímum vegna meiðsla í báðum öxlum. „Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt hjá mér, hvað handboltann varðar og í gegnum þessi meiðsli sem ég hef glímt við. Hann er ekki bara búinn að vera pabbi minn heldur lærifaðir og bara algjör stoð og stytta eins og öll mín fjölskylda. Það var frábært að fá að upplifa þetta með honum,“ segir Gísli. Íslenska fánann mátti því sjá á meðal áhorfenda í Magdeburg í fyrrakvöld en greinilegt var að fleiri stuðningsmenn en pabbi Gísli kunna að meta það sem hann og Ómar Ingi hafa gert fyrir liðið. Fann hvað þetta þýddi fyrir fólkið í bænum Íslendingar voru einnig í aðalhlutverkum þegar Magdeburg varð þýskur meistari síðast, þá í fyrsta sinn, því þá var Ólafur Stefánsson stjarna liðsins og Alfreð Gíslason þjálfari. „Maður fann hvað þetta þýddi mikið fyrir klúbbinn og fólkið í bænum. Það lifir fyrir þetta félag og það er svo gaman að geta gefið eitthvað til baka, eftir allt sem þau eru búin að gefa mér. Þau hafa staðið við bakið á mér í gegnum mín meiðsli og núna gat ég gefið til baka með því að við skyldum vinna titilinn,“ segir Gísli.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira