Getur þakkað „bol“ úr lögreglunni fyrir líf sitt Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 16:00 Emerson var heppinn að hafa lögreglumann sér við hlið. James Williamson - AMA/Getty Images Emerson Royal, varnarmaður Tottenham Hotspur á Englandi, slapp ómeiddur eftir misheppnaða ránstilraun í Brasilíu í nótt. Vopnaðir menn reyndu að ræna Emerson en fótboltamaðurinn var heppinn að hafa lögreglumann sér við hlið. Emerson var að yfirgefa næturklúbb í Sao Paulo um klukkan þrjú í nótt, hvar hann hafði eytt kvöldinu með fjölskyldu og vinum, þegar vopnaðir menn beindu að honum byssu og kröfðu hann um veski og skartgripi. Svo heppilega vildi til að Emerson hafði skömmu áður veitt lögreglumanni, sem ekki var á vakt, leyfi til að taka mynd með sér - svokallaða „bolamynd“. Lögreglumaðurinn var vopnaður og sá í hvað stefndi, svo hann dró upp skotvopn sitt og segja brasilískir miðlar að alls hafi 29 skotum verið hleypt af. Eitt skotanna hæfði einn ræningjanna í bakið og þurfti hann að leita á spítala. Emerson gat hins vegar komið sér undan og slapp ómeiddur. „Ég var úti að skemmta mér og á leiðinni út hófst þessi atburðarrás, sem var mjög slæmt. Sannarlega hörmuleg uppákoma. Ég óska engum svona lagað,“ hefur O Liberal eftir föður Emersons, sem var með honum í gærkvöldi. Emerson gekk til liðs við Tottenham frá Barcelona síðasta sumar og var hluti af liðinu sem tryggði sér Meistaradeildarsæti í vor. Hann á sjö landsleiki að baki fyrir Brasilíu og vonast til að vinna sér inn sæti í landsliðhópnum fyrir HM í Katar í nóvember. Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
Emerson var að yfirgefa næturklúbb í Sao Paulo um klukkan þrjú í nótt, hvar hann hafði eytt kvöldinu með fjölskyldu og vinum, þegar vopnaðir menn beindu að honum byssu og kröfðu hann um veski og skartgripi. Svo heppilega vildi til að Emerson hafði skömmu áður veitt lögreglumanni, sem ekki var á vakt, leyfi til að taka mynd með sér - svokallaða „bolamynd“. Lögreglumaðurinn var vopnaður og sá í hvað stefndi, svo hann dró upp skotvopn sitt og segja brasilískir miðlar að alls hafi 29 skotum verið hleypt af. Eitt skotanna hæfði einn ræningjanna í bakið og þurfti hann að leita á spítala. Emerson gat hins vegar komið sér undan og slapp ómeiddur. „Ég var úti að skemmta mér og á leiðinni út hófst þessi atburðarrás, sem var mjög slæmt. Sannarlega hörmuleg uppákoma. Ég óska engum svona lagað,“ hefur O Liberal eftir föður Emersons, sem var með honum í gærkvöldi. Emerson gekk til liðs við Tottenham frá Barcelona síðasta sumar og var hluti af liðinu sem tryggði sér Meistaradeildarsæti í vor. Hann á sjö landsleiki að baki fyrir Brasilíu og vonast til að vinna sér inn sæti í landsliðhópnum fyrir HM í Katar í nóvember.
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira