Álag vegna fjarkennslu skuli greitt á hættustundu Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2022 12:26 Fallist var á kröfu FG um fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma var hafnað Vísir/Vilhelm Félagsdómur felldi á þriðjudag dóm í tvíþættu máli Félags grunnskólakennara gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fallist var á kröfu félagsins um 50 prósent fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma kennara innan sömu vinnuviku, á tímum hæsta neyðarstigs almannavarna, var hafnað. Fá greitt fyrir aukið álag á hættustundu Félag grunnskólakennara var stefnandi í málinu gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem var fulltrúi tveggja sveitarfélaga. Í málinu voru reifuð tvö ólík mál. Annars vegar krafa FG um að kjarasamningi væri fylgt og greitt 50 prósent álag fyrir fjarkennslu og hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. Samkvæmt niðurstöðu dómsins eiga kennarar, sem kenndu nemendum í fjarkennslu í nóvember og desember 2020, rétt á að fá greitt 50% álag fyrir hverja kennslustund sem þeir inntu af hendi jafnvel þótt kennslan hafi farið fram þegar hæsta neyðarstig almannavarna var virkjað. Sambandið vísaði til bráðabirgðaákvæðis við lög um almannavarnir um að líta mætti á breytta kennsluhætti sem hluta af borgaralegri skyldu á tímum hæsta neyðarstigs. Dómurinn fellst ekki á þetta og ber atvinnurekanda að greiða fyrir vinnuna samkvæmt ákvæðum kjarasamnings. Breyttar starfsskyldur Hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. FG fór fram á að kennari, sem alla jafna vann fjóra daga í viku en var gert að vinna fimm daga á tímum hæsta neyðarstigs, fengi greidda yfirvinnu fyrir vinnu á „fimmta deginum“. Vinnustundir kennarans voru í heild þær sömu og áður. Félagsdómur mat það svo að gerð hafi verið tímabundin breyting á starfsskyldum kennarans án þess að þær hafi verið auknar. Telur dómurinn breyttar starfsskyldur fá stoð í bráðabirgðaákvæði við lög um almannavarnir og „...skiptir grundvallarmáli að í þessu tilviki var vinnutími kennarans ekki aukinn og fjölgaði vinnustundum ekki frá því sem áður hafði verið ákveðið,“ segir í dómsorðinu. Að mati dómsins sé því ekki hægt að líta svo á kennarinn hafi innt af hendi vinnu umfram vinnuskyldu þannig að réttur skapist til greiðslu yfirvinnu og var kröfu FG um yfirvinnugreiðslu því hafnað. Nánari upplýsingar um dóminn má finna á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Kjaramál Dómsmál Skóla - og menntamál Fjarvinna Tengdar fréttir Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. 19. maí 2022 11:28 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Fá greitt fyrir aukið álag á hættustundu Félag grunnskólakennara var stefnandi í málinu gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem var fulltrúi tveggja sveitarfélaga. Í málinu voru reifuð tvö ólík mál. Annars vegar krafa FG um að kjarasamningi væri fylgt og greitt 50 prósent álag fyrir fjarkennslu og hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. Samkvæmt niðurstöðu dómsins eiga kennarar, sem kenndu nemendum í fjarkennslu í nóvember og desember 2020, rétt á að fá greitt 50% álag fyrir hverja kennslustund sem þeir inntu af hendi jafnvel þótt kennslan hafi farið fram þegar hæsta neyðarstig almannavarna var virkjað. Sambandið vísaði til bráðabirgðaákvæðis við lög um almannavarnir um að líta mætti á breytta kennsluhætti sem hluta af borgaralegri skyldu á tímum hæsta neyðarstigs. Dómurinn fellst ekki á þetta og ber atvinnurekanda að greiða fyrir vinnuna samkvæmt ákvæðum kjarasamnings. Breyttar starfsskyldur Hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. FG fór fram á að kennari, sem alla jafna vann fjóra daga í viku en var gert að vinna fimm daga á tímum hæsta neyðarstigs, fengi greidda yfirvinnu fyrir vinnu á „fimmta deginum“. Vinnustundir kennarans voru í heild þær sömu og áður. Félagsdómur mat það svo að gerð hafi verið tímabundin breyting á starfsskyldum kennarans án þess að þær hafi verið auknar. Telur dómurinn breyttar starfsskyldur fá stoð í bráðabirgðaákvæði við lög um almannavarnir og „...skiptir grundvallarmáli að í þessu tilviki var vinnutími kennarans ekki aukinn og fjölgaði vinnustundum ekki frá því sem áður hafði verið ákveðið,“ segir í dómsorðinu. Að mati dómsins sé því ekki hægt að líta svo á kennarinn hafi innt af hendi vinnu umfram vinnuskyldu þannig að réttur skapist til greiðslu yfirvinnu og var kröfu FG um yfirvinnugreiðslu því hafnað. Nánari upplýsingar um dóminn má finna á vefsíðu Kennarasambands Íslands.
Kjaramál Dómsmál Skóla - og menntamál Fjarvinna Tengdar fréttir Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. 19. maí 2022 11:28 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. 19. maí 2022 11:28