Ferðaðist þúsundir kílómetra til að ná fyrsta flugi Niceair Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. júní 2022 14:36 Tino Oelker með Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Niceair, fyrir brottför jómfrúarflugs félagsins til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn. Þórhallur Jónsson Þjóðverjinn Tino Oelker gerði sér ferð alla leið frá München í Þýskalandi til Akureyrar í vikunni í þeim eina tilgangi að fljúga með jómfrúarferð Niceair til Kaupmannahafnar. Skapti Hallgrímsson hjá Akureyri.net tók viðtal við Oelker fyrir flugið á fimmtudaginn þar sem hann greindi frá óhefðbundnum áhugamálum sínum, ferðalaginu til Íslands og öðrum skemmtilegum ferðasögum. Hinn 57 ára Oelker, sem starfar hjá rannsókna- og þróunardeild BMW, hefur það að áhugamáli að fara jómfrúrferðir flugfélaga, ferðast til og frá sérstökum flugvöllum og fljúga með óvenjulegum flugvélum. Nákvæmar ferðalýsingar á óhefðbundnum ferðalögum Í viðtali við Akureyri.net á fimmtudaginn greindi Oelker frá ferðalagi sínu frá Munchen til Akureyrar í smáatriðum þar sem hann ferðaðist með lest, flugvél, rútu og tveimur strætóum: „Ég fór með lest frá München til Berlínar, flaug með Play þaðan til Keflavíkur – mig langaði að fljúga líka með því félagi – tók Fly Bus frá flugvellinum til Reykjavíkur, síðan leið 3 með strætó að strætisvagni númer 57 og ók með honum norður í land!“ Oelker fyrstur í röðinni fyrir jómfrúarflugið á fimmtudaginn.Þórhallur Jónsson Einnig lýsti Oelker dvöl sinni hérlendis sem var ekki ýkja löng: „Ég svaf um nóttina í Borgarnesi, hélt síðan áfram með leið 57 og kom til Akureyrar fyrir tveimur dögum. Í gær fór ég í Skógarböðin, í dag fer ég með Niceair til Kaupmannahafnar og seinni partinn flýg ég þaðan með Lufthansa heim til München.“ Sjaldgæfar flugvélar og sjaldgæfir flugvellir Oelker nefnir að hann leggi ekki aðeins áherslu á að fara jómfrúrferðir flugfélaga, heldur reyni hann líka að fljúga sem oftast með nýjum eða sjaldgæfum flugvélum og til og frá sérstökum flugvöllum. Allar flugferðir, dagsetningar og eigin hugleiðingar skráir Oelker í sérstaka bók sem hann á og fær alltaf einhvern úr áhöfninni til þess að kvitta í hana. Nánar má lesa um ferðasögu Oelker og aðrar skemmtilega flugsögur hans á vefsíðunni Akureyri.net. Fréttir af flugi Ferðalög Grín og gaman Niceair Tengdar fréttir Notalega flugfélagið Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. 2. maí 2022 11:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið
Hinn 57 ára Oelker, sem starfar hjá rannsókna- og þróunardeild BMW, hefur það að áhugamáli að fara jómfrúrferðir flugfélaga, ferðast til og frá sérstökum flugvöllum og fljúga með óvenjulegum flugvélum. Nákvæmar ferðalýsingar á óhefðbundnum ferðalögum Í viðtali við Akureyri.net á fimmtudaginn greindi Oelker frá ferðalagi sínu frá Munchen til Akureyrar í smáatriðum þar sem hann ferðaðist með lest, flugvél, rútu og tveimur strætóum: „Ég fór með lest frá München til Berlínar, flaug með Play þaðan til Keflavíkur – mig langaði að fljúga líka með því félagi – tók Fly Bus frá flugvellinum til Reykjavíkur, síðan leið 3 með strætó að strætisvagni númer 57 og ók með honum norður í land!“ Oelker fyrstur í röðinni fyrir jómfrúarflugið á fimmtudaginn.Þórhallur Jónsson Einnig lýsti Oelker dvöl sinni hérlendis sem var ekki ýkja löng: „Ég svaf um nóttina í Borgarnesi, hélt síðan áfram með leið 57 og kom til Akureyrar fyrir tveimur dögum. Í gær fór ég í Skógarböðin, í dag fer ég með Niceair til Kaupmannahafnar og seinni partinn flýg ég þaðan með Lufthansa heim til München.“ Sjaldgæfar flugvélar og sjaldgæfir flugvellir Oelker nefnir að hann leggi ekki aðeins áherslu á að fara jómfrúrferðir flugfélaga, heldur reyni hann líka að fljúga sem oftast með nýjum eða sjaldgæfum flugvélum og til og frá sérstökum flugvöllum. Allar flugferðir, dagsetningar og eigin hugleiðingar skráir Oelker í sérstaka bók sem hann á og fær alltaf einhvern úr áhöfninni til þess að kvitta í hana. Nánar má lesa um ferðasögu Oelker og aðrar skemmtilega flugsögur hans á vefsíðunni Akureyri.net.
Fréttir af flugi Ferðalög Grín og gaman Niceair Tengdar fréttir Notalega flugfélagið Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. 2. maí 2022 11:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið
Notalega flugfélagið Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. 2. maí 2022 11:30