Vinstri bakvörðurinn Atli gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis er íslenska U-21 árs landsliðið vann 9-0 stórsigur á Liechtenstein í Víkinni í gær. Hann mun ekki taka frekari þátt í verkefni U-21 árs landsliðsins að þessu sinni þar sem hann hefur verið kallaður upp í A-landsliðið.
Miðjumaðurinn Willum Þór hefur farið mikinn með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi en er að glíma við meiðsli á hásin og hefur því þurft að draga sig úr hópnum.
Ísland gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á dögunum og mætir svo Albaníu á Laugardalsvelli á mánudag. Í kjölfarið fer A-landsliðið til San Marínó og mætir heimamönnum áður en það flýgur aftur heim og mætir Ísrael á Laugardalsvelli.
Atli á að baki þrjá A-landsleiki og 35 leiki fyrir yngri landslið Íslands.